27.1.2011 | 16:42
Kanntu brauð að baka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2011 | 15:39
Síminn
Síminn er tækið í dag. Þegar slappur heima þá er hægt að grípa símann og hringja í vini og kunningja. Þegar þarf að afla upplýsinga þá er hægt að nota símann. Þegar leiðist er jafnvel hægt að nota símann. Þarfatæki eða tímaþjófur?
Þegar ég ólst upp var bara einn sími á heimilinu. Hvernig fórum við eiginlega að þegar við þurftum að vera slöpp heima?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2011 | 22:39
Golfiðkun
Enginn snjór er á vellinum en ekki vildi ég spila hann. Líklega myndi maður sökkva niður fyrir ökkla og týna boltanum í grasinum því hann er svo blautur. Fyrir allt þá er hann líka lokaður. Á meðan er bara að njóta útsýnisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2011 | 19:22
Gæludýr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2011 | 16:44
Hatur og tímaeyðsla.
Á myndinni glittir í Moggahöllina. Það er alveg með ólíkindum hvað margir hata það sem Mogginn stendur fyrir. Það er enn skringilegra að eyða tíma sínum og orku í að hata eitthvað sem þeir fá ekki breytt. Þetta á vel við um núverandi ríkisstjórn sem eyðir mun meiri tíma í eitthvað sem skiptir engu máli og minna í það sem skiptir öllu máli s.s. að efla atvinnulífið.
Ein af skýringunum er þetta hatur. Það fer svo mikill tími og orka í að hata það sem aðrir eiga að hafa staðið fyrir að ekki gefst tími til að gera það sem á að gera. Kristinn Pétursson skrifaði um að skerpa þyrfti á skilum milli framkvæmdavalds (ráðherra) og löggjafavalds (alþingi). Eiríkur Bergmann hefur komið með hugmynd að kjósa ráðherra sér. Bæði þarfar ábendingar og líklega það sem skiptir mestu máli til að höggva á ofurvald framkvæmdavaldsins á löggjafavaldið. Við verðum bara að sjá til hvort þetta nái í gegn en þetta er t.d. eitt af því sem ríkisstjórnin ætti að leggja höfuð áherslu á að ljúka sem fyrst.
Að lokum vil ég nefna að þessi tilvitnun í Halldór Laxness á vel við um núverandi ríkisstjórn (Sá hana hjá Samfylkingarbloggara): "Vont er þeirra ranglæti, en verra er þeirra réttlæti."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2011 | 19:10
Margt býr í þokunni.
Það býr margt í þokunni sem við sjáum ekki. Það á vel við um allt laumuspil og ákvarðanir sem þola ekki að líta dagsins ljós. Fyrir mannfólkið er ekki spennandi kostur að lifa í þokunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2011 | 18:11
Aftur rignir og hreinsar burt skítinn
Það er gott mál að það rigni. Rigning er hreinsandi og ekki veitti af að hreinsa burt allan skítinn sem er viðvarandi á þessum tímum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2011 | 23:18
Spennandi leikur!
Leikurinn í handboltanum í dag var spennandi í fyrri hálfleik, ja svo spennandi að Stöð 2 ákvað að loka mínútu fyrir lok fyrri hálfleiks. Ef þeir halda að ég rjúki í símann og kaupi áskrift þá verður þeim ekki að ósk sinni enda ekkert annað sem ég myndi nenna að horfa á þessari stöð.
Sjónvarpsstöð sem neitar að greiða niður lán þetta árið á ekki skilið að hafa fengið sýningaréttinn. Skömm sé Landsbankanum (sem þó er í eign þjóðarinnar).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2011 | 17:14
Það er leikur að sýna!
Börnin hafa gaman af því að gera meira en að læra bækur. Það að sýna fyrir aðra leikrit er nefnilega mikill lærdómur og bækur gefa okkur ekki allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2011 | 19:27
Snjósýnishorn
Það liggur snjór yfir á höfuðborgasvæðinu allavega í gær og dag. Líklega farið á morgun en vissulega er þetta bara sýnishorn miðað við það sem snjóaði fyrir norðan um daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)