15.9.2014 | 10:04
Líklega enn síður ef enginn vinnufriður fæst
Ég hef aldrei skilið hvað fólk hefur séð við Hönnu Birnu því hún hefur ekki sýnt neina sérstaka tilburði sem gefa til kynna góða stjórnunarhæfileika. Þegar hún tók við borgastjóraembættinu þá tókst að koma á ró um tíma en það var samt enginn mælikvarði á hversu öflug hún væri.
Á móti má segja að það er búið að pönkast í henni ansi lengi og allt gert tortryggilegt sem hún gerir. Ég er viss um að hún gerir sitt besta og það er alveg ljóst að ekki er hægt að gera öllum til hæfis. Auk þess má nefna hvers vegna stjórnarandstæðan er svona upptekin að pönkast í konum. Það virðist stundum jaðra við karlrembupólitík. Það er ekkert sem gefur til kynna að konur séu að stjórna verr en hvernig er hamast í þeim daginn út og daginn inn er ekki til eftirbreytni.
Ef ætlunin er að bæta íslenska pólitík þá held ég að fyrsta skrefið væri að hætta að pönkast í fólki og koma með málefnalega gagnrýni á viðfangsefnið hverju sinni. Sjálfsagt er að hafa aðhald á störf opinberra starfsmanna en aðhald snýst ekki um persónu heldur málefni. Með því fengjum við kannski betri pólitík sem margir þrá en gera lítið til að bæta.
![]() |
Stjórnmálin engin endastöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2014 | 10:26
Já kominn tími til þess
Það er alveg kominn tími á sigur hjá Utd. Hvernig sem sigurinn fæst þá verður þetta skemmtun. Áfram Man.Utd :)
Talandi um krísur hjá Utd. þá hefur liðið einungis tapað einum leik meðan poolarar hafa tapað tveimur leikjum. Krísan er ekki meiri en svo að sem oft er nefndur helsti keppinautur er í jafn mikilli krísu. Ótrúlegt hvað blöðin geta blásið upp vitleysur.
Sumir segja líka að Chelsea sé þegar búið að rúlla þessu upp en hinu sömu ættu að átta sig á því að það eru einungis fjórir leikir búnir af tímabilinu og Chelsea lendir í vandræðum eins og aðrir. Þetta verður mun meiri spenna heldur en fyrstu leikir gefa til kynna.
![]() |
Vinnur United sinn fyrsta leik? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2014 | 11:37
Vona að Skotar kjósi frelsið
Vona svo sannarlega að Skotar kjósi frelsið því það yrði blaut tuska framan í ESB og Breska heimsveldið. Þessi mýta um sameignilega evrópu er draumur fárra þegar staðreyndin er sú að mun fleiri vilja búa í litlum sjálfstæðum einingum.
Þeir sem aðhyllast ESB og að stærra sé betra hafa furðulegar hugmyndir um tilveru fólks. Fólk safnast ekki saman undir merkjum einhvers af því að það er svo stórt og gerir svo mikið heldur af því að tilfinningar þess vilja tilheyra þessum hóp. Skotar skiptast greinilega í tvær fylkingar hvoru megin þeir vilja vera.
Ég trúi að sjálfstætt Skotland fari betur en undir núverandi samsteypustjórn. Þetta verður spennandi.
![]() |
Búa sig undir lokasprettinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2014 | 12:43
Hækkun í krónutölum segir ekki allt
Innkaup á mat er valkvætt og það má hliðra til. Allir útreikningar á hækkun innkaupakörfunar miða við óbreytt kaupmynstur. Samt sýnir sig, eins og í hruninu, að innkaup færast til sé erfiðara að ná endum saman. Það sama mun gerast hér. Þeir sem ekki ná óbreyttum innkaupum breyta þeim.
Á móti vantar alveg í umræðuna að innkaup í matvöruverslun er ekki öll með 7% virðisauka. Þannig verður ekki bara minna um bruðl á hlutum eins og nammi?
![]() |
Matarútgjöldin aukast um 42 þúsund á ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2014 | 16:11
Hvað eru nauðsynjar?
Það fer enginn í grafgötur með það að matur er nauðsyn til að lifa af en seint verður heitt vatn talið til lífsnauðsynja. Meirihluti mannkyns hefur mjög takmarkaðan aðgang að heitu vatni og oft er það vatn hitað á staðnum. Hér fara menn algerlega út úr kortinu í sínum röksemdafærslum varðandi nauðsynjar.
Lestur er eitthvað sem fólk gerir sér til dægrastyttingar eða nauðsynjar. Þessir ágætu menn ættu að athuga fyrst hversu margir lesa sér til dægrastyttingar og hversu margir til nauðsynjar. Þeir ættu kannski líka að velta því fyrir sér hversu margir lesa á ensku og öðrum tungumálum. Að lokum ættu þeir að velta fyrir sér hversu margir lesa efni á netinu. Innantóm rökfærsla sem skortir algerlega innsýn í lausnir.
![]() |
Maður deyr án matar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2014 | 13:41
Það mætti halda að láglaunafólk gerði ekkert annað en að kaupa mat
Málefnaflutningur stjórnaandstæðinga með stuðningi verkalýðsforystunnar snýst um að hækkun lægri skattþreps komi svo illa við láglaunafólk. Það er eins og láglaunafólk eigi rétt fyrir mat og engu öðru. Í flestum tilfellum er það ekki staðreynd og ætti að vera auðvelt að mæla það. Til að mynda hefur hagstofan ákveðnar mælingar sem styðjast við neyslukannanir. Þar kemur augljóslega fram að fólk getur keypt annað en matvörur. Ef stjórnarandstöðunni finnst þetta mikilvægast hvernig væri þá að sýna fram á hversu stór hópur þetta er.
Er verið að tala um 20% þjóðarinnar sem finnur mest fyrir þessu eða stærri hóp? Sýnið fram á að þetta komi svona illa við marga. Málflutningurinn verður ekkert sannfærandi nema hægt sé að setja það í samhengi við eitthvað og það er stjórnarandstæðan ekki að gera.
![]() |
Mesta skattahækkun Íslandssögunnar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2014 | 10:47
Notkun hugtaka í greinum
Það er gott að geta skrifað á góðu máli og þeir sem skrifa eru misvel færir um að skrifa góðan texta. Hins vegar þarf innihaldið einnig að vera notað á réttum nótum eða í samræmi við efnið. Þannig vill til að Guðmundur Andri skrifar grein í Fréttablaðinu þar sem hann er að fjalla um íhaldssemi hlustenda rásar 1. Hann segir þá svo introvert að þeir mælast ekki í könnunum. Þarna slær hann voða flott um sig og margir grípa sem vel tilfallin orð.
Hins vegar er Guðmundur Andri að misnota notkunina á hugtakinu introvert. Hugtakið er notað til að lýsa tiltekni ástandi sem gerist hjá fólki (ekki hóp) og flestir eru bæði intro og extrovert. Þannig er introvert meira bakatil og hefur sig minna frammi innan um tiltekinn hóp fólks en getur síðan verið andstæða í öðrum aðstæðum. Hugtakið er sem sagt að lýsa einhverju sem er án þess að ákveða að sé endanlegt.
Þessi misnotkun hugtaka hefur verið frekar áberandi meðal skrifenda undanfarin ár og oftast notuð til að gera lítið úr tilteknum hópum. Ásamt því að segja okkur hversu flottir skrifendurnir eru að vita betur en aðrir. Mér finnst að skrifendur sem vilja nota hugtök ættu fyrst að kynna sér þau vel og notkun þeirra áður en slegið er fram í texta. Því hugtök hafa ekki sama notagildi og orðatiltæki eða málshættir. Hugtökum er ætlað að lýsa ákveðnum þáttum en ekki gera lítið úr öðrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2014 | 09:02
Hversu stórt er DV eiginlega?
Þegar fréttin er lesin þá er gefið í skyn að áskrifendur segja upp í hrönnum. DV kom út tvisvar í viku og er einnig með áskrift á netinu. Miðað við prentaða áskrifendur þá er DV smáblað sem höfðaði til fárra. Miðilinn vildi líka meina að hann væri frjáls og óháður en við breytt eignarhald kringum bankahrun hefur pólitísk slagsíða einkennt blaðið. Hvernig getur slíkt blað talið sig frjálsa og óháða í fréttaflutningi?
Sama er upp á teningnum varðandi Kjarnann. Kom inn með látum og lofaði góðum greinum. Síðan hefur pólitísk slagsíða sífellt meir gegnusýrt tímaritið og pólitísk slagsíða látin ráða för. Mér vitanlega hefur aldrei verið frjálst og óháð tímarit eða blað á Íslandi. Flestir blaðamenn eiga voðalega erfitt með að leyna skoðunum sínum á mönnum og málefnum um það sem er til umfjöllunar.
Hlutleysi er ekki hægt að stunda en hlutlægt mat þar sem tekin er afstaða er annað en að láta pólitíska afstöðu ráða för. Það væri óskandi að til væri miðill á Íslandi sem tæki þá afstöðu en það sem allir óttast er að það myndi ekkert selja. Afstaða og krassandi fréttir er það sem selur en ekki hlutlægt mat á hluti.
Ég spyr á móti hvort nokkurn tímann á Íslandi hefur verið reynt á það hvort að hlutlæg umfjöllun um menn og málefni sé söluvæn afurð?
![]() |
Fleiri starfsmenn DV hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2014 | 07:32
Skóli lífsins
Varð hugsað til þess að ég hef tengst skóla helming af lífaldri mínum eða samtals 22 ár. Þegar ég ólst upp þá var algengt að fólk lauk skóla á þrítugsaldri eða fyrr. Í dag þykir ekki tiltökumál að ljúka skóla á fertugsaldri eða jafnvel seinna. Þetta er mikil breyting á samfélaginu og gefur orðatiltækinu skóla lífsins algerlega nýja merkingu.
Stytting skólans breytir engu þar um og óljóst hvernig það eykur almennt framleiðni. Undantekningin væri tæknigreinar en það eru ekki fjölmennustu fögin. Kannski ætti að snúa þessu við og koma fólki aftur í skóla á seinni hluta æfinnar?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2014 | 20:19
Vonum að rannsóknarvinna verði í formi rannsókna
Reyni var of títt um að pönkast í fólki og leiða efnið áfram. Að rannskaka felst í að velta steinum og sjá hvort þar sé eitthvað að finna án þess að ætlast til að efnið fari eftir höfði rannsakands. Því miður var alltof algengt undir ritstjórnarstefnu Reynis að búið var að dæma um niðurstöðu áður en þeir sem voru ásakaðir fengu að segja eitthvað um það. Slíkt heitir að leiða efnið.
Vonandi tekur Hallgrímur rannsóknarpólinn og veltir steinum en lætur vera að leiða hvert efnið á að fara. Auk þess að leyfa fleiru en einu sjónarhorni að birtast í sömu frétt gerir hana mun betri.
![]() |
Hallgrímur nýr ritstjóri DV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)