Gat nú verið!

Þetta er ansi skrýtin frétt. Að fjalla um vöru sem mögulega getur valdið lifrarbólgu og hafi átt sér stað á 6 ára tímabili. Í fréttinni er ekkert talað um lifnaðarhætti fólksins eða hvort það hafi tekið inn önnur lyf, hvað þá sjúkdómasögu þess. Fréttin er mjög einhliða og verulega lituð. Af hverju ekki að spyrja hver staðan sé á rannsókninni? Af hverju ekki að spyrja um hver sér um rannsóknina? Af hverju er hófst rannsókn ekki fyrr þar sem þetta á að gerast á 6 ára tímabili? Af hverju var ekki talað um þetta fyrr? Hvenær er von á niðurstöðum rannsókna?

Það eru alltof margar spurningar sem vakna við svona frétt og fréttamaðurinn ætti að hafa spurt um. Fyrir utan þá staðreynd að tilteknar vörur eru ekki einu sinni seldar á Íslandi. Maður spyr sig hvað er eiginlega í gangi hérna? Held að fréttamanni væri nær að afla sér betri upplýsinga, gera hlutlæga skoðun á málinu og setja f%u0155éttina þannig fram að ekki sé auðvelt að dæma út frá tilgátum, vafa. Enda segir í réttarkerfinu að sá ákærði er saklaus uns sekt er sönnuð. Hvað er búið að sanna í þessu máli?


mbl.is Sex lifrarbólgutilfelli eftir neyslu á Herbalife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband