Aldrei skilið afritunarvörnina

Það er skrýtið til þess að hugsa að stórir tónlistarútgefendur séu svona fastir í að læsa lögunum. Hver man ekki eftir að DVD diskum var skipt upp í 6 svæði en það stoppaði engann að brjóta það upp. Sama er með þessar læsingar á MP3 lögum, þær skila engu.

Sala á netinu eykst hægar en ella en það er staðreynd að ódýrara er að kaupa lögin á netinu. Auk þess getur maður þá losnað við að kaupa uppfyllingarlögin sem mikið eru sett með.

Í dag eru til síður (www.bleep.com og www.magnatune.com)sem selja án afritunarvarnar en úrvalið er eðlilega ekki það sama. Vonandi láta tónlistarútgefendur fljótt af þessum ósið og hætta að stinga hausnum í sandinn. Það sem kaupendur vilja er frjálst val.


mbl.is EMI íhugar að hætta notkun afritunarvarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband