Ríkisstjórn í klemmu

Hin raunverulega fyrirsögn á að vera að ríkisstjórnin sé í klemmu. Ef hún stendur sig ekki í niðurskurðinum og að halda rétt á spöðunum þá verður ekkert rými fyrir vaxtalækkun segir AGS. Þetta er alveg rétt mat hjá þeim. Í stjórnarsáttmálanum er ekkert gefið almennileg út um þetta eða nein fyrirheit sem gefa til kynna hvað eigi að gera. Hins vegar óljóst og loðið orðalag um að þetta og hitt eigi að gera. Það er bara engann veginn nægjanlegt fyrir AGS eða hvað þá fyrir þjóðina. Út á þetta gengur gagnrýni AGS en ekki Seðlabankann sem slíkann.

Smá dæmi í lokinn um bullið í stjórnarsáttmálanum að koma eigi á stjórnmálasambandi við Palestínu, sem þarf ekki að vera vitlaust nema hvað ætlunin er að sækja um ESB aðild og verði hún samþykkt þá slitnar upp úr þessu stjórnmálasambandi þar sem stefna ESB ræður. Hver er þá tilgangurinn?

Þetta dæmi er bara um vanhugsaðan stjórnarsáttmála þar sem sett er inn ýmislegt en ekki hugsað til enda.


mbl.is Seðlabankinn í klemmu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband