14.7.2009 | 01:02
Sannleikurinn um aðildarviðræður
Það vantar allan sannleikann um aðildarviðræður. Sem betur fer eru menn sem þora að segja sannleikann eins og Ásmundur í VG. Það er verið að sækja um til að komast inn, ekkert annað. Þetta snýst ekki um að athuga hvað við getum fengið heldur er verið að sækja um til að fá aðild.
Allt annað tal er bara sami útúrsnúningurinn eins og Samfylkingin heldur að hún komist upp með. Það er sannleikur að fari nefnd í aðildarviðræður með vilja þjóðarinnar að baki þá stendur sú nefnd mun sterkar að vígi. Sú nefnd færi líka með vissu um góða niðurstöðu, því sú staðreynd að sterkt hugarfar skilar góðri niðurstöðu en veikt hugarfar skilar slæmri niðurstöðu. Nákvæmlega það gerðist hjá Icesave nefndinni, hún fór með veikt hugarfar og niðurstaðan var í samræði við það.
Þessa ESB tillögu ætti því að fella því sú nefnd sem fer verður alltaf veik. Hûn myndi hafa veikan meirihluta þings á bakvið sig, hún hefur ekki vissu um vilja þjóðarinnar um aðild og hefur ekki skýr markmið til að fara eftir. Niðurstaðan verður alltaf veik fyrir þjóðina og víst að slíku verður hafnað, enda liggur það alveg fyrir að þjóðin hefur alltaf síðasta orðið um að ganga í ESB.
Nokkrar staðreyndir í lokin um hvers vegna ESB aðild er slæm fyrir Ísland:
1. Við erum yngri heldur en ESB aðildarríkin. Sem þýðir að við eftir ca. 20 ár borgum við meira en við fáum út úr aðildinni að ESB. Ûtreikningur er þannig að þar sem við erum yngri þá eru fleiri vinnandi hendur sem skila inn í sameiginlega sjóði.
2. Ef við förum núna í ESB þá munum við ekkert læra af þessu hruni núna og lenda í annarri kreppu eftir fá ár (sjö ár er oft miðað við í hagfræðinni). Þetta byggi ég á því að komi til aðildar þá myndast mikil spenna svipað og gerðist í Lettlandi, Póllandi og fleiri löndum. Við það ástand er hættan að gleyma mögru árunum.
3. Landsbyggðin (fyrir utan bændur) mun hagnast á aðild. Veit að þetta er þvert á það sem andstæðingar segja en samt mín trú en gleymum því samt ekki að 2/3 landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu og þeir tapa sbr. færslu 2. Að hluta má skýra þetta með því að skilgreining á byggð og jöfnuður milli svæða er betur skilgreindur í ESB sem skilar landsbyggðinni meiru t.d. í með styrkjum.
4. Fiskveiðar grannríkja eins og Breta, Spánverja, Portúgala mun ekki eiga sér stað í eins miklum mæli og menn halda. Hins vegar breytir það ekki handónýtri sjávarútvegsstefnu ESB og það hverjir taka ákvörðun um kvóta er algerlega ósættanleg.
5. Ísland mun verða eins og Hawai er í Bandaríkjunum. Eyja út í hafi sem gott er að vera en hefur ekkert umfram það. Með öðrum orðum - Ísland verður svefneyja.
6. Meirihlutinn ræður alltaf í ESB. Það að Ísland hafi svo mikið að segja um reglur og fleira er frekar hjákátlegt. Þetta verður svaka vinna að fá aðra til að hlusta á sig ef ætlunin er að koma eitthverju í gegn. Verður það ekki bara dýrara en núverandi utanríkisstefna?
7. ESB er meira en viðskiptabandalag. Bandalag sem sækist eftir sameiginlegri stjórnarskrá er meira en viðskiptabandalag. Enda hafa flest viðskiptabandalög þann hátt að lækka tolla og auka frelsi í viðskiptum en ekki að innleiða reglur og fleira í þeim dúr (einn af göllum EES samningsins).
Þess vegna segi ég nei við ESB og finnst að þingið ætti að fella þessa tillögu. Komast að vilja þjóðarinnar. Sé vilji hjá henni þá leggja fram sterk skilaboð og sækjast fast eftir þeim. Fyrr er enginn grundvöllur að ESB aðild.
![]() |
Klækjabrögð eða nauðsyn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.