28.11.2022 | 10:37
Þarft og gott mál að fá á hreint
Það verður að taka hattinn að ofan fyrir Guðmundi að standa í þessu en mikið réttlætismál á ferðinni. Læknar geta ekki haft eið um að lækna fólk en eiga samt að hlýða yfirvöldum í einu og öllu, það er þversögn sem gengur ekki upp.
Þessi þversögn var mjög áberandi í Covid-19 ferlinu og því miður þorðu fáir læknar að tjá sig. Lyfjafyrirtækin virðast hafa yfirtekið alla skynsemi í lækningum og telja að lyf séu eina leiðin, helst ný lyf og ryðja burt þeim sem vitað er að virka.
Af hverju læknar láta þetta yfir sig ganga hefur mér alltaf þótt skrýtið og þeir líta oft út eins og viljalaust verkfæri í höndum annarra. Ekki misskilja læknar eru gott fólk upp til hópa en eitthvað virðist verklagið vera brenglað.
Stefnir ríkinu vegna banns við notkun Ivermectin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2022 | 12:41
Stofnanalýðræði
Á íslandi er talað um að við búum við fulltrúalýðræði en nær væri að tala um stofnanalýðræði. Þessi ráðstefna lýsir vel stofnanalýðræði. Frá Íslandi fóru um 40 manns og nánast enginn af þeim var kosinn fulltrúi landsins. Með öðrum orðum að fullt af fólki á að ákveða framtíð þjóða án þess að bera neina ábyrgð á því.
Stofnanalýðræði hefur heltekið vesturlönd og sett þau í spennitreyju. Mantran á bakvið það er "...vísindin segja", "vísindi sérfræðinga" o.s.frv. Að fólki finnist í lagi að stefnumótun lífs þeirra sé ákveðin af fólki sem þarf síðan enga ábyrgð að bera, ætti ekki að vera samþykkt. Þeir fulltrúar sem mæta (og að nafninu til bera ábyrgð) fela sig yfirleitt á bakvið fyrrnefndar möntrur.
Kosnir fulltrúar í dag er ekkert annað en puntdúkkur sem hafa lítið fram (ef eitthvað) að færa. Jafnvel þótt árunum fjölgi í ráðuneyti þá virðist lítið auka koma frá þessum fulltrúum. Stofnanalýðræðið elskar t.d. Reykjavíkurborg. Hafandi borgarstjóra sem kemur nánast einungis fram þegar hann þarf að brosa og segja frá einhverju jákvæðu. Sendir síðan varaskeifur síðan til að fjalla um erfiðu málin. Þannig hafa stofnanir Reykjavíkurborgar margfaldast í valdatíð núverandi borgarstjóra en á sama tíma eru leikskólakennarar alltof margir. Hér áður fyrr var talað um að reka skúringakonuna þegar allt var komið í vitleysu.
Stofnanalýðveldi hugsar ekki í skilvirkni. Með því að segja að of margir leikskólakennarar séu þá skjóta þeir sig algerlega í fótinn. Í hvert sinn sem leikskólakennari vinnur þá geta tveir aðrir (mögulega 10 því hver kennari er skráður fyrir 5 börnum) skilað vinnu á sama tíma en lenda í vandræðum ef leikskólakennarinn er látinn fara. Hins vegar ef einn skrifstofu starfsmaður er látinn fara þá hefur það engin áhrif á aðra starfsmenn. Hvort ætli sé skynsamara fyrir þjóðfélagið að segja upp skrifstofustarfsmanninum eða leikskólakennaranum?
Annað dæmi um stofnanalýðræði yfirtekur alla skynsemi varðandi málaflokk er sjávarútvegur. Þar eru tvær stofnanir í stóru hlutverki, Hafrannsóknir og Fiskistofa. Hafrannsóknir voru mótaðar fyrir um 50 árum og tekið smá breytingum með tímanum. Þessar aðferðir eru rómaðar af ráðherrum og fyrrverandi ráðherrum sem yfirleitt samþykkja niðurstöður rannsókna þess. Raunin er samt sú að líklega eru 3 einstaklingar sem ákveða kvóta hvers árs. Fullt af fólki rannsakar en einungis örfáir ráða hvað má. Er það mjög lýðræðislegt?
Fiskistofa er hin stofnunin sem hefur eftirlit með fiskveiðum og þeim virðist óskaplega í nöp við litlar útgerðir og smábátasjómenn. Sem dæmi er vigtun mun strangari og allt eftirlit (drónar að fylgjast með bátum). Þar virðast skip sem fara lengra út, eru stærri og útgerðir stærri fá mun betra svigrúm. Þetta er það sem maður heyrir og kannski ekki alveg marktækt. Samt má fólk sem stjórnast af tilfinningum með loftslagsmál segja hvað sem er, hvernig má réttlæta það?
