15.5.2009 | 00:40
Fjöldi orða er ekki rökstuðningur
Þetta er alveg ótrúlega löng frétt sem fjallar um allt annað en fyrirsögnin segir til um. Fyrir það fyrsta þá kemur enginn rökstuðningur með greininni um af hverju er verið að sækja um. Af því bara er ekki rökstuðningur og ekki heldur að þetta er bjargræðið. Málefnalegan rökstuðning sem fær fólk til að skilja og taka afstöðu er alls ekki til staðar.
Í annan stað þá skammaði AGS stjórnina í dag all illilega með því að benda á að ekki væri hægt að lækka stýrivexti nema sjáanlegar leiðr í niðurskurði séu til staðar. ESB umræða kemur ekki í veg fyrir niðurskurðinn eða slær ryk í augu fólks þannig að það missi af kjarnanum þar.
Hef sagt áður að þessi ríkisstjórn er andvana fædd og það kemur betur í ljós með hverri klukkustundinni. Hef áður gefið henni tvö ár en er farinn að halda að tveir mánuðir sé of mikið.
Rökstuðninginn skortir ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.