Skattleggja smáaura

Það er með ólíkindum að telja 500 þús vera hátekjur á Íslandi. Slík laun myndu ekki duga hjónafólki með 2 börn til að sjá fyrir sér ef þau vildu eiga eigið húsnæði (sem flestir eiga). Er þetta skjaldborgin um heimilin ???

Hvernig dettur Steingrími í hug að hinn almenni vinnumaður samþykki að fá yfir 500 þús þegar útborguð laun lækka um 15 þús krónur við það. Þetta er stefna sem miðar ekki að öðru en að gera Ísland að lágtekjusvæði og enn síður eftirsóknavert að búa hér. Hinum norðurlöndunum er þetta mun hærra og nær væri að miða við miljón á mánuði eða meira. 

Við þurfum hvata til að vinna og sjá ávinningin. Hér er verið að drepa hann.


mbl.is 3% skattur á 500 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

500 þús á einstakling eða milljón á hjón.

og nei laun lækka ekki um 15 þús við að fara úr 500 þús í heildarlaun í 501 þús.

það eru tekin 3% aukalega af tekjum YFIR !! 500 þús.

þannig að við það að fara úr 500 þús í 501 þús þá eykst skattur um 60 krónum meira  en hann mundi gera annars.

 

Árni Sigurður Pétursson, 23.3.2009 kl. 23:12

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þetta er tekið beint úr fréttinni:

Þar er gert ráð fyrir 3% skatt tekjur einstaklinga yfir 500 þúsund krónur og hjóna sem hafa yfir 1 milljón á mánuð og 5% álag til viðbótar á tekjur yfir 700 þúsund krónur á mánuði hjá einstaklingum og 1400 þúsund krónur hjá hjónum.

Eitthvað á ég erfitt með að skilja íslensku ef "álag til viðbótar" þýðir eitthvað annað en þeir sem eru með meira en 700 þús borgi 5% hærri skatt en þeir sem eru undir 500 þús. Textinn með fréttinni passar engann veginn við það sem þú segir Árni. 

Steingrímur hefur talað um skattþrep og þessi útfærsla þýðir ekkert annað en hækkun skattprósentunnar. Að það verði einungis aukaálag upphæð sem er umfram upphæðirnar er alger steypa og verið að slá ryk í augun á fólki. Enda myndi slíkt ekki skila miljörðum í kassann.

Rúnar Már Bragason, 23.3.2009 kl. 23:43

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Þar er gert ráð fyrir 3% skatt tekjur einstaklinga yfir 500 þúsund krónur

hvað er svona flókið við þetta ?

Árni Sigurður Pétursson, 24.3.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband