Mikilvægast er að lífeyrissjóðakerfinu sé breytt

Held það sé mun mikilvægara að taka á þessu lífeyrissjóðakerfi heldur en hvort starfsmenn séu að láta fífla með sig í stjórnum fyrirtækja. Hingað til er saga lífeyrissjóða langt því frá að vera sannfærandi um hlutverk sitt og hvað þá að stjórnendur hafi getað staðið undir lögbundnu hlutverki sínu m.a. með tiliit til ávöxtunar sjóðanna.

Það á einfaldlega að leggja þessa sjóði niður enda er það ekki hlutverk lífeyrissjóðanna að standa í fyrirtækjarekstri. Þessi grein sýnir vel hversu mikilvægt það er að taka sem fyrst á hlutverki lífeyrissjóðanna. Lögbundinn lífeyrisréttur fólks er alveg hægt að safna í gegnum Seðlabanka Íslands sem síðan sér um að ávaxta en ekki halda úti rándýru kerfi sem skilar alltof litlu til baka til fólksins.


mbl.is Leiði ekki til blokkamyndana og leppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að það sé aðeins of seint í rassinn gripið hér.

Lífeyrissjóðir eiga nú þegar t.d. í bæði Högum og Kaupás.

Tveimur stærstu matvörukeðjunum ! Hneyksli !

Svo maður tali nú ekki um hvaða launastefna verður í framtíðini....

Haukur K (IP-tala skráð) 4.10.2014 kl. 08:26

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta er ekkert stórmál Haukur. Ríkið tekur einfaldlega yfir eignarhaldið hjá Högum og Kaupás um leið og það tekur yfir lífeyrissjóðina ( eða seðlabankinn). Ekkert öðruvísi en þegar þú kaupir íbúð og lánið fylgir með.

Jósef Smári Ásmundsson, 4.10.2014 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband