Hvers vegna virkar ekki viðhorf fólks?

Þetta hljómar voða fallega að setja þak á laun forstjóra en á móti má spyrja sig af hverju virkar ekki viðhorf fólks til þessara of háu launa yfirstjórna fyrirtækja. Í samkeppnis umhverfi þá fengju yfirmenn sambærileg laun og aðrir yfirmenn og viðhorf viðskiptavina hefði áhrif. Þannig ætti viðhorf um of há laun að hafa þau áhrif að yfirmenn endurskoðuðu launin hjá sjálfum sér.

Þannig er málum ekki farið á Íslandi og laun yfirmanna haldast þrátt fyrir mjög neikvætt viðhorf til yfirmanna fyrirtækja og fyrirtækja yfir höfuð. Getur verið að ástæðan sé skortur á samkeppni? Getur verið að ástæðan sé að þrátt fyrir tal um hitt og þetta þá er lítið um framkvæmdir af hendi almennings? Getur verið að fákeppnin leiði til þess að þetta er keppni um hver sé mesta svínið? 

Líklega myndu einhverjir svara með að Íslendingar láti allt yfir sig ganga og séu engir aðgerðasinnar. Ég er ósammála því og held að þetta sé flóknara mál þar sem miðstýring frá samtökum eins og ASÍ er einn af dragbítunum.


mbl.is Telja mikinn stuðning við þak á laun stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband