Hvernig væri að undirbúa raunhæfan kost

Bygging nýs spítala á Landspítalalóðinni er í alls ekki besti kosturinn í stöðunni. Það er í raun fjarstæða að byggja á þeim stað og örugglega dýrara en að byggja við Borgarspítalann.

Kosturinn við að byggja við Borgarspítalann er aðgengið að spítalanum er mun betra og auk þess er spítalinn mun meira miðsvæðis en núverandi staðsetning. Í annan stað hefur verið bent á að jarðlög henta betur undir háa byggingu þar. Ef haldið er til streitu að byggja á Landspítalalóðinni þá versnar umferðin enn meira en nú er og á álagstímum í dag er allt stopp þar. Hvernig heldur fólk eiginlega að það verði ef spítalinn stækkar?

Hvernig væri að það væri tekin ákvörðun um að taka besta kostinn og gera þetta almennilega. Að byggja á Landspítalalóðinni er að sóa peningum þar sem hægt er að gera ódýrara og nýta fjármagnið betur með að öðrum valkostum.

 


mbl.is Framkvæmdir við nýjan Landspítala hefjast á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband