Menning er manns gaman

Það er gaman að sjá hversu góð þátttaka er í menningarviðburðum sem þessum og um land allt. Þetta er greinilega leiðin að hjarta fólksins og það tilbúið að leggja leið sína til að sýna sig og sjá aðra, njóta listviðburða og njóta auganbliksins.

Sjálfur fór ég ekki í kvöld en var í dag á Latarbæjarhlaupi Glitnis sem tókst ansi vel upp. Vel skipulögð dagskrá þar sem krakkarnir fengu að njóta skemmtilegra atriða og höfðu greinilega mjög gaman af. Síðan hlupu þau sinn kílómeter og söfnuðu fullt af peningum fyrir Unicef. Frábært framlag hjá Glitni og vonandi menningarviðburður sem er kominn til að vera.

Menningarnótt býður upp á það besta hjá fólki svipað og 17. júní gerði áður fyrr.  Greinilegt er þuppó að slíkir viðburður eru að taka yfir hátíðahöldum á þjóðhátíðardaginn og spurning hvort ekki sé kominn tími til að stokka aðeins upp í þeim hátíðarhöldum ef þau eiga ekki að fara sömu leið og hátíðahöld á Sjómanndaginn.

Menning verður til við samskipti fólks og þegar mikið af fólki er tilbúið að taka þátt þá eykur það gildi hans. Megum við njóta þess sem lengst. 


mbl.is Mikið um dýrðir á Menningarnótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskur og Fiskidagurinn mikli

Þegar við í fjölskyldunni heimsóttum Dalvík heim um liðna helgi þá var fiskur á borðum og fiskur í umræðunni. Fiskidagurinn mikli er velheppnuð fjölskylduskemmtun sem er farinn að teygja anga sína í annan dag með fiskisúpu kvöldið áður. Umgjörðin öll og umgengni gesta er alveg til fyrirmyndar og lítið út á þetta að setja nema að mætti skipuleggja svæðið aðeins betur.

Umræðan um fiskinn var lika til staðar og ekki síst rannsóknir Fiskistofu. Hef sjálfur ekki séð neinar tölur eða úrlausnir úr rannsóknum þeirra en talað er um að Fiskistofa breyti gögnum um stofnstærð aftur í tímann. Gefin er upp ákveðinn fjöldi fyrir t.d. 2006. Næsta ár er farið aftur og þá breytist talan fyrir 2006. Skrýtin útreikningur ef satt reynist og ekki það sem maður hefur lært um vísindarannsóknir. Alltaf skal miðað við staðreyndir og ályktanir dregnar, eftir það eru gögnin óbreytanleg en gera má aðra rannsókn. Kannski Fiskistofa telji sig vera gera aðra rannsókn en afhverju eru þá tölur fyrri ára ekki óbreytanlegar?

Hitt sem líka var bent á er að ekki sé línulegt fall í stofnstærðum, þær rokki upp og niður. Ef engin tilhneiging er að sá hvort fjöldinn fari upp eða niður þá vantar eitthvað upp á. Enda bent á samhliða því að Fiskistofa fari alltaf á sama stað að athuga. Ekki sé gert ráð fyrir að fiskurinn elti fæðið eða breytilegt hitastig sjávar. Get varla ímyndað mér að fiskurinn sé svo staðbundinn í sjónum að hann komi alltaf á sömu staðina þe. svo nákvæmt að ekki megi skeika kannski nokkrum kílómetrum. Hvað með strauma hafsins? Hvað með að fiskurinn elti fæðið? Hvað með hitastig sjávar, hefur það áhrif á gegnd fisksins? Hvað með framþróun í veiðafærum?

Niðurstaðan virðist vera að það séu allt of margir lausir endar sem þurfi að skoða betur og hanna módelið upp á nýtt. Aðferðir Fiskistofu er samt ekki nema hluti af vanda minnkandi kvóta hjá sjávarbyggðum. Hluti vandans liggur í of miklum veiddum fiski. Hluti vandans er skortur á fjölbreytni í störfum á landsbyggðinni. Hluti vandans er að alltof dýrt er að flytja fiskinn svona fram og til baka.

Lausninar liggja ekki á glámbekk en gæti það verið lausn að fiskur sem er seldur á fiskmarkaði sé ekki flokkaður eftir stærð heldur seldur einungis í magni óháð stærð fiskanna. Ljóst er þó að við íslendingar þurfa að nota mun meiri tíma í umræður um málefnið á öllum stigum og leita lausna í stað þess að benda hver á annan. Þangað til getum við hin farið á Fiskidaginn mikla og skemmt okkur konunglega í vinalegu umhverfi.


Að sýna tekjur einstaklinga skilar engu og segir ekki neitt

Þegar ég fletti í gegnum tekjublað Mannlífs þá kemst ég ekki að annarri niðurstöðu en slíkar úttektir segja nákvæmlega ekki neitt og skila engu til þjóðfélagsins. Í fyrsta lagi segir launatalan ekkert um samsetningu launa eða vinnutíma einstaklings. Hann gæti verið með stóran hluta launa sinna í fjármagnstekjum eða með mikila yfirvinnu. Í öðru lagi þá er mikið misræmi milli launa starfsmanna sama fyrirtækis í úttekt Mannlífs sem kemur engan veginn heim og saman við launastrúktúr fyrirtækja almennt. Þetta sést m.a. í launum framkvæmdastjóra fyrirtækja þar sem mismunur á milli þeirra er slíkur að engin leið er að trúa að þetta séu laun einstaklinganna.

Í Fréttablaðinu þann 4. ágúst vill alþingismaðurinn Ögmundur meina að birting skatttekna færi jöfnuð handa landsmönnum. Ég sem launamaður get engan veginn séð hvernig það hefur gerst. Síðastliðin ár hafa komið fréttir sem vilja meina að launamunurinn sé sífellt að aukast. Það gerist þrátt fyrir að skatttekjur séu birtar. Hvernig færir þá birting þeirra jöfnuð? Einnig nefnir Ögmundur að fleiri fjármálamenn gefi upp tekjur sínar í öðrum löndum sem er mjög skiljanlegt í útrás fyrirtækjanna. Margir af starfsmönnum útrásarfyrirtækjanna búa í útlöndum og vinna ekkert á Íslandi. Að sjálfssögðu gefa þeir ekki upp launin sín hér á landi enda einu tengslin við Ísland er móðurfyrirtækið og ættingjar. Sem mætti orða öðruvísi - ef útlendingur er ráðin í starfið þá gæfi hann upp launin í því landi en ekki á Íslandi.

Niðurstaðan er að birting skatttekna og síðan launalistar fjölmiðla skila engu og segja okkur ekki neitt. Það eina sem við fáum út úr þessu er að svala forvitni okkar og getum þannig miðað að því að hafa slík laun eða öfundað náungann. Hvoru megin vilt þú vera? 


Svo bíðum við bara eftir að þeir falli

Já það er ekki nóg að vera KR. Forn frægð kemur liðinu ekki til hjálpar og meira þarf til að "vorum betri" eða eitthvað slíkt. Liðið er lélegt og nær engan veginn saman til að vinna svona leiki. Held að KR ingar megi vera fegnir að hafa dottið út.
mbl.is KR er úr leik í UEFA-keppninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki allt sjálfsagt

Grín er vandmeðfarið og efnistök geta ekki verið hver sem er. Í Biblíunni segir að ekki megi gera grín að Guði og sama má segja um svona viðkvæm málefni. Hryðjuverkin 2001 og önnur í Bretlandi eru greinilega of ofarlega í hugum fólks að því er ekki grín í huga. Samfélagið er greinilega ekki tilbúið í að gera grín af þessu.

Sumir grínistar eru þekktir fyrir að misbjóða fólki eða fara að mörkunum. Þetta myndi falla í þann flokk en er frekar ósmekklegt þar sem ógnin er enn nálæg og gæti hæglega gerst aftur. Það mætti kannski breyta þessu aðeins og gera meiri andhetju úr Bin Laden. Allavega er mín niðurstaða að svona grín er nú ekkert sérstaka fyndið.


mbl.is Hryðjuverkasöngleikur veldur fjaðrafoki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... og hvað kemur mér það við

Hef aldrei skilið þessa löngun að vita hvað aðrið eru með í laun og þá sérstaklega forstjórar. Það er gott mál að Hreiðari gangi vel og megi honum auðnast það áfram. Hvort hann sé með ævitekjur mínar á mánuði skiptir mig engu máli, ég er ekkert bættari með það.

Til að sjá hitt sjónarhornið þá væri frekar að stefna að fá slík laun en sé ekki alveg fyrir mér hvað ég ætti að gera við alla þessa peninga. Kannski gefið eitthvað af þeim og láta gott af mér leiða eða nýta þá í fjárfestingar og eignast meiri pening. Sé samt ekki að persónuleg eyðsla væri svo mikil að ég þyrfti á slíkum launum að halda en hvað um það. Ég er með xxxxxxx laun og þar sem þau eru ekki nógu há fær enginn nema ég og vinnuveitandinn minn að vita um þau. Hvað ætli Hreiðari finnist um það?


mbl.is Hreiðar Már með hæstu tekjurnar samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þess vegna eru raunveruleikaþættir svona leiðinlegir

Að fylgjast með raunveruleikaþætti þar sem pör ná saman og síðan nokkrum árum síðar að heyra að þau hafi eignast barn er ákaflega óspennandi frétt. Konan valdi sér maka í sjónvarpsþætti og síðan fáum við að vita að hún hefur eignast barn. Hvað fáum við næst að vita um þau?

Þetta sýnir vel að raunveruleikaþættir eru í dauðateygjunum. Reyna allt til að koma spennu í kringum þættina og týna til svona frétt. Nei takk ekki fyrir mig, held mig frekar við óraunveruleikann í The Simpsons (ummm... hvenær ætli Bart verði faðir?) 


mbl.is Fyrsta Bachelorette barnið fætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins meira um þýðinguna á The Simpsons kvikmyndinni

Verð aðeins að fjalla um þýðinguna á The Simpsons. Í dag fór ég á myndina með ensku tali og bar saman við þá íslensku (sem ég sá fyrir 2 dögum með börnum mínum). Það kom í ljós að nokkrir brandarar höfðu alveg farið á mis í þýðingunni. Kaldhæðnin og orðaleikirnir náðust engan veginn í íslensku útgáfunni í flestum tilvikum.  Ég hló miklu meira í dag en þegar ég sá myndina með íslensku tali.

Það sem kom mest á óvart að þegar fjölskyldan er að flýja æstan múginn þá misstu þýddir brandarar alveg marks en á öðrum stöðum tókst að þýða brandarana. Ekki myndi ég treysta mér að þýða þessa mynd þar sem kaldhæðnin er slík og orðaleikirnir snúnir að í þýðingu missir það marks. Textaþýðingin náði ekki einu sinni að gera þá fyndna. Samt sem áður tel ég að á margan hátt var talsetningin vel gerð en þetta var bara of stórt verkefni til að ganga almennilega upp. 


Það er engin tilviljun að verið sé að kaupa upp land út um allt

Þeir sem hafa mikla peninga eru að kaupa jarðir út um allt og meðal annars með tilliti til vatnsréttar. Þetta er framtíðareign sem gefur mikla peninga í framtíðinni svo vissara er að tryggja sér réttinn strax. Vatnið er mikil auðlynd sem verður sífellt verðmætari en spurningin er hvort þeim verðmætum verður skilað aftur til þjóðarinnar?
mbl.is Öld bláa gullsins runnin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýðing á The Simpsons kvikmyndinni

Fór í dag á kvikmyndina The Simpsons (sjá umfjöllun hér) með dætrum mínum með íslensku tali. Satt að segja var ég hálf efins um þetta en lét það samt ekki aftra mér. Í heildina má segja að talsetningin hafi tekist mjög vel en rödd Marge er samt ekki nógu góð. Hún næst ekki nógu vel en hins vegar tekst mjög vel upp með rödd Lísu. Ekki ætla ég að dæma um þýðinguna þar sem ég hef ekki séð myndina á ensku en samt hló ég ekki af neinum talbrandara sem gæti þýtt að eitthvað hafi brandararnir misst marks í þýðingunni.

Um kvöldið sá ég síðan þátt með The Simpsons í sjónvarpinu með íslensku tali. Það truflaði mig ekkert sérstaklega þá og líklega orðinn vanur talsetningunni. Það verður samt gaman að bera saman þáttinn með ensku tali í næstu viku og sjá til hvernig til tókst við þýðinguna. 

Mæli samt með að fara með börnin á myndina með íslensku tali. Þau skemmtu sér mjög vel og voru mjög sátt við að heyra í gulu fjölskyldunni á íslensku. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband