23.9.2014 | 09:05
Eru uppskurðir alltaf lausnin?
Það er gaman að velta fyrir sér hvort að skurðaðgerðir séu alltaf lausnin á vanda fólks eða réttara sagt hvað er inn í þessum biðlista. Fólk kemst yfirleitt á biðlista af því að lausnin má bíða og þá kemur upp spurningin hvort hægt sé að gera þetta öðruvísi.
Ég hef ekkert svar við því en skurðlækningar er ein leið lækninga en hér á landi er kennd leið lyflækninga sem felur í sér að gefa lyf eða gera uppskurði.
Þar sem þjóðin er að eldast þá einmitt væri gaman að velta fyrir sér hvort ekki þyrfti að auka forvarnir eða fræðslu um hvernig halda megi betri heilsu s.s. vegna lífsstílssjúkdóma. Það sjást fréttaskýringar um of litla hreyfingu og sykurát sem eru af hinu góða en þetta þarf að tyggja í sífellu og stöðugt að minna á mikilvægi þess. Er það gert?
Inntakið er samt hvort ekki þurfi að opna frekar á umræður um lækningar í víðara samhengi en lyf og skurðlækningar.
![]() |
Yfir 5.000 bíða eftir aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2014 | 07:13
Leggja niður lífeyrissjóði
Lífeyrissjóðir hafa misskilið hlutverk sitt sem þjónustuaðili við fólkið í landinu og tekið upp annað hlutverk. Fyrir það fyrsta eru ofurlaun stjórnenda í þessum sjóðum sem eru í engu samræmi við verk þeirra. Í öðru lagi þá geta þeir illa staðað við lögbundnar ávöxtunarkröfu. Í þriðja lagi þá líkt og LÍN eru fastir í að skýla sig á bakvið lög.
Nei þetta er ekki mannlegt hvernig þeir vinna og nær væri að leggja þetta niður. Stofna reikninga í Seðlabankanum sem síðan sér um að úthluta og við andlát fer umframfé í sameiginlega neyslu samfélagsins en til lífeyrissjóðs.
![]() |
Skerða á hlut lífeyrissjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2014 | 14:51
"Svona eru bara lögin"
Segir framkvæmdastjóri LÍN en hvað um upplýsingalög varðandi ábyrgðamenn? Svo virðist sem að aðstandendur hafi fyrst fengið að vita af áyrgðinni og skuldinni með þessu bréfi sem var sent núna. Hins vegar hafi maðurinn verið tekinn til gjaldþrotaskipta í vor. Hvers vegna vissu aðstandendur ekki að þeir væru í ábyrgð fyrir skuld sem var komin í vanskil?
Þarna klárlega brýtur LÍN upplýsingalög varðandi ábyrgðamenn. Hvað það þýðir veit ég ekki en LÍN er án efa ekki að standa sig í þessu máli og auðvitað skýla sig á bakvið lög. Skrifblókirnar sem ekki geta séð út fyrir kassann eru langt því frá mannlegir eða geta séð mannlegar lausnir á málum.
Ef ábyrgðamenn eru einnig gjaldþrota. Hvernig elta þeir þá skuldina?
Svona eru bara lögin er lélegasta svar sem hægt er að gefa.
![]() |
Eiga endurkröfu á stjúpsoninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.9.2014 | 12:19
Loforð fylgja kosningum
Ekki veit ég hvort þetta megi skrifa á reynsluleysi Samond að taka þátt í kosningum en vitað mál er að öllum kosningum fylgir loforðaflaumur. Það nægir að benda á kosningar hér á landi og auðvitað geta stjórnmálaflokkar aldrei staðið við allan flauminn.
Ljóst er að eitthvað verður svikið af þessum loforðaflaum eða það kemur í mjög útþynntri mynd. Slíkur háttur skilar alþingismönnum hér á landi lágmarks trausti og því ekki erfitt að spá svipaðri atburðarás í Bretlandi.
Þeir virðast seint læra af þessu stjórnmálamenn.
![]() |
Kjósendur blekktir með loforðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2014 | 07:12
Afskaplega er ASÍ orðið þreytt
ASÍ eiga vera samtök launafólks en virðist gera lítið annað en að stunda pólitík. Í tíð síðustu ríkisstjórnar þá átti að elta ESB blauta drauminn en nú heyrist ekki múkk um það. Síðan þegar ný ríkisstjórn tekur við þá er hún svo ómöguleg að það má ekki ræða málin á vitrænan hátt heldur slegið fram með kaldhæðni og sleggjudómum.
Fyrir það fyrsta þá er engin svör í þessu hjá ASÍ heldur einungis haldið fram staðreyndum sem engin leið er að átta sig á hvort standist, út frá textanum. Þetta er venjuleg Samfylkingarleið og ákaflega þunn leið sem felst í engu öðru en gera lítið úr því sem er verið að gera. Í þessu felast engin svör heldur einungis neikvætt sjónarhorn á það sem er verið að gera. Engin tilraun er gerð til að betrumbæta það sem lagt er til að gera.
Mér finnst svona vinnubrögð fyrir neðan allar hellur og get engan veginn stutt ASÍ sem heildarsamtök launþega eða vinnan fólks. Samtökin eru of pólitísk einstrengisleg og löngu úrelt í því samhengi að vinna fyrir launafólk. Í staðinn er fólk á launum við að útlista pólitískar skoðanir sínar. Skömm sé þeim!
![]() |
Bjarni vandar ASÍ ekki kveðjurnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.9.2014 | 16:46
Ábyrgð í framhaldi af þjóðaratkvæðagreiðslu
Það er athyglisvert að í framhaldi af útkomu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotland þá vill Salmond segja af sér. Þegar síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi um Icesave III þá vildi stjórnin ekki segja af sér. Ný gæti einhver bent á að málin eigi sér ekki hliðstæðu. Vissulega ólík mál en bæði höfðu samt með sjálfstæði landanna að gera.
Ríkisstjórnin sem sat 2009-2013 sýndi ekki ábyrgð eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Er fólk svo hissa að traust til alþingis er í algeru lágmarki?
![]() |
Salmond hyggst segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2014 | 07:15
Óttinn við breytingar vann
Niðurstaðan gat farið á hvorn veginn en sigur um óbreytt ástand varð ofan á í þetta sinn. Meirihlutinn fær að ráða og um það snúast kosningar. Athyglisvert er samt hversu miklu er lofað og gasprað í svona kosningabaráttu að líklegast er lítil innstæða fyrir fáum loforðunum. Enda alveg óljóst hver ætlar að fylgja því eftir að loforðin verða efnd.
Líklegra er að þau koðni hljóðlega og aftur komi upp sjálfstæðisþráin vegna vangoldinna loforða. Í það minnsta varð óttinn við breytingar sigurverarinn.
![]() |
Skotar hafna sjálfstæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2014 | 08:38
Spennandi kosningar
Það er ekki hægt að segja annað en spennandi kosningar séu framundan í Skotlandi. Það er fylgst vel með þessum kosningum í Evrópu og getur hæglega breytt miklu í Evrópu. Kjósi Skotar sjálfstæði þá aukast líkur á að aðrir vilji fara sömu leið. Kjósi þeir áframhald samruna við Englendinga þá verður spennandi að sjá hvort að allur loforðaflaumurinn verði að veruleika.
Það er nefnilega svo auðvelt að lofa upp í ermina á sér.
Þeir sem pæla hvað mest í fjárhagslegu hliðinni munu alltaf segja nei því þetta þýðir breytingar sem erfitt er að sjá fyrir hvernig verða og hvað gerist. Það er peningafólki illa við þess vegna kýs það áframhaldandi samruna. Sjálfstæði er ekki reiknað í Excel. Þessar aukamílur sem þarf til að lifa sjálfstætt fæðist þegar á reynir, líkt og sýnt sig hefur ansi oft síðustu 100 árin.
Sjálfstætt Skotland - segið JÁ
![]() |
Kjörstaðir opnir í Skotlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2014 | 10:00
Hvernig batnar sjúklingi
Að lækna það sem er sjúkt fæst ekki alltaf með meðölum eða þekktum leiðum. Viðvarandi atvinnuleysi þýðir að ekki næst að skapa leiðir til að vinna sig frá sjúkleikanum. Getur verið að sameiginlegur gjaldmiðill með öðrum löndum sé að aftra sjúklingnum frá bata?
Franskt efnahagslíf á ekki samleið með því þýska og trúverðugleiki lands sem sífellt hækkar skatta er ekki leið til að lækna sjúklinginn.
Það vantar að skapa nýja hugsun og þangað til er sjúklingurinn en sjúkur.
![]() |
Frakkland er sjúkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2014 | 08:44
Já á sjálfstæði
Vonandi halda Skotar haus og kjósa um sjálfstæði því þeir svo sannarlega geta staðið sjálfstætt frá Englandi. Skotland hefur upp á margt að bjóða alveg eins og Ísland en líklega má ESB ekki heyra á það minnst að Skotar fái sjálfstæði vegna allra hinna sem líka vilja sjálfstæði.
Ætli sé til hópur í Skotlandi líkt og fylkingin hér sem vill selja landið til Noregs? Fólk með lítið sjálfstraust sem trúir að aðrir geti gert betur af því þeir eru stærri. Í tilefni Skotlands er England stærra en er það endilega betra fyrir Skota að vera í sambandsríki með Englendingum? Af því geta þeir ekki komist nema að kjósa um sjálfstæði.
![]() |
Hvað varð um sjálfstæði Skota? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)