Færsluflokkur: Bloggar

Hitatölur einar og sér segja lítið um loftlagsmál

Þessi frétt (eða réttara sagt áróðursfrétt) segir frá því að aldrei hafi mælst hærri hiti á Spáni í Október. Gott og vel ekkert út á það að setja enda einungis tölur teknar af mæli. Getur verið að meira hafi verið byggt í kringum mæla, meiri gróður, meira skjól eða endurvarp á sólaljósi sem hefur áhrif á hitamæli. Það er niðurlagið sem eyðileggur alveg boðskapinn þegar þarf að staðhæfa að skógareldar séu að aukast þrátt fyrir að opinberar tölur segja allt aðra sögu. Enda er staðhæfingin sett fram án allrar tilvitnunar nema að ónefndur sérfræðingur segir svo vera.

Rökleysan í málflutningnum um loftlagsmál kemur vel fram í þessari grein á vísi þar sem fjallað er um Torfajökul og spáð að hann hverfi á næstu 2-3 áratugum. Þarna er rætt við jöklasérfræðing sem lýsir hvernig jökulinn minnkar vegna aukins hita. Samt sem áður þá minnkar rigningin ekki sem gæti þýtt að lækki hitastig aftur þá snjói meira, ekki satt?

Þversögnin í málflutningnum er að horfa á ferli sem línulaga. Algengustu mistök sem gerð eru þegar horft er í tölfræði. Það er hægt að finna línulega fylgni en hún sýnir okkur ekki sveiflur sem verða á tímabili. Segja má að það sem fer upp fer aftur niður en með málflutningi um sífellt heitara, meiri þurrkur, óveður og svo framvegis er verið að taka línulegt samband og áætla. Því miður getur línulegt samband ekki spáð fyrir um framhald en getur gefið vísbendingu. Af hverju setja menn þá þessar vísbendingar sem dauðadóm eða útrýmingu eins og í greininni á vísi.is.

Þegar horft er svona neikvætt á hlutina þá missirðu af hinu jákvæða sem hefur gerst. Mannkyn í dag hefur það miklu betra en fyrir öld síðan þrátt fyrir hærra hitastig. Hvernig væri að fjalla um það?


mbl.is Hitabylgja á Spáni slær met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafhlaupahjól eru rúllandi stórslys

Hlaupahjól eru ekki hönnuð til að vera rafhjól. Þau ganga alveg upp þegar önnur löppin sér um að knýja hjólið áfram. En þegar rafbúnaði er bætt við og staðið er á hjólinu þá er slysahætta allveruleg og oftar en ekki stórslys þar sem oftast hendist einstaklingur fram á við. Þá getur verið fátt um bjargir þar sem hendurnar halda um stýrið.

Með réttu ætti að banna þessi hjól og endurhanna þannig að þyngdarpunkturinn færist aftar svo meiri líkur séu að einstaklingar sem noti hjólin lendi til hliðar.

Ótrúlegast er samt að allt fólkið sem vill banna hitt og þetta í nafni mannúðar, það heyrist ekki baun í þeim um þessi rafhlaupahjól.


mbl.is Sólveig kom að skelfilegu rafhlaupahjólaslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverning sjáum við heiminn og okkar nánasta umhverfi

Þekkt er að við sjáum heiminn með mismunandi augum og segja má að það sé einstaklingsbundið hvernig við skynjum umhverfið í kringum okkur. Hins vegar á fólk til að flykkjast um ákveðnar leiðir og þá er vel hægt að efast um einstaklingsbundin skilning á umhverfinu.

Þessi dægrin þá er uppi sú hugmynd að kynin séu fleiri en tvö þótt sá skilningur hafi fylgt mannkyni hingað til. Lífræðin skilgreinir allt líf í tvö kyn þar sem æxlun á sér oftast stað með blöndun kynja (það eru til dæmi um æxlun á blöndun kynja en mjög sjaldgæft). Þessi hópur sem telur að kynin séu hugmynd, sem megi koma til eftir hentugleika, hefur talið fjölda kyna allt að 80. Við lestur slíkrar greinar þá kemur fljótt í ljós að mismunurinn milli skilgreininga er nánast enginn í flestum tilvikum.