Hugmyndafræði stofnanalýðræðis er að viðhalda stofnun en ekki þjóðfélagi. Þar er lagt upp með: Ég um mig frá mér til mín. Oft í nafni einhvers göfugs málstaðar sem oftast snýst um laun einstaklinga en ekki málstaðinn.
Þriðja dæmið um stofnanlýðræði er að stjórnmálaflokkar séu á ríkisstyrkjum, fjölmiðlar og ýmiss sérhagsmunasamtök. Með þessu má segja að allt að 2/3 vinnandi fólks sé á einn eða annan hátt undir einhversskoanar ríkisfjármálum. Það segir sig sjálft að ekkert þjóðfélag stendur undir því, spyrjið bara hvernig fór fyrir Sovétríkjunum.
Stofnanalýðræði er hægt og bítandi að drepa vesturlönd. World Economic Forum samtökin eru gott dæmi um samtök sem vilja auka enn stofnanlýðræði (og helst taka yfir). Stærsta vandamálið (og það sem vonandi minnkar stofanalýðræði) er enginn tekur ábyrgð. Þegar enginn er leiddur til ábyrgðar þá stefnir í stjórnleysi þar sem kúgun mun aukast.
Berjumst gegn stofnanalýðræði.
Hvað gerðist á COP27? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2022 | 11:46
Þjóðernishyggja notuð í áróðri
Í þessari frétt er verið að nota þjóðernishyggju í áróðri til að lýsa yfir hvað andstæðingurinn er vondur. Burt séð frá þessum sem fögnuðu þá virðast þeir nú ekki vera margir né heldur að almennt sé fólk að fylla götur af fögnuði.
Einhvernveginn hafa glóbalistar yfirtekið hugtakið þjóðernishyggju og nota óspart í áróðri, ekkert ósvipað og hugtakinu lýðræði. Þannig hallmæla þeir hugtakinu dags daglega en það má nota það þegar hentar.
Í Morgunblaðinu í dag var viðtal við Línu Guðlaugu Atladóttur sem hefur skrifað bók um Kína og íbúa þess. Hún segir þessi orð um þjóðernishyggju (kallar það þjóðernisrembing): "... þjóðernisrembingi hafa vaxið fiskur um hrygg í Kóna, eins og víðar, og gegn þeirri þróun verði að berjast með öllum tiltækum ráðum enda þurfi Kína á Vesturlöndum að halda og öfugt." "Það þrífst engin þjóð í efnahagslegu tómarúmi.""
Svona tala glóbalistar sem rugla saman hlutunum og halda að þjóðernishyggja (þjóðrembingur (sic)) feli í sér að loka af landi eða svæði. Þegar hún hyllir Kína þá er það þjóðernishyggja alveg eins og þegar fólk flykkist á bakvið landsliðið í alþjóðakeppnum.
Þjóðernishyggja snýst um að upphefja umhverfi sitt sem snýr að stærra landsvæði en svæðið þar sem búið er. Í raun er þjóðernishyggja hvorki neikvætt né jákvætt orð heldur lýsing á því sem hópur fólks getur samið um að því þyki heillandi. Alveg eins og þessi íbúar Kerson sem fagna brottflutningi Rússa og kenna sig við þjóðernishyggju Úkraínu.
Það væri óskandi að fræðimenn hættu að pólitíkesera hugtök í neikvæðri merkingu og færu að nota þau hlutlægt til að lýsa hlutum. Hugtakið popúlismi er víða notað með þjóðernishyggju í neikvæðri pólitískri merkingu þrátt fyrir að í raun séu oft á tíðum einungis verið að beina sjónum að landi en ekki að öllum heiminum. Hvað er svona neikvætt við það?
Úkraína fagnar endurheimt Kerson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2022 | 11:05
Friður í augsýn?
Athyglisvert er að lesa fréttir vestrænna miðla þar sem sífellt meiri áhersla er lögð á samninga eða frið. Spáði því áður að það myndi fjara undan þessu stríði vegna þess að það eru ekki fleiri Úkraínumenn né peningar til að halda þessu stríði áfram. Það er of dýrt að borga málaliðum og hvað þá að halda uppi heilu landi.
