Ætli vinnuveitendur mættu ekki taka þetta meira til sín

Það er nú þekkt í orðræðunni á Íslandi um dulið atvinnuleysi. Fólk sem menntar sig en vinnur síðan störf sem krefjast engrar menntunar. Það mætti kannski gera athugun á því hversu margir háskólamenntaðir vinna einhversstaðar þar sem menntun þeirra nýtist lítið.

Ég er samt sammála því að menntun nýtist alltaf og fólk með háskólamenntun er oft skipulagðara en fólk með minni menntun. Mennt er máttur segir máltækið og orð Christians styðja það. Nú er bara fyrir vinnuveitendur á Íslandi að taka það meira til sín og viðurkenna að öll menntun skilar sér. 


mbl.is Öll menntun skilar sér á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hróarskelduhátíðin - mér finnst rigningin góð

Það rifjar upp margar minningar að sjá alla drulluna og pollana á Hróarskelduhátíðinni þetta árið í sjónvarpinu. Ég fór árið 1991 (sjá umfjöllun hér) og þá rigndi eins og hellt væri úr fötu fyrri hluta hátíðarinnar en stytti síðan upp á laugardegi. Þetta var alveg ótrúlegt flóð það árið en þá sóttu líka færri hátíðina. Hins vegar var drullan rosaleg erfið yfirferðar og pollarnir alveg rosalegir og sumir allt að mannhæða djúpir.

Hins vegar skemmti ég mér alveg konunglega þetta árið og man vel eftir að standa fremst við Orange sviðið og horfa á Iggy Pop skemmta eins og brjálaðingur. Nánast enginn að horfa og hvað var annað hægt en að dansa og syngja í rigningunni.

Man líka eftir að ég dró vin minn niður í drulluna svona í smá drulluslag og þurfti í staðinn að skafa lag af drullu af buxunum daginn eftir (ómetanlegt).

Já rigningin getur svo sannalega verið góð. 


Er gjalmiðill Kína þá ekki sá vanmetnasti

Miðað við að íslenska krónan sé ofmetin í þessari vísitölu ætti gjalmiðill Kína að vera vanmetin eftir sömu reglu. Þetta gæti líka sagt okkur að efnahagslífið í Bandaríkjunum sé ekki nógu sterkt og sé öflugura í Evrópu þe. meiri trú á hagkerfinu þar en t.d. í Kína.

Hvað sem því líður þá er ljóst að hátt gengi krónunnar lækkar ekki verðið á hamborgunum hér. Hvernig ætli standi á því? 


mbl.is Íslenska krónan ofmetnasta myntin samkvæmt Bic Mac vísitölunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komdu þér yfir það

Staðreyndin er sú að öll lendum við í því að lenda í erfiðum aðstæðum og þurfum á öllu okkar að halda. Eftir það er misjafnt hversu fljótt fólk kemst yfir hlutina en umfram allt komdu þér yfir það.

Ef fjallgöngukappinn hættir í síðustu brekkunni þá komst hann ekki yfir það og upp á toppinn. Það er nefnilega svo oft stutt á milli þess að missa allt og ná á toppinn. Ímyndaðu þér að vera í hóp sem býr á heimskautinu og þarf að vera þar í nokkra mánuði. Einn úr hópnum gnístir tönnum og þú þolir það ekki en þú verður samt að komast yfir það. Ef ekki þá missirðu vitið, ráð og rænu og gerir einhverja vitleysu.

 Ef þú ert í raunum og lest þetta þá fyrir alla muni - komdu þér yfir það.


Svona á að markaðssetja!

Þessi frétt er ekkert annað en markaðsbrella. Verið að búa til spennu í kringum bókina ti að auka sölu hennar. Málið er að þetta segir ekkert um gæði bókarinnar og hún gæti í raun verið hundleiðinleg en með því að búa ti spennu þá les kaupandinn bókina og sé hún léleg þá er allavega búið að tryggja góða sölu áður en dómar birtast.

Annars getur mér ekki verið meira sama um hver endirinn er á þessari bók þar sem ég hef ekki hrifist af Harry Potter sögunum. Þær eru frekar útþynntar lýsingar á betri ævintýrabókum og minna oft á Ævintýrabækurnar eða um hin fjögur fræknu eftir Blydon.

Vonandi fá kaupendur eitthvað fyrir sinn snúð og sitji ekki með köttinn í sekknum. 


mbl.is Segist vita hvernig sagan um Harry Potter endar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu gott höfum við það?

Undanfarið hef ég séð tvær góðar bíómyndir um ástandið í Afríku á 7. og 8. áratugnum. Fyrri myndin var um Biko sem var pyntaður og drepinn í fangelsi í Suður-Afríku fyrir að mótmæla kynþátta aðskilnaði stjórnarinnar. Góð mynd sem lýsir vel þeim hörmungar atburðum sem gerðust í Soweto þegar 700 börn voru drepin og yfir 3000 særðust. 

Hin myndin var um Idi Amin harðstjóra í Uganda. Þessi ótrúlega geðveiki og ruglingslega stjórnun þjóðfélagsins.

Þetta fær mann til að hugsa hversu gott við höfum það hér á Íslandi. Við getum sagt það sem okkur langar til, farið þangað sem við viljum, gert það sem við viljum án þess að óttast yfirvald. Samt sem áður erum við gjörn að kvarta yfir ástandinu og sjá öllu til ama. 

Hvernig væri nú að viðurkenna að við höfum það bara ótrúlega rosaleg gott og þurfum ekkert að vera að þessu kveinu og kvabbi.  Hugsum jákvætt og gerum eitthvað að viti.


Réttur úrskurður

Mér finnst þetta réttur úrskurður hjá  Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands þar sem umfjöllun Helga Seljan fór yfir strikið. Hann hefði alveg geta verið með sömu umfjöllun og ýjað að því hvort að brot hefði átt sér stað. Hins vegar staðhæfði Helgi að brot hefði átt sér stað án þess að fyrir því lægju sannanir. Þess vegna brýtur hann siðareglur, að taka afstöðu í umfjölluninni. Slíkt eru ekki góð vinnubrögð og ber að gagnrýna. 

Með von um að umfjallanir Helga í framtíðinni verði hlutlægar en ekki hlutdrægar. 


mbl.is Siðareglur brotnar í umfjöllun um tengdadóttur Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærir tónleikar Air í Laugardagshöll

Var fyrr í kvöld á mögnuðum tónleikum með dúetnum Air í Laugardagshöll. Get ekki sagt annað en þetta hafi verið peninganna virði en hér má sjá umfjöllun mína um tónleikana.

Hvenær er draumurinn úti?

Láttu drauminn rætast eru orð sem flestir myndu hvetja mann til. Ég lét til leiðast og elti draum minn og gerði að veruleika. Draumurinn var að stofna fyrirtæki út frá eigin hugmynd. Ég kom upp með hugmynd að vefsíðu (www.hughrif.is) þar sem notendur gætu skrifað eigin umfjöllun um tónlist. Við vinnslu hugmyndarinnar var efnið útvíkkað og ákveðið að hafa einnig möguleika á að skrifa um tónleika, kvikmyndir, sjónvarp, bækur, ferðalög og ýmislegt annað.

Það gekk reyndar ekki þrautarlaust að láta smíða vefsvæðið þar sem fyrirtækið, sem ég fékk til þess, stóð ekki við sinn hluta. Verkið dróst óheyrilega og endaði með að vera 6 mánuðum á eftir áætlun. Ekki var það nú látið slá sig út af laginu og vefsíðan auglýst. Í byrjun var gert ráð fyrir að prófa að selja áskrift en enginn hafði áhuga á því. Vefsíðunni var þá breytt í fría áskrift en enginn peningur til að auglýsa hana eða tími til að sinna markaðsstarfi á annan hátt.

Nú 8 mánuðum seinna hefur vefsíðan ekki orðið sá vettvangur sem mig dreymdi um, að verða að mínu fyrirtæki. Engar tekjur hafa skilað sér og fáir sýnt áhuga að skrifa á vefsvæðið. Því læðist sú hugsun að  hvort að draumurinn sé ekki úti. Kominn tími á að viðurkenna að þetta gekk ekki upp og leggja árar í bát.

Þá hugsa ég til þeirra sem segja að láta drauminn verða að veruleika. Jim Rohn er einn af þeim og hann segir að öll gerum við mistök og við þurfum að koma þessum mistökum í aga til að gera þau ekki aftur. Hann segir einnig að viska lærist ekki án vonbrigða og að lokum að með því að eltast við draum sinn þá verður þú önnur persóna en í dag. Auðvitað mun ég alltaf græða eitthvað á þessari síðu, ef ekki peninga þá mikinn lærdóm og reynslu sem nýtist í framtíðar verkefni.

Ég ætla ekki að gefast upp strax og hughrif.is fær að lifa lengur þar sem ég ætla að berjast og gera það að lifandi og góðri síðu. Draumurinn er ekki úti - þetta tekur bara lengri tíma að verða að veruleika. 

"Success is failure inside out" 


Og vonandi kemur góða veðrið með

Það er alltaf góður sumarfílingur að sjá skemmtiferðaskipin. Hlutur sem setur skemmtilegan brag á hafnir landsins. Nú er bara að vona að þeir komi með sér góða veðrið og fari nú að hlýna almennilega. Hlýtur að vera skítakuldi fyrir þá eins og veðrið hefur verið en auðvitað bjóðum við þessa ferðamenn velkomna.


mbl.is Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins lagst við bryggju í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband