25.7.2009 | 01:10
Innantómt gljáfur og lítill lærdómur
Allt froðusnakkið með þessari frétt er alveg í anda Dags og ríkisstjórnarinnar. Innantómt og lítill lærdómur af ástandinu. Það á að eyða 10 miljónum í að skipa nefndir og hópa til að vinna þessa áætlun - á fólkið að vinna sjálfboðavinnu? Ekki vinnur nefndin í sjálfboðavinnu og hversu stór hluti af 10 miljónunum fer í laun þeirra? Hvað um ferðir, efniskostnað og fleira?
Heitir þetta ekki að byrja á öfugum enda? Væri ekki betra að átta sig á blöðrunni sem sprakk á síðasta ári áður en farið er aftur af stað með fyrirheit um eitthvað æðislegt og meiriháttar. Þetta er bara sama loftbólan.
1000 miljónir í aðildarumsókn á ári í þrjú ár sem í dag verður líklega felld en 10 miljónir fyrir fólkið í landinu og framtíð þess. Þessi ríkisstjórn er ekki bara að gera í brækurnar upp fyrir haus hún er farin að ata saurnum um allt. Talað var um 18 ára stjórnartíð íhaldsinsog afleiðingar þess en á aðeins hálfu ári hefur þessari stjórn nánast tekist að sökkva landinu endanlega með aðgerðum sínum. Þessi nenfd sýnir bara toppinn á vitleysunni og hversu lítið þessi ríkisstjórn hefur upp á að bjóða.
Algerlega vanhæf ríkisstjórn sem ætti ekki að fá einn dag í viðbót.
ÞJÓÐSTJÓRN STRAX!
![]() |
Ísland skipi sér á ný í fremstu röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 01:02
Sannleikurinn um aðildarviðræður
Það vantar allan sannleikann um aðildarviðræður. Sem betur fer eru menn sem þora að segja sannleikann eins og Ásmundur í VG. Það er verið að sækja um til að komast inn, ekkert annað. Þetta snýst ekki um að athuga hvað við getum fengið heldur er verið að sækja um til að fá aðild.
Allt annað tal er bara sami útúrsnúningurinn eins og Samfylkingin heldur að hún komist upp með. Það er sannleikur að fari nefnd í aðildarviðræður með vilja þjóðarinnar að baki þá stendur sú nefnd mun sterkar að vígi. Sú nefnd færi líka með vissu um góða niðurstöðu, því sú staðreynd að sterkt hugarfar skilar góðri niðurstöðu en veikt hugarfar skilar slæmri niðurstöðu. Nákvæmlega það gerðist hjá Icesave nefndinni, hún fór með veikt hugarfar og niðurstaðan var í samræði við það.
Þessa ESB tillögu ætti því að fella því sú nefnd sem fer verður alltaf veik. Hûn myndi hafa veikan meirihluta þings á bakvið sig, hún hefur ekki vissu um vilja þjóðarinnar um aðild og hefur ekki skýr markmið til að fara eftir. Niðurstaðan verður alltaf veik fyrir þjóðina og víst að slíku verður hafnað, enda liggur það alveg fyrir að þjóðin hefur alltaf síðasta orðið um að ganga í ESB.
Nokkrar staðreyndir í lokin um hvers vegna ESB aðild er slæm fyrir Ísland:
1. Við erum yngri heldur en ESB aðildarríkin. Sem þýðir að við eftir ca. 20 ár borgum við meira en við fáum út úr aðildinni að ESB. Ûtreikningur er þannig að þar sem við erum yngri þá eru fleiri vinnandi hendur sem skila inn í sameiginlega sjóði.
2. Ef við förum núna í ESB þá munum við ekkert læra af þessu hruni núna og lenda í annarri kreppu eftir fá ár (sjö ár er oft miðað við í hagfræðinni). Þetta byggi ég á því að komi til aðildar þá myndast mikil spenna svipað og gerðist í Lettlandi, Póllandi og fleiri löndum. Við það ástand er hættan að gleyma mögru árunum.
3. Landsbyggðin (fyrir utan bændur) mun hagnast á aðild. Veit að þetta er þvert á það sem andstæðingar segja en samt mín trú en gleymum því samt ekki að 2/3 landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu og þeir tapa sbr. færslu 2. Að hluta má skýra þetta með því að skilgreining á byggð og jöfnuður milli svæða er betur skilgreindur í ESB sem skilar landsbyggðinni meiru t.d. í með styrkjum.
4. Fiskveiðar grannríkja eins og Breta, Spánverja, Portúgala mun ekki eiga sér stað í eins miklum mæli og menn halda. Hins vegar breytir það ekki handónýtri sjávarútvegsstefnu ESB og það hverjir taka ákvörðun um kvóta er algerlega ósættanleg.
5. Ísland mun verða eins og Hawai er í Bandaríkjunum. Eyja út í hafi sem gott er að vera en hefur ekkert umfram það. Með öðrum orðum - Ísland verður svefneyja.
6. Meirihlutinn ræður alltaf í ESB. Það að Ísland hafi svo mikið að segja um reglur og fleira er frekar hjákátlegt. Þetta verður svaka vinna að fá aðra til að hlusta á sig ef ætlunin er að koma eitthverju í gegn. Verður það ekki bara dýrara en núverandi utanríkisstefna?
7. ESB er meira en viðskiptabandalag. Bandalag sem sækist eftir sameiginlegri stjórnarskrá er meira en viðskiptabandalag. Enda hafa flest viðskiptabandalög þann hátt að lækka tolla og auka frelsi í viðskiptum en ekki að innleiða reglur og fleira í þeim dúr (einn af göllum EES samningsins).
Þess vegna segi ég nei við ESB og finnst að þingið ætti að fella þessa tillögu. Komast að vilja þjóðarinnar. Sé vilji hjá henni þá leggja fram sterk skilaboð og sækjast fast eftir þeim. Fyrr er enginn grundvöllur að ESB aðild.
![]() |
Klækjabrögð eða nauðsyn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 20:57
Af hverju heyrist ekkert um sparnað í utanríkisráðuneytinu?
Það er alveg með ólíkindum að ekkert heyrist um sparnað í utanríkisráðuneytinu. Þar liggur alltof hár kostnaður miðað við það sem því er ætlað að skila þjóðinni.
Lettar hafa farið þá leið að loka sendiráðum og af hverju geta Íslendingar það ekki líka. Auðveld sparnaðarleið. Segið Össuri bara að við höfum ekkert að gera við öll þessi sendiráð og ræðismannaskrifstofur ef við förum í ESB því þeir munu sjá um þetta eftir það (kannski).
Hér er svo greinilegt að ríkisstjórnin ræður ekkert við þetta og allar hugmyndir snúa að sköttum og að draga allann mátt úr fólki. Því miður var búið að vara við þessu fyrir kosningar en sjálfstraust þjóðarinnar var ekki meira en þetta. Það kaus yfir sig fólk með lítið sjálfstraust, lélega sjálfsmynd og halda að völd geri þau eitthvað merkilegri.
Ofan á allt þá gleymdu þau að þjónusta þjóðina sína.
Þjóðstjórn strax!
![]() |
ÖBÍ: Siðlaus tekjulækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2009 | 23:57
Hefur eitthver sýnt fram á að hann geri það ekki?
Steingrímur það er þitt hlutverk að sýna okkur fram á að samningurinn geri það ekki. Eftir því sem ég fæ best séð og heyrt þá hefur enginn gert það. Hvernig stendur á því?
Áhættan er miklu meiri en sættanlegt er í þessum samningi, fyrir utan það að hann er með öllu óásættanlegur.
Ábyrgð þín Steingrímur á þessum samningi er of mikil til að hægt sé að kenna öðrum um. Hvernig ætlar þú (eða arftaki þinn) að svara því eftir 7 ár, 10 ár eða 15 ár hvort samningurinn stofni ekki Íslandi í hættu. Líttu aðeins lengra, takk fyrir.
Í upphafi skyldi endinn skoða.
![]() |
Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2009 | 23:34
En hvað um niðurskurð?
Flestar tillögur sem hafa komið fram hjá þessari ríkisstjórn snúa að skattamálum og að hækka skatta.Á mínu heimili er lítið borðað af þessum vörum svo eina sem ég fæ er bakreikningur vegna verbólgunnar að hækka lánin mín. Afskaplega lítið kemur fram um niðurskurð eins og t.d. að snarminnka utanríkisráðuneytið sem myndu ekki hækka lánin mín. Nei getuleysið er algert.
Það kemur ekkert að viti frá þessari ríkisstjórn. Hún lýgur, bíður, sveigir sannleikann og kennir öllum öðrum um ófarirnar. Því miður - það trúa orðið afskaplega fáir orðið á ykkur og hæfni ykkar til að stjórna landinu.
Held þið skötuhjú Jóhanna og Steingrímur ættu að hafa manndóm í ykkur og viðurkenna að þið ráðið ekkert við ástandið. Þið eruð ekki hæf í að stjórna landinu. Verið meiri en þeir sem á undan ykkur voru og segið af ykkur. Þetta er hvort eð er búið spil.
Þjóðstjórn strax!
![]() |
Skattur á kex og gos í 24,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.6.2009 kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2009 | 18:22
Hvernig er hægt að samþykkja samning sem maður ekki séð
Það er alveg með ólíkindum að ríkisstjórnin ætlist til að alþingismenn samþykki samning sem þeir hafa ekki séð. Fá aðeins meginatriðin. Var það ekki þannig sem bankarnir plötuðu fólk upp úr skónum?
Hvers lags liðleskjur eru þingmenn eiginlega. Ætla þeir virkilega að skuldsetja þjóðina upp í rjáfur með samningi sem þeir hafa ekki séð? Ekki einu sinni samviska mín myndi leyfa mér að gera við samning sem ég væri að gera fyrir mig persónulega en að gera slíkt fyrir heila þjóð.
SKANDALL sem er út fyrir öll velsæmi mannlegs veruleika og þekkist hvergi nema í bananalýðveldum.
![]() |
Ekki ríkisábyrgð á leynisamning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.6.2009 | 00:47
og verður enn verri með þessa ríkisstjórn
Það er deginum ljósara að þessi ríkisstjórn er engann veginn að fást við vandann á annann hátt en að bregðast við dags daglega.
Hvað sköpun áhærir kemur ekkert að viti og öll hugmyndavinna í lágmarki. Það er ráðist á þá sem leyfa sér að gagnrýna aðgerðaleysið án þess að færa rök fyrir því af hverju ekkert er gert (það er bara öðrum að kenna og við berum enga ábyrgð).
Einmitt með þessu aðgerðaleysi þá verður hagvöxtur minni 2011 og 2012 o.s.frv. Þetta tengist allt og allt hefur sínar afleiðingar. Þannig að ekki er nóg að bregðast við heldur þarf eitthvað meira til.
Hvenær eigum við von á slíkri stjórn? Jú með þjóðstjórn.
![]() |
Horfur um efnahagsbata verri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 00:48
Ríkisstjórn í klemmu
Hin raunverulega fyrirsögn á að vera að ríkisstjórnin sé í klemmu. Ef hún stendur sig ekki í niðurskurðinum og að halda rétt á spöðunum þá verður ekkert rými fyrir vaxtalækkun segir AGS. Þetta er alveg rétt mat hjá þeim. Í stjórnarsáttmálanum er ekkert gefið almennileg út um þetta eða nein fyrirheit sem gefa til kynna hvað eigi að gera. Hins vegar óljóst og loðið orðalag um að þetta og hitt eigi að gera. Það er bara engann veginn nægjanlegt fyrir AGS eða hvað þá fyrir þjóðina. Út á þetta gengur gagnrýni AGS en ekki Seðlabankann sem slíkann.
Smá dæmi í lokinn um bullið í stjórnarsáttmálanum að koma eigi á stjórnmálasambandi við Palestínu, sem þarf ekki að vera vitlaust nema hvað ætlunin er að sækja um ESB aðild og verði hún samþykkt þá slitnar upp úr þessu stjórnmálasambandi þar sem stefna ESB ræður. Hver er þá tilgangurinn?
Þetta dæmi er bara um vanhugsaðan stjórnarsáttmála þar sem sett er inn ýmislegt en ekki hugsað til enda.
![]() |
Seðlabankinn í klemmu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 00:40
Fjöldi orða er ekki rökstuðningur
Þetta er alveg ótrúlega löng frétt sem fjallar um allt annað en fyrirsögnin segir til um. Fyrir það fyrsta þá kemur enginn rökstuðningur með greininni um af hverju er verið að sækja um. Af því bara er ekki rökstuðningur og ekki heldur að þetta er bjargræðið. Málefnalegan rökstuðning sem fær fólk til að skilja og taka afstöðu er alls ekki til staðar.
Í annan stað þá skammaði AGS stjórnina í dag all illilega með því að benda á að ekki væri hægt að lækka stýrivexti nema sjáanlegar leiðr í niðurskurði séu til staðar. ESB umræða kemur ekki í veg fyrir niðurskurðinn eða slær ryk í augu fólks þannig að það missi af kjarnanum þar.
Hef sagt áður að þessi ríkisstjórn er andvana fædd og það kemur betur í ljós með hverri klukkustundinni. Hef áður gefið henni tvö ár en er farinn að halda að tveir mánuðir sé of mikið.
![]() |
Rökstuðninginn skortir ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 22:29
Er þá nokkur sannleikur fyrr en öll kurl hafa komið til grafar
Þessi orð Steingríms segja allt sem segja þarf um hvernig búið er að misnota ástandið.
Fyrir það fyrsta er voða einfalt að kenna einum manni (einum flokki) um allt sem miður fer áður en sannleikurinn er allur sagður. Nú er hægt að segja að ekkert sé búið nema allt sé búið en hvernig er þá hægt að kenna um þegar ekki eru öll kurl komin til grafar?
Við erum að verða vitni að stjórn sem finnst í lagi að brjóta stjórnsýslulög og er í raun andlýðræðisleg sbr. þegar Jóhanna var dæmd fyrir að brjóta stjórnsýslulög fyrir jól. Við erum að verða vitni að stjórn sem segist ætla vera verkstjórn og slá skjaldborg um heimili og fyrirtæki en eyðir mesta púðrinu í allt annað t.d. eineltisleik við einn mann sem á að hafa gert þjóðinni allan heimsins skandal (og það áður en nokkur rannsókn hefur sýnt fram á það). Við erum að verða vitni að stjórn sem fellur strax í sama pyttinn og fyrirrennararí spillingu sbr. að fyrsta verk hennar var að skipta um stjórn LÍN og setja vini sína í stjórn (sem síðan hefur ekki komið með nokkurn skapaðan hlut. Ef þetta heitir ekki spilling þá má ég hundur heita).Við erum að verða vitni að stjórn sem finnst í lagi að gera lítið úr orðum annarra án þess að svara málefnalega fyrir sig sbr. grein Gylfa við skrifum Tryggva og þegar Jóhanna leit til Steingríms og hristi hausinn af fyrirlitningu þegar Sigmundur var að tala. Við erum að verða vitni að stjórn sem finnst í lagi að skuldarar landsins borgi upp eftir óreiðumenn og hinir sem ekki skulda í gegnum hærri skatta en komi vill ekki koma á móts við fólk á nýjan hátt heldur ríghalda í fræði sem sagan hefur sýnt að virkuðu ekki nógu vel.
Þjóðin hefur lent í hremmingum og greinilegt að eftir situr lítið sjálfstraust. Hûn hefur ekki burði til að rífa sig upp og leitar á náðir öldunganna. Þessir öldungar skila þó litlu og seint.
ANDVANA FÆDD RÍKISSTJÓRN
Guð hjálpi Íslandi
![]() |
Ekkert búið nema allt sé búið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)