Þessi deila minnir mig á deilu úr mannfræði þar sem tveir fræðimenn deila um hvernig ættbálkur kemur fyrir. Þeir voru á svipuðum tíma á staðnum og rannsökuðu sama ættbálk en ekki í sama þorpi samt. Hægt er að sjá heimildamynd á Netflix (The Secrets of tribe) sem kemur inn á þessa deilu. Niðurstaða þeirra var að annar sá þetta sem árásagjarnt fólk sem bar enga virðingu fyrir öðrum ættbálkum. Hinn sá þetta sem elskandi fólk og vildi vera í samskiptum við aðra. Hvor hafði rétt fyrir sér?

Ég held mig við að kynin séu tvö enda er það grunnur að fjölgun lífs. Allt annað eru sérhópar sem vissulega mega stunda það sín á milli en alger óþarfi að blanda þjóðfélögum inn í þann hóp. Ef þetta fólk vill að sín sérviska sé viðurkennd þá verður það að viðurkenna að aðrir hafa sína skoðun á hlutunum. Virðing fæst með að virða aðra án þess að krefjast einhvers til baka. Allt ofbeldi er ólíðandi en er það ekki ofbeldi að krefjast þess að viðurkenna að kynin séu fleiri en tvö?

Við skynjum heiminn á mismunandi hátt en samfélagsmiðlar hafa ýtt undir og ýkt lokaða hópa til að halda þeir séu stærri en þeir eru. Fjölmiðlar bæta ekki þar úr þegar þeir lepja greinar frá hverjum öðrum eða vitna í samfélagsmiðla. Við erum vitni að menningarstríði þar sem litlir hópar telja að heimurinn snúist um þá og það sé leyfilegt að nota hvaða aðferðir sem er til að koma öðrum í sama skilning.


Fögur er hlíðin en hvar er raunsæið

Dagur mjög góður með sig og segir: „Við erum í miðju kafi við að ræða upp­færslu á sam­göngusátt­mál­an­um. Þar eru tíma­lín­ur aðeins að fær­ast til, að öll­um lík­ind­um, en Keldna­landið á að skapa tekj­ur fyr­ir sam­göngusátt­mál­ann. Þetta hang­ir sam­an. Eft­ir því sem við fáum borg­ar­lín­una fyrr upp í Ártúns­holt og síðan upp á Keld­ur þeim mun fyrr get­ur hverfið orðið til og farið að skila tekj­um fyr­ir öll hin sam­göngu­verk­efn­in sem eru hluti af pakk­an­um,”

Sem sagt það skal troða ofan í okkur borgalínu hvað sem raular og tautar en er það raunsætt.

Mitt svar er nei og þetta hverfi er langt frá því að vera lykilinn að borgarlínu.

Víkjum aðeins að hugmyndinni sjálfri. Þetta lítur voða fallega út og allt virðist í góðu lagi. Kolefnishlutleysi næst (veit ekki samt ekki hvað það er) og allir voða glaðir að búa þarna og nota borgalínu Dags.

Kolefnishlutleysi næst ekki því öll framleiðslan skapar kolefni, alveg sama hvaða efni er notað. Sé það reiknað út með gróðusetningu trjáa þá kannski næst það kannski á einni öld. Ef þetta á að vera bíllaust hverfi þá á eftir að koma í ljós hvar fólk geymir bílana sína.

Loks er sett upp voða flott mynd við sjóinn en síðast þegar ég vissi þá nær sjórinn rétt upp að landi 2x á sólarhring inn í botni fjarðarins í háflóði. Jafn oft þá fjarar út og enginn sjór þá sjáanlegur. Væri ekki gaman að fá eina slíka mynd?

Raunsæið segir manni að fólk vilji hafa bíl. Ef það á að opna gallerí og litlar sérverslanir við sjávarsíðuna þá vill fólk komast þangað á bíl.

Meðan Dagur er í borgarstjórn þá bíður raunsæið betri tíma!


mbl.is Keldnaland á að skapa tekjur fyrir sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Koss umræðunnar

Þessi litla "ekki" frétt um hæsta meðaltalshita í heiminum miðað við mælingar síðustu 174 ára gefur góða innsýn í hvernig umræðum er haldið á lofti þessi misseri.

Í fyrsta lagi er staðhæft að þetta sé hæsta meðalhitastig frá upphafi. Það er rangt þar sem mælingar ná einungis yfir 174 ár.

Í öðru lagi er talað um meðaltal 20. aldar en ekki frá upphafi.

Í þriðja lagi þá er talað um 19 storma og talað um að þeim fjölgi með hækkandi hitastigi. Enginn samanburður við eitt eða neitt sem gæti gefið skýrari mynd hvað er átt við.

Í fjórða lagi er spáð fyrir um að hitastig gæti orðið hærra á næsta ári.

Umræðan um hitastigið er sem sagt enginn. Við fáum engan samanburð og það er slegið saman frá upphafi og ákveðnu tímabili. Ruglandi framsetningin gefur ekkert til kynna að á næsta ári verði heitara en í ar.

Umræðan um kynfræðslu 7-10 ára í skólum fór í sama farveg. Þar er efnislega fjarlægt sig frá umræðuefninu, líklega til þess eins að rugla umræðuna.

Fjölmiðlar eru orðnir svo steiktir að þeir geta ekki komið skammalaust frá sér efni samtímans. Gott nýlegt dæmi er þegar Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. Þá stálu fjölmiðlar augnablikinu með að fjalla nánast bara um einn koss.

Hvert getum við flúið?


mbl.is Hlýjasti ágústmánuður sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er að taka strætó norður/suður? Borgarlína leysir ekki það vandamál.

Ef tekið er tillit til borga af svipaðri stærð og höfuðborgasvæðið þá eru flestar reknar með strætó sem aðalkerfi. Vandamálagreining hjá Reykjavíkurborg hefur snúist um að auka austur/vestur leiðir, að það lagi alla vankanta af kerfinu.

Þetta er rangt það á miklu meira að hugsa um norður/suður enda teygir höfuðborgasvæðið sig miklu lengra austur en borgalína gerir ráð fyrir.

Tökum sem dæmi að fólk sem býr í Grafarholti og efri hluti Árbæjar gæti verði fljótara á vestur leið með vögnum á 10 mín frest ef farið er í Mjóddina og þaðan tekinn vagn í vestuhlutann. Þessi blinda að allir eigi að fara eftir sömu götu nær auðvitað engri átt og langt frá því að vera gott borgarskipulag. Íbúar Hafnafjarðar gætu líka grætt á því að fara þá leið með strætó frekar en vestanmeginn.

Annað dæmi væri að rampurinn upp af Breiðholtsbraut yfir Sundabraut gæti verið yfirbyggður við hliðina á brúnni. Þannig næðist mun betra flæði á morgnanna. Plús það að loka ljósunum við Knarravog og mislæg gatnamót á næstu ljósum. Þetta væri miklu áhrifaríkara en stokkur um Sæbraut.

Hugmyndafræðilega þarf að hugsa sáttmálann upp á nýtt. Hugsa þetta út frá hvaðan bílarnir koma og hvert þeir eru að fara en ekki öfugt. Sama á við um fólk sem notar strætó.


mbl.is Vill bíða með framkvæmdir upp á 100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru foreldrahús orðin að geymslustað?

Mikil umræða hefur verið um fræðslu Samtakanna 78 um hins veginn fræðslu í leik- og grunnskólum. Afar áberandi er hve ósamrýmdar yfirlýsingar samtakanna er um þessa fræðslu en reynt er að villa sem mest um fyrir fólki.

Nú síðast var send út yfirlýsing sem við lestur hennar fær mann til að leiða hugann að því að foreldrahús séu geymslustaður þar sem aðrir eigi að sjá uppeldi barnanna. Þessi rangsnúningur er með ólíkindum og vel í anda bókarinnar "Brave new world" þar sem kynlíf var leikur og tilfinningar aukaatriði.

Lítill hópur á jaðrinum á að fá að sjá um fræðslu því það sýni fjölbreytileika. Það að vilja klæða sig í föt hins kynsins eða nálgast það að vera hitt kynið er bara lítill hluti af mannkyninu. Fjölbreytileikinn fæst með að fólk finni sína flöt og þori að standa því. Hann byggist upp á karakterum, áhuga og ólíkri nálgun á viðfangsefni lífsins.

Það er ekki fjölbreytileiki að neyða skoðun sína inn á aðra. Vel má vera að hægt sé að hafa áhrif og fólk hoppar á vagninn. Hins vegar er lífsskoðun ekki lífið og hver og einn á að fá að nálgast það út frá sínu sjónarhorni, án áróðurs annarra.

Þannnig er það hlutverk foreldra að ala upp sín börn en það er ekki þeirra hlutverk að segja þeim hvað þau eiga að velja. Slíkt leiðir alltaf til sundrungar og vandræða.


Hvernig þjóðfélag viltu Katrín?

Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra er sífellt að tjá sig um samfélag og hvernig samfélagi hún vilji búa við. Gott og gilt þar sem hún býr í Reykjavík þá getur hún farið fram á að samfélagið sem býr í Reykjavík leiti eftir þessu. En hvað með þjóðina? Hún býr ekki öll í samfélaginu í Reykjavík.

Kjarni málsins er að samfélag er ekki sama og þjóðfélag. Allt tal um samfélag vísar til ótilgreindar stærðar sem getur átt við margt en samt ekkert skilt við fjölbreitileika. Fjölbreytni á meðal fólks kemur með karaktereinkennum, oft talað um sérvisku. Önnur nálgun er þegar hópar koma sér saman um ákveðin einkenni og lifir eftir þeim, óháð hvað almennt gerist hjá öðrum hópum.

Það er ekki fjölbreytni að kenna 7-10 ára börnum um kynlíf. Það er hægt að tala um að fólk vilji búa með öðrum af sama kyni, lengra þarf það ekkert að ná. Það er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra að koma slíkri fræðslu áfram, ekki skólakerfinu. Foreldrar bera ábyrgð á að börnin þeirra sýni umburðalyndi, ekki skólakerfið. Með þessu er ég að segja að skólakerfið er að seiglast alltof langt inn í líf barnanna sem í röng stefna.

Skólakerfið getur sýnt fram á fjölbreytni lífs án þess að þurfa að fara í nákvæmar skýringar. Hvað varð t.d. um trúarbragðafræðslu og mismunandi trúarbrögð? Hvar er umbyrðalyndið í skólakerfinu gagnvart slíkri fræðslu?

Forsætiráðherra ætti að bera virðingu fyrir því að það eru ekki allir sem vilja slíka fræðslu meðal ungra barna í skólakerfinu. Hvort skólakerfið vilji fræða 18 og eldri um þessi mál þá er það alveg frjálst.

Því börn eiga að fá að vera börn.


mbl.is Kveðst hafa fengið fjölda skeyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers að stoppa gervigreind?

Gervigreind hefur verið mikið í umræðunni á þessu ári en samt er frekar óljóst hvað er átt við. Stundum er talað um sjálfvirkni, stundum um algórithma og stundu eitthvað annað. Ég er litlu nær um hvað gervigreind hefur gert svona mikið af sér eða sé svona mikil hætta fyrir mannkyn.

Þrátt fyrir sífellt meiri sjálfvirkni í framleiðslu þá fjölgar störfum. Hvernig fær þessi þversögn staðist? Ætti ekki störfum að fækka? Staðreyndin er sú að þrátt fyrir sjálfvirkni þá eru vélarnar ekki gallalausar frekar en gervigreindin. Eftir allt saman þá er þetta matað af einstaklingum og hvernig þeir ímynda sér að eitthvað verði vitrara en þeir sjálfir er auðvitað ekkert annað er fáránleiki.

Þrátt fyrir reiknigetu og hraða niðurstöðu þá þýðir það ekki endilega meira vit. Enda, eins og áður er sagt, matað af einstaklingum. Viðskiptamenn og vísindmenn sem óttast þetta hafa ekkert fram að færa.

Gervigreind mun bara skáka þeim sem vilja ríghalda í óbreytt ástand og hafa ekkert nýtt fram að færa. Þetta nýja sem mun koma fram kemur samt ekki frá gervigreind.


mbl.is Gervigreindin verður ekki stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málefni fatlaðra notað til að fá meira af sköttum frá ríkinu

Málefni fatlaðra ber á góma þegar milliuppgjör koma fram með tapi í tveimur stærstu sveitafélögum landsins. Má vel vera að upprunalegi samningurinn sé ekki nógu góður og ekki nóg greitt með hverjum einstaklingi.

Málilð er samt ekki svo einfalt því bruðlið í þessum geira virðist aukast með hverju árinu. Þannig vill til að í íbúðakjörnum þá á hver einstaklingur að elda sér sjálfur með aðstoð starfsmanna. Vaninn var sá að starfsmenn fengu þá smá bita með til að borða með einstaklingi þar sem einstaklingurinn þurfi þjónstu allan sólahringinn. Í dag er það ekki þannig heldur er keyptur matur sérstaklega fyrir starfsmenn og þá skiptir engu máli hvað er keypt. Þetta er auðvitað bruðl á hæsta stigi og einfaldlega verið að nota málaflokkinn til að þrýsta á ríkið að greiða meira.

Sveitafélögin verða að líta sér nær og starfsmaður í litlu fyrirtæki fær varla steik í hvert mál, hvað þá að fá mat frá fyrirtækinu yfir höfuð á vinnutíma.

Launamál og hlunnindi á ríkis- og sveitastjórnarstiginu er komin út úr kortinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband