17.1.2011 | 18:37
Vér mótmælum öll ... ... ríkisstjórninni
Það er bara eitt hægt að segja um daginn: Vér mótmælum öll vonlausri ríkisstjórn. Er viss um að hún étur sig innan frá og hverfur af valdastól innan tíðar, eiginlega áður en mánuðurinn er á enda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2011 | 22:55
Styttur garðanna!
Styttur garðanna eru oft merkilegar þótt ekki eigi þær svip með styttum bæjarins. Eitthvað sem væri gaman að skoða nánar og sjá hvað fólk geymir í bakgarðinum hjá sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2011 | 17:58
Eitthvað nýtt!
Fæ alltaf upp ákveðið lag þegar ég kaupi nýja skó. Þessir skór eru á dóttir mína en samt kemur lagið upp. Lagið er frábært og klassískt en línan úr laginu er bara svo grípandi - These boots are made for walking.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2011 | 20:32
Er ekki kominn tími til að líta fram á við?
Þegar maður hugsar um ástandið í þjóðfélaginu og heyrir oft núna að kominn sé tími til að líta fram á við þá er því miður alltof margir fastir í baksýnisspeglinum og það á við um stjórnvöld líka. Ef líta á fram á við þarf að gefa eftir fortíðina og henni er lokið. Það sem gerðist í fortíð er búið að gerast og við breytum því ekki. Horfum fram á við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2011 | 23:35
Stendur fyrir sínu!
Þessi peningur lenti í þvottavélinni en er samt enn í heilu lagi. Það má alveg líkja þessu við stórbrotið sem gjaldmiðilinn lenti í kringum bankahrun. Að hann hafi verið þveginn en hann stendur samt enn fyrir sínu og er sá kostur sem kemur þjóðinni úr þessum þrengingum. Við þurfum fyrst öflugura atvinnulíf áður en við getum með góðu móti tekið upp annan gjaldmiðil. Lifi krónan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2011 | 17:42
Náttúruperla Kópavogs
Falleg náttúruperla í Kópavogi er við Elliðavatn. Ekki er víst að allir viti að í raun eru þetta tvö vötn, Elliðavatn og Vatnsendavatn sem sameinuðust þegar Elliðavatn var stíflað. Á myndinni sést í eyju en þarna var hægt að ganga áður og hét þá Þingmannaleið. Mjög skemmitlegt að ganga við vatnið þó ég eigi sjálfur enn eftir að ganga hringinn í kringum það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2011 | 18:20
Bros í skammdeginu
Þótt úti sé dimmt, kalt og veður vond þá er alltaf stutt í gleðina því hún býr innra með okkur. Brosum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2011 | 17:13
Verður þetta lúxus Íslendinga
Þegar sífellt er verið að hækka álögur á bensín og bifreiðaeigendur þá er stóra spurningin hvort að bensínið verði ekki bara fyrir fáa útvalda. Hinir verða bara éta það sem úti frýs því varla er hægt að komast leiðar sinnar almennilega í strætó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2011 | 17:44
Bæjarfjall Kópavogs
Kópavogur liggur við Kópavog og Fossvog en á land sem teygir sig austur að Heiðmörk og síðan er land við Bláfjöll. Það er svo sem ekkert bæjarfjall við dyrnar á bæjarfélaginu en þar sem Bláfjöll liggja í landi bæjarins eru Bláfjöll þá ekki bæjarfjall Kópavogs?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2011 | 17:59
Ekki seinn vænna
Það er komið að því að taka fram golfkylfuna enda ekki nema -4° úti.
Því má bæta við að golf er einstaklingsíþrótt þar sem í raun er ekki hægt að kenna nema sjálfum sér fyrir lélegan árangur. Þegar fréttir af Sparisjóð Svarfdælinga eru skoðaðar betur þá ætla stjórnendur einmitt að senda reikninginn vegna lélegrar stjórnunar á fólk sem virðist hafa verið blekkt við kaup á stofnfé í bankanum. Hitt athyglisverða er að stofnféið hefur verið afskrifað en samt er send rukkun fyrir skuldinni. Jón Ásgeir hefur ekki fengið neina almenna rukkun þrátt fyrir að vera ábyrgur fyrir skuldum upp á rúmar 1000 miljónir og 365 miðlar senda út frétt um að þeir ætli ekki að borga af lánum árið 2011. Það eina sem ég get sagt er NEI TAKK.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)