Þegar frétt um svipað er skoðuð á rt.com þá segir að mannfall Úkraínu sé 8x meira en Rússa en ekki jafn mikið eins og sagt er í þessari frétt. Þar er líka sagt frá flutningi frá Kerson sé til að bjarga almenningi því Úkraínumenn skjóti sífellt á skóla og aðra innviði. Rússar hafi flutt um 115 þús. manns á aðra staði.
Áróður í fullum fetum en það lítur út fyrir frið í nánustu framtíð.
Yfir 100 þúsund Rússar liggja í valnum eða særst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2022 | 13:20
Stríð er áróður
Afstaða mín til Úkraínustríðsins er að taka lítið mark á hvorgum aðilunum. Þessi viðmælandi er með full miklar fullyrðingar um eitthvað sem á að gerast í nánustu framtíð sem mér að efast um réttmæti upplýsnga. Ekki endileg að hann sé með áróður en að fullyrða um hluti sem ekkert er vitað um er ekki traustvekjandi.
Á hinn endann má vitna til fréttar í rt.com en þar segir fyrrverandi forseti Rússlands að stríðið megi rekja til ótta um að Úkraínumenn hafi ætlað að búa til kjarnorkuvopn. Á ég að trúa þessu?
Alveg jafn mikið og viðmælandinn sem fullyrðir að undir múrsteinum liggja fjöldagrafir.
Best að trúa sem fæstu.
Ég held að heimurinn eigi eftir að taka andköf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.11.2022 | 19:56
Trúir Dagur B. Eggertsson því sem hann segir?
Í þessari upptalningu hans Dags þá er ekkert honum eða hans fólki að kenna. Það eru alltaf utan að komandi þættir sem hafa áhrif. Ég spyr: trúirðu því virkilega?
Þeir sem sukka og eyða um efni fram eru sjaldnast tilbúnir að líta í eigin barm og segja ég er að gera rangt. Í staðinn kenna þeir öðru um. Dagur gerir nákvæmlega það sama, það er alltaf öðrum um að kena.
Hann vill ekki hætta við borgarlínu því í hans huga á ríkið að borga brúsann. Skítt með hvernig rekum apparatið, sendum bara reikninginn á ríkið.
Með því að kenna fötluðum um óráðsíu sína þá er varla hægt að leggjast lægra. Það má alveg deila um hvort fjármagnið sé nóg en að það sé úrslitavaldur í lélegri fjármálastjórn en algerlega fyrir neðan beltisstað.
Ég vorkenni reykvískum kjósendum fyrir að hafa látið plata sig enn eina ferðina.
Aðhald hjá borginni hefur ekki áhrif á borgarlínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2022 | 11:17
Er hægt að snúa hlutunum meira á hvolf?
Vandi demókrata í bandaríkjunum er að þeir halda að þeir einu hafi aðgang og vinni eftir lýðræðislegu kerfi. Svipuð hugsun er að finna meðal margra flokka á Íslandi sem vilja telja sig til vinstri.
Það á enginn lýðræðið og það snýst um leikreglur. Í dæmi demókrata þá brjóta þeir í sífellu þessar leikreglur í nafni lýðræðis t.d. í Úkraínu.
Annað dæmi er að ekki þarf skilríki til að veita sönnur á sér þegar kosið er, þú getur bréfsent atkvæði þitt og mátt kjósa oftar ef ferð á milli fylkja. Hvers konar lýðræði er það?
Demókratar eru sjálfir sér verstir, stríðsæsingafólk sem heldur að það eigi að stjórna heiminum en sendir allt í sífellt dýpra fen.
Ég spái því að í næstu viku þegar repúblikanar hafa sigrað þingið að þá fjari undan stríðinu í Úkraínu. Af hverju? Jú pólitískt til að setja Biden í vandræði og til að geta einbeitt sér betur að heimalandinu. Fjármunum er betur varið að styrkja varnir kringum bandaríkin (það er ekki endalaust hægt að prenta peninga). Með því leggja þeir línuna um að vinna forsetaembættið aftur.
Afneitun repúblikana leið í átt að stjórnleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2022 | 22:35
Hvað með borgarlínu víst skuldir hækka stöðugt?
Ekki nóg með það að Reykjavíkurborg eykur skuldir á ofurhraða þá gerir strætó það líka en samt á enn að halda áfram með borgarlínu.Hvaðan eiga peningarnir að koma? Frá ríkinu segir Reykjavíkurbor. Sem þýðir að allir skattborgarar landsins eiga að fjármagna gæluverkefni Reykjavíkurborgar sem hefur ekki efni á því.
Sukkið og spillingin í Reykjavík er svo óheyrieg að það var greinilega best að kjósa rangt, enn eina ferðina.
Tryggja að ekki verði ofgnótt af starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)