Það smáa gefur lífinu lit

Við erum of gjörn að gleyma því smáa og festast í stórum atriðum. Til að mynda Icesave þá vilja menn bara sjá nokkur stór atriði að það sé lausn málsins. Það eru smáatriðin sem skipta máli og gefa endanlega lausn. Smáatriði eins og að ríkisstjórnin getur með naumindum sparað rúmlega 30 miljarða en finnst í lagi að borga síðan út 26 miljörðum á einu bretti (sem sagt lán og næstum þurrka upp sparnaðinn).

Annað smáatriði er að Bretar borguðu þetta án þess að spyrja okkur. Þeir breyta venjulegum leiðum sem eru farnar í svona máli og rukka okkur síðan. 

Það væri nær að horfa meira á smáfuglana og sjá hvað lífir býður upp á mikinn fjölbreytileika. 

Smáfuglar


Eðlileg krafa og síðan almennilegar upplýsingar

Það er eðlileg krafa að samningurinn um Icesave fari í þjóðaratkvæðagreiðslu enda ekki bara stjórnmálamanna að borga. Stjórnmálamenn hafa sýnt í gegnum tíðina að aðgerðir þeirra eru misjafnar og langt því frá að vera alltaf það besta. Þessa vegna á þjóðin sjálf að fá að velja hvort hún sé tilbúin að standa undir þessum kröfum.

Stjórnvöld sem geta ekki náð með vitrænum ráðum fjármálum niður um 30 miljarða og finnst í lagi að bæta 26 miljörðum við án þess að útskýra hvað þurfi að gefa eftir í staðinn er ekki raunsær málflutningur. Það hafa aldrei komið afgerandi svör við því hvers vegna okkur ber að borga þetta. Áhætta er eitt og viðunandi samningur annað en ég óska eftir svari hvers vegna?

Hér fyrir neðan er mynd af örgjörva í debetkorti. Þar eru settar inn upplýsingar sem við fáum ekki að vita fyrirfram. Spurningin er hvort við getum það og hvort við höfum almennilegan aðgang þegar okkur hentar að vita það. Það sama á við um Icesave. Þetta er sett fram en ósköp takmarkaðar upplýsingar sendar út til þeirra sem þó eiga að borga.

Örgjörvi


mbl.is Vilja þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skafa skafa skafa

Það er svo æðislega gaman að skafa, eða ekki. Það er ótrúlegt að sjá hvernig Sjálfstæðismenn svara Bjarna Ben. með umsnúning flokksins að samþykkja Icesave. Sumt af því minnir á réttlætingar núverandi stjórnvalda í sínum málum. Málatilbúningurinn er lélegur á alla vegu og gefur þjóðinni ekkert tækifæri til að komast nær því af hverju við eigum að borga þetta.

Ég styð þjóðaratkvæðagreiðslu í þessu máli og vona að forsetinn haldi sinni línu í þeim málum. Ég verð samt að segja enn og aftur - af hverju segir enginn hvers vegna við verðum að borga og hvað fáum við í staðinn? 

Skafa


Á varðbergi

Hundurinn sem situr fyrir utan heimili sitt er vonandi á varðbergi fyrir eigendur sína. Það er nauðsynlegt að vera alltaf á varðbergi, vera meðvitaður um hvað er að gerast í kringum mann.

Á varðbergi


Náttúruleg leikföng

Þegar kemur að því að leika sér þá er ansi mikið í boði. Fullt af allskonar leikföngum og afþreyingu. Hins vegar stendur það upp úr að náttúruleg leikföng eins og snjóbolti standa alltaf fyrir sínu.

Snjóbolti


Hjarðhegðun

Hjarðhegðun er mjög áberandi í pólitík eftir hrun, alveg eins og með þessar gæsir á myndinni. Það sést vel þegar skoðað er hvernig reynt er að réttlæta hvaða vitleysu sem er fyrir hjörðina. Jafnvel þótt gagnrýnt sé og verið á móti eins og Lilja Mósesdóttir þá er hennar hjörð til vinstri og því skal fylgja. Það er alveg með ólíkindum hvernig sumir fylgja algerlega í blindni og án þess að fara eftir eigin sannfæringu. Enginn vilji til að stíga upp og segja: hingað og ekki lengra. Við erum á rangri leið.

Það er alveg ljóst að það þarf að hrista upp í hjörðinni. 

Gæsir


Það væri betra að skreppa í kaffi en að skipa fulltrúa

Þessi fáránlega hugmynd að skipa fulltrúa á stjórnlagaþing er algerlega út í hróa. Þetta þing hefur hvort eð er ekkert umboð umfram það að fjalla um stjórnarskrána - engin völd, ekkert að marka. Það er athyglisvert að skoðunakönnun sem var gerða á Bylgjunni sýnir meirihluta vilja blása þingið af. Könnun sem ekki er marktæk en gefur samt sterka vísbendingu um hvaða leið þjóðin vill fara.

Ég er á því að best væri að gera skoðannakönnun um vilja þjóðarinnar og fá þannig vísbendingar um hvað skuli gera. Ef t.d. í þremur könnunum kemur fram að best sé að blása þingið af þá er það besta lausnin í stað þess að vera reyna þröngva þetta inn á þjóðina eftir öllum tiltækum ráðum.

En eins og fyrirsögnin segir þá er viturlegra að skreppa í kaffi og spjalla þar heldur þessu endalausa skollaleik. Hér með býð ég ykkur í myndakaffi. Froðukaffi en ekki froðusnakk.

Froðukaffi


mbl.is Óheppilegt að skipa fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt á hvolfi!

Það má með sanni segja að allt sé á hvolfi í þjóðfélaginu. Ríkisstjórnin virðist ekki geta komið hlutunum skikkanlega frá sér og oft í andstöðu við þjóðfélagið. Þurfum við bara ekki að snúa öllu á hvolf? Reka ríkisstjórnina út væri gott fyrsta skref til að snúa öllu við.

Allt á hvolfi


Gjöfina skal gefa

Svolítið seint á ferðinni að gefa afmælisgjöf viku eftir afmælið. Samt er betra að gefa seint en aldrei.

Gjöf


Gott hjá þeim og nú þarf framkvæmdavaldið að axla sína ábyrgð

Þau gera það rétta í stöðunni með að segja af sér og gefa gott fordæmi. Þau fengu sinn dóm og axla sína ábyrgð. Framkvæmdavaldið telur sig hins vegar ekki bera neina ábyrgð eða svo vitnað sé í Jóhönnu Sigurðardóttir sem sagði "... við erum mest í löggjafa ..."

Okkar eigin forsætisráðherra gerir sér ekki grein fyrir hlutverki sínu sem forsætisráðherra. Það er á hennar ábyrgð að framkvæmdin sé rétt þótt hún hafi tekið þátt í að smíða regluveldið. Eftir þessi orð verð ég að efast um að forsætisráðherra hafi skilning á stjórnarskránni en þar stendur skýrt og greinilega um þrískiptingu valdsins. Þessi orð voru sögð sem forsætisráðherra og því framkvæmdavald. Auðvitað berðu ábyrgð Jóhanna og ber eins og þessu fólki að segja af þér, og Ögmundur einnig. Fyrr hafið þið ekki axlað ábyrgð.

Helst dettur mér í hug að þegar stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar endar þá muni landið líta svona út:

dsc00537.jpg


mbl.is Landskjörstjórn sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband