Af hverju að þráast við að kalla þetta miðbæ?

Get engan veginn skilið þessa þráhyggju að kalla þetta miðbæ. Fyrir íbúa höfuðborgasvæðisins er ekkert eftirsóknavert að fara þarna og versla því úrvalið er svo einhæft. Raunveruleikinn er að þetta er úthverfi fyrir flesta íbúa Reykjavíkur.

Það er varla þverfótað þarna fyrir matsölustöðum og börum, minjagripaverslanir og sérhæfðar fataverslanir. Það er ekkert fyrir hinn almenna kaupanda höfuðborgasvæðisins að kaupa og þvi er í raun rangnefni að kalla þetta miðbæ. Þegar farið er þarna niður eftir þá er líf í Austurstræti sem nær rétt upp að Klappastíg. Eftir það dalar hratt úr öllu. Skólavörðustígurinn sker sig samt úr og er í raun að taka við sem skemmtilegri verslunargata. Líklega stafar það af því að ferðamenn fara mikið upp að Hallgrímskirkju.

Ég legg til að förum að kalla þetta eitthvað annað en miðbær. Nær væri að kalla þetta bæinn og þannig er hægt að segja fara í bæinn, niður í bæ o.s.frv.


mbl.is „Synd fyrir miðbæinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Í gamlabænum er miðbær hans en þar er ekki miðja Reykjavíkur.    

Hrólfur Þ Hraundal, 28.11.2014 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband