6.9.2014 | 14:37
Ég ætlast til þess að vera ráðinn
Hvers konar píslavotta látalæti eru þetta í Reyni. Hann varð undir og þar með þessi aggresiva stefna þar sem sannleikurinn er aukaatriði sett út í kuldann. Ef þetta er svona eftirsóknaverð stefna ætti þá nokkuð að vera mikið mál að stofna nýtt blað sem fylgdi þessari stefnu?
Það væri mjög fróðlegt að leika sama píslavottinn og krefjast þess í hvert sinn sem ég sæki um starf að vera ráðinn. Ég meina, er nokkur annar betri en ég?
![]() |
Ég ætlast til þess að vera rekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2014 | 12:27
Að bera ábyrgð
Það er algengt stef í athugasemdakerfum að staðhæfa eitthvað án þess að viðmælendur fái að koma með andsvar í textanum. Það er líka þetta að skrifa greina, blogga og setja fram nafnlaust ákveðnar staðhæfingar án þess að viðmælendur fái að koma með andsvar eða þeirra sjónarhorn komi fram. Vissulega er þetta sett fram í þeim tilgangi að setja fram ákveðna skoðun og gera lítið úr skoðunum annarra.
Slíkt hafa sumir talið ábyrgðalaust nema komi fram undir nafni. Nýjasta dæmið eru Staksteinar Morgunblaðsins þar sem gefið er í skyn að atkvæði Pírata voru feig fyrir þögnina þar sem þagað er um úthlutun í nefndarsetu og ný störf sem virðast vera búin til vegna nýs meirihluta í Reykjavíkurborg. Þeir sem lesa Staksteinana dylst ekki að þetta er sett fram í þeim tilgangi að sýna fram á að nýr meirihluti er alveg jafn ógagnsær og fyrri meirihlutar, sem sífellt hafa verið sakaðir um spillingu.
Svar Píratans var að skora höfund Staksteina að koma fram og leggja 100 þúsund á mánuði í heilt ár í góðgerðastarfssemi. Engu er svarað um gagnsæið eða efnislega um það sem Staksteinar eru um. Hins vegar getur Píratinn ekki sleppt því að láta okkur vita hversu mikið hann er í nöp við núverandi stjórnvöld. Eitthvað sem hefur ekkert að gera með efnið Staksteina.
Það er alveg vitað mál að Staksteinar eru á ábyrgð ritstjórnar Morgunblaðsins og því hæg heimatökin að uppfæra það á ritstjórana. Þótt þeir skrifi ekki efnið þá er ábyrðin þeirra. Á móti má segja að Píratinn sýnir ekki ábyrgðafulla hegðun. Hann skorast undan að bera ábyrgð á gerðum sínum með að benda á annan. Því miður er slík hegðun alltof algeng og í raun gerð til að komast undan að bera ábyrgð á gerðum sínum.
Það getur verið voða sætt og hljóma vel að benda á ýmsa þætti sem betur mega fara. Ábyrgð fæst með að geta staðið undir hegðun sinni og ákvörðunum. Í tilefni Píratans þá ætlar hann ekki að bera ábyrgð í þessu tilviki. Ekkert frekar en aðrir borgarfulltrúar sem neita að svara hvers vegna kostnaður við stjórnun borgarinnar ríkur upp.
Að bera ábyrgð er að viðurkenna að hafa gert rangt en ekki bara sitja á kjötkötlunum. Hver vill vera fyrstur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2014 | 14:25
Hvaðan koma hugmyndirnar
Var að hlusta á þátt um atvinnuhorfur á atvinnumarkaði. Þar voru spekingar að setja fram skoðun sína um þessi málefni. Það sem vakti mesta athygli mína er að hversu þröngar hugmyndir þetta fólk hefur um atvinnulíf og oft i þversögn við sjálft sig.
Þannig er spekingur sem vinnur í ráðgjafastofu staðhæft hluti eins og svona sé markaðurinn og þessi hópur á minni möguleika o.s.frv. Það sem vakti samt mesta athygli mína var spurning frá umsjónamanni þáttarins sem spurði hvort að umsóknir sem byrjuðu á ártölum 6 og 5 í kennitölum væri einfaldlega ýtt til hliðar. Sem betur fer svaraði ráðgjafinn því neikvætt því fólk sem er fætt á ártölunum 6 er ekki enn orðið hálffimmtugt.
Líkt og fyrirsögnin gefur til kynna þá veltur maður fyrir sér hvaðan svona hugmyndir koma. Af hverju er fólk eftir fertugt (hvað þá fimmtugt) ekki hæfir starfskraftar? Hvers vegna ætti vinnuveitandi að hafna því að líta á slíkar umsóknir? Ekki veit ég um aldur spyrilsins en eitt er ljóst að spurningin var mjög þröngsýn og ekki í takti við atvinnumarkaðinn.
Er ekki full þörf á að opna á víðsýni þannig að svona hugmyndir deyji af sjálfu sér?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2014 | 13:06
Ekki kemur þetta á óvart
Þegar skoðuð eru gögn síðustu 20 ára yfir stofnrallið að vori þá kemur þessi tilhneiging fram. Alltaf þegar stofnvísitalan fer upp í 2-3 ár þá fer hún niður. Í raun má segja að það sé kominn spálíkan um niðurstöður í vorralli.
Það sem vantar inn í líkanið er að setja umhverfisáhrif. Hvaða áhrif hafa þau á fiskistofna?
Talnamælingar Hafrannsóknastofnunar munu rokka þetta á svipuðu bili þangað til umhverfisáhrif og önnur áhrif fá eitthvað vægi í líkaninu.
![]() |
2013 árgangurinn lítill |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2014 | 08:47
Hvert týndi síldinni?
Þetta er frekar furðuleg frétt. Það er eins og einhver hafi týnt síldinni. Líklegast hefur Hafrannsóknastofnun talið hana týnda en ekki alveg haft almennilega fyrir því að leita. Fyrst og fremst segir fréttin okkur hversu lítið er vitað um síldina og hvernig hún hegðar sér. Væri ekki nær að eyða meiri tíma í að fá betri skilning á hegðun síldarinnar?
Það er alveg ljóst að í allri veiðiráðgjöf er of lítið vitað um hegðun fiskitegunda hér við land til að hægt sé að byggja eingöngu á núverandi aðferð. Sá sem týnir síld er um leið að týna sjálfum sér. Er Hafrannsóknastofnun týnd?
![]() |
Týnda síldin fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2011 | 16:26
ESB áróður í auglýsingum
Hann er alveg stórfurðulegur áróður Já sinna í ESB. Að gefa út auglýsingar með staðhæfingum um eitthvað áður farið er að tala saman!
Hvað er það annað en foráttuheimskt.
Vilji menn hinsvegar henda peningum út um gluggann þá er þeim það leyfilegt en vonandi styrkir ESB sjálft ekki svona auglýsingar (því þjóðin þarf að borga til baka ESB styrkinn). Hvað varð um málefnalega umræður?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2011 | 16:17
Jól hjá áróðursmeisturum
Það má segja að nú séu jólin hjá áróðursmeisturum. Allt snýst um að fylgja sér að baki einum málstað - að vera með eða á móti - um það snýst málið. Reyna að sannfæra nógu marga um að þetta sé hið eina rétta.
Gallinn við það er að þá fær maður ekki upplýsta umræðu sem okkur samt vantar svo bráðnauðsynlega. Áróður um að samþykkja Icesave III hefur verið stöðugur í fjölmiðlum í allan dag en einnig hinna sem ekki vilja samþykkja.
Það versta er að settar eru fram upplýsingar t.d. fjárhæðir þótt enginn viti hvað það þýði. Þetta er engin leið til að meta hvort eigi að samþykkja eða ekki. Einnig að setja upp að samþykkja eða dómstólaleiðina. Það segir okkur ekkert um samninginn.
Málið er bara ef þeir sem vilja samþykkja Icesave III hafa eitthvað að selja þá vinsamlegast seljið okkur það án áróðurs eða spádóma. Þeir sem eru á móti eiga einnig að haga seglum þannig. Það er hið eina rétta.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2011 | 17:35
Tré í tilefni dagsins - tré lýðræðisins.
Ákvörðun forsetans var vel rökstudd og veigamestu rökin áttu vel við. Það var ekki nýtt þing sem samþykkti samninginn og hafði því ekki fengið umboð frá þjóðinni.
Alveg sama hver skoðun okkar er á samningnum þá standa þessi rök mjög sterk fyrir því að láta þjóðina um að ákveða þetta. Viðbrögð stjórnarinnar eru líka algerlega út í hött. Ef þau hefðu svona mikið að selja okkur með þessum samningi þá væru þau ánægð með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hafa þau eitthvað að óttast? Af hverju gefa þau sér niðurstöðuna fyrirfram?
Mín skoðun er að þjóðin hafni samningnum en það verði mjórra á muninum í þetta sinn.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2011 | 15:21
Aldarafmæli Háskólans
Háskóli Íslands er aldargamall í dag og hélt upp á það með fínni kynningu í skólanum. Margt var um manninn og gaman af þessu.
Nú er bara að halda áfram næstu hundrað árin.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2011 | 18:23
Að vera í skugga einhvers
Það er ótrúlegt að fylgjast með þeim sem eru á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave III. Þeir fara hamförum gegn síðunni kjosum.is og sjá svindl í gegnum hvað sem er. Alveg ótrúlegt að fylgjast með þessari vitleysu hjá þeim. Það má með sanni segja að þeir séu í skuggja sjálfs síns að eltast við skugga einhvers sem ekki er til.
Eins og það hafa farið fram margar undirskriftasafnanir síðustu 2 árin þá hefur enginn sagt neitt um það en núna allt í einu á það að verða eitt allsherjar meiriháttar svindl. Það má með sanni segja að vond ríkisstjórn er toppuð með enn verra stuðningsliði.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)