27.10.2014 | 06:54
Uppgjafarástand
Ástand þar sem gefist er upp gegn hlutunum er aldrei gott og leiðir ekki til neins annars en enn meiri vandræða. Það er eins og vanti trú í Evrópu að hægt sé að laga ástandið og takast á við hlutina. Eina sem gerist er að fleiri evrópulönd sýjast í vonleysishjal og þrauka í sínum vandræðum.
Íslenskir ráðamenn hafa viljað hampa ástandinu hér á landi hvernig viðsnúningur hefur orðið á málefnum þjóðarinnar. Það má samt ekki gleyma því að mikill flótti hefur verið frá landinu sem útskýrir að hluta til lausn á þeim málum sem þjóðin stóð frammi fyrir.
Hins vegar var þessi uppgjafartónn aldei upp á yfirborðinu sem einnig skýrir hvers vegna ástand breytist. Þjóðin sætti sig ekki við vonleysið og það er ekki ráðamönnum að þakka.
Baráttan gegn atvinnuleysinu er töpuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.