Hvaðan koma hugmyndirnar

Var að hlusta á þátt um atvinnuhorfur á atvinnumarkaði. Þar voru spekingar að setja fram skoðun sína um þessi málefni. Það sem vakti mesta athygli mína er að hversu þröngar hugmyndir þetta fólk hefur um atvinnulíf og oft i þversögn við sjálft sig.

Þannig er spekingur sem vinnur í ráðgjafastofu staðhæft hluti eins og svona sé markaðurinn og þessi hópur á minni möguleika o.s.frv. Það sem vakti samt mesta athygli mína var spurning frá umsjónamanni þáttarins sem spurði hvort að umsóknir sem byrjuðu á ártölum 6 og 5 í kennitölum væri einfaldlega ýtt til hliðar. Sem betur fer svaraði ráðgjafinn því neikvætt því fólk sem er fætt á ártölunum 6 er ekki enn orðið hálffimmtugt. 

Líkt og fyrirsögnin gefur til kynna þá veltur maður fyrir sér hvaðan svona hugmyndir koma. Af hverju er fólk eftir fertugt (hvað þá fimmtugt) ekki hæfir starfskraftar? Hvers vegna ætti vinnuveitandi að hafna því að líta á slíkar umsóknir?  Ekki veit ég um aldur spyrilsins en eitt er ljóst að spurningin var mjög þröngsýn og ekki í takti við atvinnumarkaðinn. 

Er ekki full þörf á að opna á víðsýni þannig að svona hugmyndir deyji af sjálfu sér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband