Enn verið að trufla mig!

Þetta er alveg með ólíkindum hvað margar öryggisuppfærslur hafa komið vegna Windows í gegnum tíðina. Ég er með tvær tölvur, önnur Windows XP og hin með Mandriva LInux 2007. Sífellt þarf að vera skipta sér eitthvað að Windows vélinni en Linux vélin kvartar aldrei, biður ekki um aukaforrit og því gefst tími til að gera það sem þarf að gera í tölvunni.

Fyrir nokkrum vikum hrundi önnur tölvan mín og ég keypti nýja. Þar fylgdi auðvitað Windows XP með og þá hugsaði ég mér að kannski ætti ég að gefa Windows aftur séns. Innan tveggja klukkustunduna var ég farinn að leita að Linux diskunum því á þeim tíma kom upp forrit fyrir vírusvörn og adware, forrit til að taka afrit af tölvunni og eitthvað meira. Sem sagt ekkert næði til að sinna því sem þarf að sinna. Setti upp Mandriva Linux 2007 og fékk frið því ekkert poppaði upp eftir að ég hafði sett hana upp og fékk í kaupbæti flotta 3D vinnslu sem á að vera svo rosalega nýtt í Windows Vista.

Nei ég mun örugglega ekki skipta aftur í Windows þrátt fyrir nýja uppfærslu hjá þeim. Keyri mína tölvu á Linux og þau forrit sem ég neyðist til að keyra í Windows þá nota ég Win4Lin og keyri Windows XP þaðan (mun öruggura) þrátt fyrir að losna ekki við truflanir þá er þetta bara notað fyrir ákveðin forrit. 


mbl.is Microsoft gefur út uppfærslu við 20 öryggisgöllum á Windows
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband