Tignaleg

Þrátt fyrir kulda og trekk er Esjan alltaf tignaleg. Það sem mér finnst samt alltaf skrýtið er að af hverju er ekki meira gert úr Esjunni sem bæjarfjalli Reykjavíkur?

Það er tignalegt, fallegt og vinsælt útivistarsvæði. Samt er það sjaldan nefnt í sömu mund og fjallað er um Reykjavík. Á því mætti alveg verða breyting.

Esjan


Sól hækkar á lofti

Sólin hækkar á lofti en veturinn er ekki búinn. Þegar elst er við þingmenn VG sem líklegast vilja ekki slíta ríkisstjórninni (enda Svavar Gestson búinn að gefa út hvað skal gera) þá er þessi mynd besta táknmynd málsins.

Sólin er í fjarlægð og við vitum að hún hækkar á lofti en þau vilja viðhalda hráskinnleikanum.

dsc00457.jpg


Kerti eða ljósapera

Bob Dylan sagði eitt sinn þau fleygu orð: "Að allir ættu að hafa á sér ljósaperu" (Everybody should carry a lightbulb).

ESB er ekki alveg sammála enda vilja þeir að aðeins séu notaðar sparperur. Þær eru nú þegar 3x dýrari en glóperan og þar sem einokun er á þeim á ESB markaði þá hækkar hún enn frekar. Rökin á bakvið það voru að þær eyða minna rafmagni og endast betur. Á móti eru þær ekki umhverfisvænni. Ætli það verði ekki bara val á milli kertis og ljósperu í ESB löndum?

 

Kertið og peran.jpg


Vinnandi hendur!

Það á vel við í dag að tala um vinnandi hendur þar sem svo margir halda aftur til vinnu eftir frí um áramótin. Þrátt fyrir skattahækkanir og aðrar hækkanir þá er fólk tilbúið að vinna. Langflestir vilja vinna eitthvað en því miður eiga margir erfitt með að fá vinnu þessa dagana.

 

dsc00454.jpg


Grámygla hversdagslífsins

Nú tekur aftur við grámygla hversdagsins. Veðrið í dag var alveg í takt við það. Passar líka vel við pólitíska umræðu sem snýst um allt annað en það sem skiptir máli.

 

dsc00453.jpg


Nýtt ár!

Nýtt ár með nýjum vonum. 2010 farið og 2011 komið. Gleðilegt ár!

 

DSC00436

 


Ótti leiðir af sér lélegar ákvarðanir

Það virðist sem einleikur Jóhönnu sé að setja allt út af borðinu. Ótti er aldrei gott stjórntæki hvort sem maður óttast sjálfur eða vill að aðrir óttist. Tími Jóhönnu er (endanlega) liðinn enda tekur manneskjan afar slæmar ákvarðanir. Spurningin er ekki hvort upplýsingar mættu ekki koma fram heldur hvernig þetta er sett fram. Jóhanna setur þetta fram án samráðs við ríkisstjórn eða Steingrím. Hvergi koma fram hugsanlegar mótaaðgerðir sem milda áhrifin, einungis máluð versta mynd.

Ætla að taka tvö dæmi úr sögunni sem gefa skýra mynd af því þegar ótti ræður ekki ákvörðunartöku. Þegar Þjóðverjar bombuðu London eins og gatasigti þá gáfust þeir samt ekki upp, þótt litlu mætti muna. Þá blés forsætiráðherrann lífi í þjóðina með stórkostlegum ræðum. Hélt þjóðinni einbeittri og samheldri. Jóhanna gerir ekkert af þessu.

Annað dæmi er þegar Rússar sigldu með kjarnorku til Kúbu. Þá settu Bandaríkjamenn línu sem ekki mátti sigla yfir. Rússar sigldu samt yfir hana. Hvað gerðist þá? Lína var bara færð. Endinn var sá að Rússar sneru við en inntakið er það er enginn heimsendir þótt 24. október komi og ekki búið að semja um Icesave.

Við eigum ekki að óttast og hvað þá að sýna ótta okkar í samningaviðræðum. Það er skondin tilviljun að um leið og grein eftir mig birtist í Mogganum um áhrif af ótta á stjórnun þá koma öll merki hennar í ljós sama dag.

Óttist eigi


mbl.is Alvarlegar afleiðingar af frekari töfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fæ hroll

Loksins virðist rofa til á stjórnarheimilinu og koma skal með lausnir til að komast á móts við skuldara í landinu. Tvær tillögur hafa verið settar fram, önnur af félagsmálaráðherra og hin af Íslandsbanka.

 Í báðum tilvikum fæ ég hroll. Hvorug er nálægt því að vera leiðrétting fyrir skuldara og í raun bara brellur. Eins og félagsmálaráðherra kynnir sínar tillögur þá situr skuldarinn eftir í mun verri afstöðu en að sitja heima og gera ekkert. Þegar skuldir eru gerðar upp við fyrirtæki eins og gert var við Moggann þá er strax afskrifað enda annað alger steypa og setur skuldarann í mun verri stöðu. Þessi leið félagsmálaráðherra gæti þýtt hækkun skuldarinnar um þriðjung. Auk þess verður engin ástæða til að hækka laun sín því fjórðurngur af hækkuninni færi í hærri greiðslu skuldar, fáránlegt.

Tillaga Íslandsbanka er skárri en samt líka flagð undir fögru skinni. Þar er ætlunin að bjóða óverðtryggð lán í staðinn og til að komast á móts við skuldarann er gerð hófleg niðurfærsla. Sé hins vegar dæmið skoðað eins og við verðtryggt lán þá lækkar höfuðstóllinn um 10% þannig að skuldarinn tekur á sig 2/3 hækkun verðbóta sl. 2 ár. Getur það talist sanngjörn lausn? Auk þess þá kom ekki fram hverjir vextirnir yrðu á nýja láninu og ef vextirnir eru breytilegir þá er alveg eins víst að betur sé heima setið.

NEI ekkert annað en leiðrétting kemur til greina. Annað er bara verið að hengja í ólinni og setja skuldara þessara þjóðar í enn verri stöðu en þeir voru


mbl.is Borgað af lánum eftir tekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í áttina en alls ekki nóg

Þótt vissulega sé gott að settir séu fyrirvarar og reynt að komast á móts við almenning svo hann þurfi ekki að bera allar þessar byrðar af Icesave þá er þetta samt ekki nóg. Er sammála Framsóknarmönnum að sterkari lagaleg rök þurfa að fylgja og við þurfum að vera viss um að geta sótt málið hér á landi en ekki í Bretlandi.

Ætla ekki að hrósa þingmönnum fyrir að komast að samkomulagi þar sem grauturinn stóð í stjórninni en ekki stjórnarandstöðunni að komast að niðurstöðu. Get samt ekki betur séð en hér er verið að leggja upp með nýjan samning og hvers vegna í ósköpunum ættu Bretar og Hollendingar að samþykkja það, hafa ekki viljað það hingað til. 

Það sem stendur upp úr er alger höfnun á samningnum og nú hljóta Svavar, Indriði, Steingrímur og Jóhanna að líta í eigin barm og spyrja sig hvort ekki sé kominn tími á að vinna með fólki og hætta þessum einræðistilburðum með hroka og yfirlæti. Nú skiptir mestu máli að sýna samvinnu og viðurkenna að framkvæmdavaldið er að þjónusta almenning en ekki öfugt.

Skríðið upp úr hjólförunum og standið við stóru orðin síðan í vor.


mbl.is Full samstaða um Icesave í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru jólin komin?

Þetta er eins og kaupa jólagjöf á aðfangadag rétt fyrir lokun. Gæti reddað þér en er alltaf frekar slappt og sést í gegnum það. Held það verði öllum holt að lesa þessa grein því hún er skrifuð eins og fyrir íslenska pólitík en samt hefur margt af þessu ekki verið sagt í íslenskum fjölmiðlum!!!

Hvernig ætli standi á því? Til að mynda er þarna sagt að niðurskurður næstu 3 árin verði 30% í ríkisfjármálum. Í íslenskum fjölmiðlum hefur ekki verið rætt á þessum nótunum og miðað við þessa tölu þá erum við að tala um mun hærri raunlækkun vegna verðbólgunar. 

Frestun á afgreiðslu AGS stafar einungis vegna vandræða hjá stjórnvöldum að koma með raunhæfar niðurskurðartillögur en ekki vegna þess að ekki sé búið að samþykkja Icesave. Ríkisstjórnin er bara að troða í gegn þessum samningi og heldur að hún sé búin að tapa verði hann felldur.

Slík óttastjórnun kemur alltaf í bakið á fólki og skilar engu nema meiri vandræðum. Þinn tími er kominn Jóhanna!

Farvel.


mbl.is Jóhanna á vef Financial Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband