Ekkert er fullkomið

Það er alveg ljóst að ekkert er fullkomið og vissulega hljóta að koma upp mistök hjá heilbrigðisstéttum eins og öðrum stéttum. Af hverju þau stafa er engin leið að komast að nema farið sé reglulega yfir ferlið um það sem var gert.

Læknar á Íslandi er mjög mismunandi en ekkert þar með sagt að þeir kunni ekki starf sitt. Frekar er hvort að vinnulag og gagnrýnin vinnubrögð fái að vera uppi á yfirborðinu. Það er engum greiði gerðum með að fara hljótt um læknamistök. 

Réttur sjúklingsins er að mega fara yfir það sem var gert, alveg eins og með aðrar þjónustur. Þannig eiga læknar ekki að hræðast sjúklinga og fara yfir málin með sjúklingum. Stundum er það flókið, mjög flókið, en oft er það einfalt, jafnvel mjög einfalt. 

Það gerist samt ekkert nema þetta sé sett í ferli þar sem hægt er að fara yfir málin. Þöggun er versti óvinurinn.


mbl.is Þrjú mál í lögreglurannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband