Alltof veik markmið

Það sem stingur helst í augu við þessa frétt er hversu veik markmiðin eru. Ef týnum til það helsta:

- Atvinnuleysi á ekki að minnka að ráði fyrr en í lok næsta árs en ekki nema helmingast næstu fjögur árin.

- Það stendur ekkert um hvernig eigi að skapa þessi störf eða koma í veg fyrir fjármagnsflóttann (í hverju ættu fjárfestar eiginlega að fjárfesta)

-  Verðbólga verði ekki yfir 2,5% í lok 2010 þýðir í raun að ekki eigi að spýta í fyrr en eftir það (lufsast áfram þangað til án afgerandi aðgerða)

- Það stendur að þurfi 4-4,5% hagvöxt til að þetta náist en á á hvaða ári? Öllum? (ljóst er að samdráttur verður í ár)

- Hvernig getur gjaldmiðill verið stöðugur ef á að styrkja hann umtalsvert? Við hvað er miðað, Evra 130 krónur í eitt ár? Tvö ár?

- Allar aðgerðir eru miðaðar við upptöku Evru og að Ísland gangi í ESB. Er þjóðin endilega á þeirri leið?

 

Niðurstaðan er hrákasmíð sem segir eiginlega ekkert. Veikt plagg þar sem vantar:

- Hvaða aðgerðir verður farið í fyrir atvinnulífið

- Hvaða aðgerðir verður farið í fyrir heimilin

- Hvert er augnakonfekt fjárfesta til að vilja fjárfesta

- Hvenær á að afnema gjaldeyrishöftin og hversu lengi á að vera með krónuna

- Hver er stefnan gagnvart umhverfismálum og stóriðju, olíuleit, virkjunum o.fl.

 

Nei ekkert svona í gangi

 

ÞESSI RÍKISSTJÓRN ER ANDVANA FÆDD


mbl.is Atvinnuleysi verði undir 8% fyrir lok árs 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túlkun skoðannakannanna

Það er alveg sér kapituli hvernig skoðannakannanir eru túlkaðar í fjölmiðlun.  Hélt nú að blaðamenn hefðu þekkingu á skoðannakönnunum og hvað þær væru að segja.

Svo virðist alls ekki vera. 

Það sem má túlka úr þessari könnun er að VG sé að bæta við sig frá síðustu könnun en Samfylkingin dalar. Sjálfstæðisflokkurinn dalar líka en önnur framboð bæta við sig. Með öðrum orðum þá er hreyfing á fylgi flokkanna og lítið hægt að túlka að þetta verði niðurstaða kosninga.

Það sem síðan má bæta við er hversu hátt hlutfall svarar ekki eða um 40% (vaninn var að ná svarhlutfalli í 65% en nú látið nægja rétt rúmlega 60%). Auk þess er þetta blanda síma og netkönnunnar og lang líklegast skekkja sem sínir vel hvar unga fólkið kýs en yfirleitt vantar í þetta eldra fólk. Um þetta fjalla fjölmiðlar ekkert enda með öllu vanhæfir að fjalla á hlutlægan og málefnalegan hátt um ástandið.

Loks vil ég bæta við þetta að ekkert af þessum flokkum er hægt að kjósa.

VG hafa meiri áhuga á að kenna okkur að ala börnin okkar en að fæða þau.

Samfylkingin leggur ekkert til að heldur að ESB umsókn sveipi töfraljóma yfir landið

Framsókn leggur eitthvað til en á erfitt með að aftengja sig gömlum syndum

Sjálfstæðisflokkurinn er upp í haus af gömlum syndum og tekur ekki nógu afgerandi afstöðu til hlutanna

Borgaraflokkurinn er gott málefnalegt innlegg en ekki sannfærandi 

Frjálslyndir eru horfnir í eigin rifrildi og koma ekki með neitt ferskt

Lýðræðishreyfingin er Ástþór og einn daginn segir hann af viti en missir sig næsta

 

Ætli sé ekki bara best að sitja heima og kjósa svo eftir tvö ár


mbl.is VG í sókn - Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum ekki - sitjum heima

Réttast væri fyrir þjóðina að mæta ekki á kjörstað og kjósa ekki. Ef meirihluti þjóðarinna mætir ekki á kjörstað hlýtur það að vera skilaboð um þjóðstjórn, sem er hið eina rétta í stöðunni núna.

Það er alveg ljóst að alþingismenn ráða engann veginn við ástandið. Þeir karpa í mál sem skipta þjóðina máli en líka um mál sem skipta þjóðina engu máli. Eftir situr þjóðin milli vonar og ótta og bíður eftir aðgerðum sem ekki koma. Á næsta þingi geta þingmenn síðan eytt tíma sínum í að bæta stjórnlögin og læra að þeir eiga að hlutverk þeirra er að þjóna þjóðinni en ekki öfugt. Vanvirðing alþingismanna og stjórnarinnar gagnvart almenningi er alger og til háborinnar skammar.

KJÓSUM EKKI


mbl.is Stefnir í sigur „málþófsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf ekki samræmi milli eigin fjármála og ríkisins?

Þegar fjármál flokkanna voru fyrst birt þá var athyglisvert hversu illa þeim gekk að fjármagna sig og áttu litlar eignir. Þegar einstaklingar sækja um starf í banka er ætlast til þess að fjármál þeirra séu i lagi.

Fjórir flokkar af fimm skulda meira en eignir. Síðast þegar tillit var tekið til þess þá heitir það að hafa ekki fjármálin í lagi, sem sagt gjaldþrota. Hvernig eigum við að geta treyst þess flokkum fyrir ríkisfjármálum ef þeir geta ekki einu sinni staðið sig í eigin fjármálum?

Það er alveg ljóst að flokkakerfið á Íslandi er algerlega gjaldþrota og verkefni þjóðarinnar er að tryggja nýtt og betra lýðræðisform þar sem framkvæmdavald og löggjafavald er aðgreint mun sterkar en gert er í dag.


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar liggja þín mistök Ingibjörg

Eins og við var að búast af sandflokknum þá virðist engan veginn hægt að viðurkenna sín mistök. Allt liggur í jaðri annarra. Geir hafði þó þann manndóm að segja hvað hann greina hvar hann telur vera upphafið og játa mistök. Ingibjörg hinsvegar greinir upphaf og allt öðrum að kenna.

Staðreyndin er samt einföld: Bannvæna blandan var hversu mikinn aðgang stjórnmálamenn hleyptu aðilum viðskiptalífsins að sér. Trúðu þeim og treystu í blindni. Þar sitja Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn öll jafnt að vígi og bera sameiginlega ábyrgð á niðurstöðunni - bankahrun. Að geta ekki viðurkennt það er fáránlegt og enginn þessara flokka hafa enn komist nálægt því að viðurkenna það.

Svona að lokum um spillingu: Hvað annað er spilling en skipan nefnda í LÍN og peningastefnunefnd Seðlabankans. Allt flokksmenn stjórnarflokkanna - HVERNIG VÆRI AÐ BYRJA Á AÐ HÆTTA SLÍKRI VITLEYSU OG RÁÐA FÓLK EFTIR HÆFNI. Þá fyrst færðu gagnsætt stjórnkerfi sem byggir á reynslu og getu fólks - spillingarlaust.


mbl.is Átti að gera skýrari kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin er byggð á sandi

Auðvitað brotnaði Samfylkingin innan frá.

Allt sem flokkurinn stendur fyrir og lætur frá sér er byggt á sandi. Sigmundur hitti á réttu orðin er hann líkti flokknum við loftbólu.

Framkoma Jóhönnu við hugmyndum til lausnar er til háborinnar skammar og rök hennar hvers vegna standast enga veginn. Hún tekur afstöðu út frá gögnum sem eru ekki lýsa nógu vel ástandi heimilanna sbr. gögnin frá Seðlabanknum um íbúðalán.

Össur samkvæmt nýjustu fréttum virtist hlaupinn strax eftir hrunið og það er ekki nema von að lítið gerðist hjá stjórninni því annar helmingurinn virtist vera með hugann allt annarsstaðar en að leysa málin.

Athyglisvert er líka að nýja stjórnin hefur ekki lagt neina nýja tillögu fram um lausn mála. Allt sem hefur verið gert eru tillögur sem komu í haust.

Sjálfstæðisflokkurinn ber auðvitað mikla ábyrgð og hefur svona klórað sig aðeins í áttina að biðjast afsökunar en nándar hvergi nóg. Of margir þingmenn eru enn þarna sem ættu að sjá sinn þátt í þessu. Það á hins vegar við um alla flokkana sem eru með menn á þingi.

Það breytir ekki þeirri staðreynd að flokkur sem er byggður á sandi og eltist við skoðannakannanir, í þeim sem hæst heyrist er ekki traustvekjandi flokkur. 


mbl.is Samfylkingin brotnaði undan storminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var svona erfitt að viðurkenna það?

Betra er seint en aldrei.

Það tók sinn tíma að viðurkenna mistökin við einkavæðinguna. Geir hafði þó manndóm í sér að biðjast afsökunar og það er gott en ekki nægjanlegt. Fleiri þingmenn hefðu mátt fara og sýna manndóm sinn í því.

Munu fleiri fylgja í kjölfarið? 

Spennandi að sjá


mbl.is Mistök gerð við einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattleggja smáaura

Það er með ólíkindum að telja 500 þús vera hátekjur á Íslandi. Slík laun myndu ekki duga hjónafólki með 2 börn til að sjá fyrir sér ef þau vildu eiga eigið húsnæði (sem flestir eiga). Er þetta skjaldborgin um heimilin ???

Hvernig dettur Steingrími í hug að hinn almenni vinnumaður samþykki að fá yfir 500 þús þegar útborguð laun lækka um 15 þús krónur við það. Þetta er stefna sem miðar ekki að öðru en að gera Ísland að lágtekjusvæði og enn síður eftirsóknavert að búa hér. Hinum norðurlöndunum er þetta mun hærra og nær væri að miða við miljón á mánuði eða meira. 

Við þurfum hvata til að vinna og sjá ávinningin. Hér er verið að drepa hann.


mbl.is 3% skattur á 500 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er vonarneisti okkar?

Obama er duglegur að tala til fólksins og gefa því von. Stjórnmálamenn á Íslandi tala ekki við fólkið og gefa því von heldur óbragð í munninn þar sem flokkaveldið gengur fyrir.

Hvenær fær Íslenska þjóðin sinn vonaneista?


mbl.is Obama sér vonarneista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er mannelska stjórnarinnar?

Það er alveg ótrúleg atburðarás að þurfa kynna yfirtökuna á Spron og Sparisjóðsbanka. Margir hafa sagt að þetta sé ekki stjórnvöldum að kenna og auðvitað er það rétt. EN klúðrið við að kynna þessa yfirtöku er með ólíkindum. Það er eins og ákvörðun hafi verið tekin og strax í framhaldinu kynnt. Það hefði t.d. alveg mátt bíða með það til sunnudags og reyna ná í starfsmenn. Vinnan við yfirfærsluna hefði getað hafist þrátt fyrir að ekki væri búið að kynna það fyrir þjóðinni.

Stjórnin klúðrar algerlega að kynna málið og í heild sinni kemur ótrúlega illa út á fjölmiðlafundum. Láta eins og þeir viti allt það besta, aðrir eigi ekki að vastast í tillögum til lausna og kóróna allt með að gera lítið úr öðrum. Svona lætur bara fólk með lítið sjálfstraust og ljósárum frá því að vera leiðtogar.

Það má svo bæta við að svo virðist sem að VG hafi afritað stefnuskrána frá því fyrir tveimur árum en tekið út nokkra hluti. Ekkert nýtt og alveg jafn langt frá því að vera sannfærandi stefna til að koma okkur upp úr skuldunum.

Ég fer ekki ofan af því að næsta stjórn eiga allir flokkar að starfa saman. Við þurfum að vinna saman til að ná okkur upp úr þessu og þá er engin stefna rétt eða röng. Samvinna leysir málið. Í annan stað eiga ráðherrar ekki að sitja á þinginu heldur einbeita sér að stjórnuninni. Í þriðja lagi koma fram við aðra eins og þeir vilja að komið sé fram við sig.

 


mbl.is Tilfinningaríkur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband