Spennandi kosningar

Það er ekki hægt að segja annað en spennandi kosningar séu framundan í Skotlandi. Það er fylgst vel með þessum kosningum í Evrópu og getur hæglega breytt miklu í Evrópu. Kjósi Skotar sjálfstæði þá aukast líkur á að aðrir vilji fara sömu leið. Kjósi þeir áframhald samruna við Englendinga þá verður spennandi að sjá hvort að allur loforðaflaumurinn verði að veruleika.

Það er nefnilega svo auðvelt að lofa upp í ermina á sér.

Þeir sem pæla hvað mest í fjárhagslegu hliðinni munu alltaf segja nei því þetta þýðir breytingar sem erfitt er að sjá fyrir hvernig verða og hvað gerist. Það er peningafólki illa við þess vegna kýs það áframhaldandi samruna. Sjálfstæði er ekki reiknað í Excel. Þessar aukamílur sem þarf til að lifa sjálfstætt fæðist þegar á reynir, líkt og sýnt sig hefur ansi oft síðustu 100 árin.

Sjálfstætt Skotland - segið JÁ


mbl.is Kjörstaðir opnir í Skotlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband