Löngu hættur að skilja DV

DV sem miðill hefur aldrei heillað mig en yfirleitt átt inni hjá fólki með helgarútgáfunni enda byggði sú útgáfa lengstum á blöndu afþreyingar og viðtölum. Í tíð síðustu ritstjórnar fór blaðið hamförum í pólitískum undirleik og taldi sig vera boðbera sannleikans áður en nokkur fékk að svara fyrir sig.

Skilgreiningar eins og "götublað" er svona orð sem er gripið án skilgreiningar og segir nákvæmlega ekki neitt. Þýðir það að blaðið eigi að hætta pólitískum áherslum og einbeita sér að skemmta fólki? Er það ekki hlutverk götublaða að geta gleymt sér í hversdagsleikanum og lesa um aðra?

Satt að segja finnst mér oft sem ráðgjöf á Íslandi sé of yfirborðskennd þar sem gleymist að skilgreina af meiri nákvæmni hvað er átt við. Gert er of mikið ráð fyrir að lesandinn sé að hugsa í sömu átt og ráðgjafinn. 

Ef DV vill vera "götublað" þá ætti það að byrja að breyta áherslum sínum og koma með gagnrýnið sjónarhorn á íslenskt mannlíf, pólitík stjórnar og stjórnarandstöðu, og blanda inn í blaðið afþreyingu.

Það er langur vegur frá því í dag.


mbl.is Veitir bara sumum aðhald, öðrum ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband