Skattakóngurinn Bjarni

Fjármálaráðherrann segist alltaf stefna að því að lækka skatta en þegar ferill hans er skoðaður þá í raun lækkar hann ekki skatta. Bjarni stóð fyrir lækkun á staðgreiðslu skatta en gerði það með tilfærslum. Á móti voru hækkaðir aðrir skattar og persónuafsláttur lækkaður. Um þessi áramót þá sá Bjarni ekki fært að hækka greiðslu af tómum dósum og flöskum um tvær krónur vegna þess að það hækkaði verðbólguna. Hins vegar er í lagi að hækka eldsneyti um 8 kr. Bjarni þarf að fara aftur í skóla held ég.

Í gegnum tíðina hafa Ólafur Ragnar og Steingrímur haft þennan titill skattakóngar en Bjarni hefur nú bæst í hópinn og gerir enn betur með þvílíkum halla í fjárlögum annað árið í röð.

Vinstri mönnum er ekki bjargandi.


mbl.is Högg á fjölskyldufólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið ósagða um vindmyllur

Flestar fréttir af vindmyllum eru settar fram á frekar jákvæðan hátt. Þær eigi að skapa mikið rafmagn og yfirleitt ósagt allt það neikvæða sem þeim fylgir (eða gert eins lítið úr og hægt er).

Stöð2 sagði frá frétt frá Færeyjum. Textinn er frekar jákvæður en með myndefninu sést vel eyðilegging lands og erfiðleikar við að koma þessu upp.

Þannig sést vel vegur á milli allra vindmylla í þyrpingu (lundur er rangnefni). Það þarf krana á hverja og eina til að koma þessu upp. Hann er auðvitað færður á milli en eftir því sem vindmyllum fjölgar í þyrpingu þá lengist tíminn við að koma þessu upp. Það þarf stjórnstöð og auðvitað rafmagntengingar frá staðnum. Við það bætist að til að koma þessu á staðinn þurfa vegirnir að hafa ákveðinn styrk. Það þýðir að sé t.d. sett upp á fjalli þá þarf að setja vel styrktan veg upp á fjallið sem auðvitað er ekki tekinn aftur.

Eftir stendur spurningin: Hver borgar veginn? Hver borgar ef styrkja þarf þjóðvegina til að koma ferlíkjunum á staðinn?

Fyrir 25 ára líftíma er þetta fullmikil mengun þegar hægt er að gera vatnvirkjun með mun minni mengun og lengri líftíma.


Misnotkun á ritskoðun og ritstjórnastefnu

Með Twitter uppljóstrunum er sífellt að koma betur í ljós hversu mikið ritskoðun FBI var misnotuð og þannig sett upp misnotkun á ritstjórnarstefnu miðils. Samfélagsmiðlar í USA þorðu ekki annað en að hlýða FBI. Það er ekkert lýðræðislegt við þetta og minnir helst á harðstjórnaríki. Þessa misnotkun á lýðræðinu hafa íslenskir fjölmiðlar, fyrir utan fáa, engan áhuga að koma til skila. Líklega finnst þeim þetta bara lítilvæglegt og vilja frekar segja frá ákærum á Trump, sem hafa þó engan annan tilgang en að aftra honum að sækjast aftur eftir forsetaembættinu.

Guðjón E. Hreinberg bloggari segir að siðmenning sé fallin. Veit ekki af hverju hann tala um siðmenningu því hugtakið kom upp á nýlendutímanum og notað til að gera lítið úr íbúum nýlendna. Hið rétta er að vestræn menning er kolfallin eigi hún að byggja á lýðræðislegum þáttum. Stórfrétt Twitter uppljóstranna er einmitt sú að við búum ekki við lýðræði heldur eru stofnanir sem hafa eftirlit með okkur og ákveða hvað sé viðeigandi í hinu svokallaða lýðræði.

Almenningur hefur í raun afskapalega lítið val. Við megum ákveða hvað við borðum (ennþá), við hvað við vinnum (ennþá), hvenær við förum að sofa og stunda afþreyingu (ennþá), hvernig bíl við kaupum og notum (ennþá), hvernig föt við notum (ennþá) og þar fram eftir götunum.

Njótið þess meðan getið!


Rúv sinnir illa menningarhlutverki sínu

Þrátt fyrir að fá sífellt meira af fjárlögum og geta selt auglýsingar þá sinnir Rúv illa menningarhlutverki sínu. Samt er það mjög skýrt í lögum að það stofnunin eigi að sinna mennningu lands og þjóðar.

Ef starfsmenn væru ekki svona uppteknir af pólitík þá væri kannski von.

Ein afsökun fyrir að fara ekki á útihátíðir er að það sé svo dýrt. Það á einnig við um að sýna leikrit eða af tónleikum. Hvernig fór þá stofnunin að gera það áður fyrr. Er mikilvægara að streyma af tónlistarhátíð í Danmörku en af útihátíð á Íslandi?

Lögin er mjög skýr um hlutverk stofnunarinnar en forgangurinn alveg kolrangur.

N4 hefur sinnt þessu menningarhlutverki Rúv fyrir mun minni pening og mun betur. Þannig að hugmyndin á bakvið styrkinn er mjög góð en hefði kannsk mátt fá meiri umræðu í þjóðfélaginu.


mbl.is Styrkurinn kominn til vegna bágborinnar umfjöllunar Rúv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af vindmyllum í öðru ljósi

Nokkrir bloggarar hafa verið duglegir að benda á vitleysuna í kringum vindmyllur og vert að taka undir málstað þeirra: Þetta er óörugg orka þar sem kostnaður til neytenda hækkar og þeir einu sem græða eru eigendur. Þeir munu gera lítið annað en að skilja eftir sig svipna jörð.

Set inn tvær myndir sem sýna vel muninn. Efri myndin er fengin frá Mannvit en þeir hafa verið fremstir meða verkfræðistofa í svokölluðum grænum lausnum. Seinni myndin var tekin af myndalista fyrir vel teknar myndir en sýnir mjög vel eyðilegginguna á landslaginu (sumir hafa sagt það óafturkræft). Ef skoðið myndir á vefnum takið eftir hvernig jarðvegurinn sést alltaf illa eða virðist hreinsað út allar keyrsluleiðir af vindmyllunum.

Vindmyllur sýndar eins og allt sé í lagi

 

 

 

 

 

Eyðilegging jarðvegs vegna vindmylla


Furðusparnaður Reykjavíkurborgar

Þessi bitlausi sparnaður Reykjavíkurborgar bitnar meira á æsku landsins en ætla mætti. Þannig á að loka siglingaklúbbnu og hætta styrki til Skátanna á Úlfljótsvatni. Eg ég man rétt þá ættu þessar tvær sparnaðartillögur að spara um 23 miljónir.

Á móti er í lagi að ráða verkefnastjóra í kynjaða fjárhags og starfsáætlun sem kostar allavega helming af áðurnefndri upphæð.

Likt og aðrir borgarfulltrúar hafa bent á þá eru starfsmenn á skrifstofum of margir og of margar nendir að störfum. Hvers vegna ekki að spara þar en leyfa æskunni að njóta sín í náttúrunni við siglingar eða í leikjum?

Held að þessar tillögur hjá Reykjavíkurborg skili engu öðru en leiðindum án þess að ná almennilega markmiðum um að spara og ná árangri í fjármálastjórn.


mbl.is Mótmæla lokun: „Var það sem maður lifði fyrir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband