27.3.2009 | 22:42
Hvar liggja þín mistök Ingibjörg
Eins og við var að búast af sandflokknum þá virðist engan veginn hægt að viðurkenna sín mistök. Allt liggur í jaðri annarra. Geir hafði þó þann manndóm að segja hvað hann greina hvar hann telur vera upphafið og játa mistök. Ingibjörg hinsvegar greinir upphaf og allt öðrum að kenna.
Staðreyndin er samt einföld: Bannvæna blandan var hversu mikinn aðgang stjórnmálamenn hleyptu aðilum viðskiptalífsins að sér. Trúðu þeim og treystu í blindni. Þar sitja Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn öll jafnt að vígi og bera sameiginlega ábyrgð á niðurstöðunni - bankahrun. Að geta ekki viðurkennt það er fáránlegt og enginn þessara flokka hafa enn komist nálægt því að viðurkenna það.
Svona að lokum um spillingu: Hvað annað er spilling en skipan nefnda í LÍN og peningastefnunefnd Seðlabankans. Allt flokksmenn stjórnarflokkanna - HVERNIG VÆRI AÐ BYRJA Á AÐ HÆTTA SLÍKRI VITLEYSU OG RÁÐA FÓLK EFTIR HÆFNI. Þá fyrst færðu gagnsætt stjórnkerfi sem byggir á reynslu og getu fólks - spillingarlaust.
Átti að gera skýrari kröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.