Flétta

Nú er allt bullandi í fléttum á pólitísku línunni. Það þarf að koma sínu örugglega til skila. Mér finnst þetta vond pólitík og lítt til þess fallin að skila árangri. Allar svona fléttur falla um sjálfa sig og eftir sitja þeir sem byrjuðu hana og fá tvöfalt verra til baka. 

Afleiðing samsæris og fléttu er lúalegt og gerir fólk enn reiðara og fráhverfara því sem til er ætlast af þeim sem koma fléttunni að stað. Hvað er svona hræðilegt við það að þjóðin fái að kjósa um Icesave III? Er það nokkuð vegna þess að þeir hafa ekkert að selja okkur? Þessi þvingun og hraði minnir á fólk sem er á barmi taugaáfalls og hefur ekkert fram að bjóða. Ég vil skapandi fólk til að stjórna landinu en það finnst ekki við Austurvöll.

Mynd af fléttu í tilefni dagsins!

Fletta

 


Krummi krunkar úti þó Icesave vitleysan sé samþykkt

Lífið heldur áfram þrátt fyrir að Icesave III hafi verið samþykkt á alþingi. Vona bara að forsetinn hafni því að skrifa undir og málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er eitthvernveginn mun sættanlegra að þjóðin samþykki að greiða þetta heldur en 44 alþingismenn fái að ráða því.

Það er samt athyglisvert hvort þetta sé stjórnarskrárbrot þar sem upphæðin er ekki þekkt. Úr því væri gaman að fá skorið.

Krummi

 


Framandi og freistandi

Það er alltaf gaman að prófa eitthvað framandi og þar sem ég kemst ekki til útlanda í einni hendingu þá verður bara að styðjast við útlenskar uppskriftir.

Prófaði í kvöld egypskan kjúklingarétt og hann kom bara vel út. Tók þetta úr bókinni Framandi og freistandi eftir Yesmine Olsson. Alveg hægt að mæla með þeirri bók.

Kjulli

  


Orðaleikir

Orðaleikir eru skemmtun en ekki atvinna eins og margir alþingismenn virðast halda. Þetta snýst ekki um að hafa rétt fyrir sér eða snúa út úr sannleikanum. Þetta snýst um að vera sjálfum sér trúr og í dag eru sárafáir þingmenn sem geta sagt það með góðri samvisku.

Ordaleikir

 


Hreyfing er góð

Það er gott að hreyfa sig og eiginlega nauðsynlegt að gera eitthvað af því daglega. Sjálfum finnst mér best að fara í göngutúra en þegar tíminn er knappur þá þarf að grípa til annarra úrræða. Sipp er öflug hreyfing en eitthvernveginn lítur maður frekar asnalega út meðan á því stendur.

Sippa

 


Gott að hafa í heimsókn þegar veikur

RobertVeikur heima þá er gott að hafa haft Róbert bangsa í heimsókn. Það verður miklu auðveldara.

Stormur í aðsigi

Eins og myndin að neðan ber með sér þá gárar vindurinn vatnið á milli storma. Það er stormur í aðsigi og það er einnig í pólitíkinni. Hið ótrúlega agaleysi, siðleysi og hroki stjórnvalda er með eindæmum þannig að eina vitlega niðurstaðan er stormur sem feykir þessu liði lengst út í hafsauga. 

Það átti að koma með ný vinnubrögð og allt upp á borðunum. Eina sem kemur upp á yfirborðið er í gegnum dómsstóla. Vá svakalega ný vinnubrögð. Það eina nýja er enn meira siðleysi, enn meira agaleysi, enn meira vonleysi og vitleysa.

Garur

 


Mitt fyrsta

Það er svo gaman þegar eitthvað er fyrst. Eins og það að fá debetkort í fyrsta sinn.

Mitt fyrsta

 


Slabbi drullum drull

Það má með sanni segja að úti sé slabbi og drulla. Það á líka við um ástandið í þjóðfélaginu. Við höfum ríkisstjórn sem hlustar ekki á fólkið í landinu og við höfum stjórnar andstöðu þar sem bara hluti hlustar á fólkið en samt ekki alltaf. Ótrúlegt rugl. Hélt að það mikilvægasta fyrir alþingismenn og ráherra væri að hlusta á fólkið í landi. Ég hlýt að hafa misst af eitthverju.

 Slabb


Sama hvaða f**k er í gangi þá verður sólin alltaf þarna

Það eru orð að sönnu að alveg sama hvaða fokki menn taka upp á (eins og að samþykkja Icesave III) þá verður sólin alltaf þarna. Hin hversdagslegu vandamál eru lítil og auðveld viðfangs ef menn fylgja eitthverri línu hjá sjálfum sér. Það á ekki við um íslenska stjórnmálamenn sem virðast geta hlaupið út og suður og réttlætt verknað sinn í bak og fyrir.

Þeir missa bara af því að það sjá allir í gegnum þá!

Solin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband