5.9.2014 | 12:27
Að bera ábyrgð
Það er algengt stef í athugasemdakerfum að staðhæfa eitthvað án þess að viðmælendur fái að koma með andsvar í textanum. Það er líka þetta að skrifa greina, blogga og setja fram nafnlaust ákveðnar staðhæfingar án þess að viðmælendur fái að koma með andsvar eða þeirra sjónarhorn komi fram. Vissulega er þetta sett fram í þeim tilgangi að setja fram ákveðna skoðun og gera lítið úr skoðunum annarra.
Slíkt hafa sumir talið ábyrgðalaust nema komi fram undir nafni. Nýjasta dæmið eru Staksteinar Morgunblaðsins þar sem gefið er í skyn að atkvæði Pírata voru feig fyrir þögnina þar sem þagað er um úthlutun í nefndarsetu og ný störf sem virðast vera búin til vegna nýs meirihluta í Reykjavíkurborg. Þeir sem lesa Staksteinana dylst ekki að þetta er sett fram í þeim tilgangi að sýna fram á að nýr meirihluti er alveg jafn ógagnsær og fyrri meirihlutar, sem sífellt hafa verið sakaðir um spillingu.
Svar Píratans var að skora höfund Staksteina að koma fram og leggja 100 þúsund á mánuði í heilt ár í góðgerðastarfssemi. Engu er svarað um gagnsæið eða efnislega um það sem Staksteinar eru um. Hins vegar getur Píratinn ekki sleppt því að láta okkur vita hversu mikið hann er í nöp við núverandi stjórnvöld. Eitthvað sem hefur ekkert að gera með efnið Staksteina.
Það er alveg vitað mál að Staksteinar eru á ábyrgð ritstjórnar Morgunblaðsins og því hæg heimatökin að uppfæra það á ritstjórana. Þótt þeir skrifi ekki efnið þá er ábyrðin þeirra. Á móti má segja að Píratinn sýnir ekki ábyrgðafulla hegðun. Hann skorast undan að bera ábyrgð á gerðum sínum með að benda á annan. Því miður er slík hegðun alltof algeng og í raun gerð til að komast undan að bera ábyrgð á gerðum sínum.
Það getur verið voða sætt og hljóma vel að benda á ýmsa þætti sem betur mega fara. Ábyrgð fæst með að geta staðið undir hegðun sinni og ákvörðunum. Í tilefni Píratans þá ætlar hann ekki að bera ábyrgð í þessu tilviki. Ekkert frekar en aðrir borgarfulltrúar sem neita að svara hvers vegna kostnaður við stjórnun borgarinnar ríkur upp.
Að bera ábyrgð er að viðurkenna að hafa gert rangt en ekki bara sitja á kjötkötlunum. Hver vill vera fyrstur?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.