Verðbólga haldist lág, hagstæðara að taka lán

Grunnforsenda þess að taka lán, hvort sem er verðtryggt eða ekki, er að verðbólga sé lág. Þessi forsenda skiptir miklu meira máli en hvort að lán sé verðtryggt eða ekki. Í báðum tilvikum fer allt til fjandans ef verðbólga fer af stað.

Umræðan um verðtryggð lán hefur verið frekar einhæf og svo látið sem þetta form sé einstakt á Íslandi. Staðreyndin er reyndar að þetta þekkist annarsstaðar þótt sjaldgjæft sé. Hins vegar eru óverðtryggð lán yfirleitt með breytilegum vöxtum og greiðslur þeirra snarhækka fari verðbólgan á skrið.

Ég hef átt þrjár fasteignir og alltaf verið með verðtryggð lán. Fyrir mér er meira um vert að hafa húsaskjól en hvort ég borgi yfirnáttúrulega mikið fyrir eignina. Mér sýnist samt að 40 ára lánin gera þetta mun erfiðara en 25 ára lán. Þegar tekið er 40 ára lán þá næst jöfnuðurinn mun seinna og því virðist lánið sífellt hækka.

Kostur við að greiða jafnar greiðslur af láni er að greiðslubyrðin hækkar ekki rosalega mikið milli mánuða. Þægileg leið fyrir neytandann væri að geta séð áætlaða greiðslubyrði á aðgengilegan hátt t.d. í gegnum heimabanka. Þjónusta sem bankarnir ættu auðveldlega að geta veitt.

Lán er áhætta og ber að skoða vel. Grunnforsendan er samt alltaf sú að verðbólga haldist lág óháð lánafyrirkomulagi.


mbl.is Verðtryggð lán aldrei hagstæðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lán eins og Íslandi með höfuðstólsverðtryggingu, vaxtavöxtum og neikvæðri eignamyndun, þekkjast hvergi annarsstaðar í heiminum. Þessi lán "virðast" ekkert hækka sífellt, heldur er það einmitt reyndin.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.12.2014 kl. 14:14

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það er reyndar ekki rökrétt hjá þér að lánin hækki endalaust þar sem lánin hafa ákveðinn fjölda gjalddaga. Það má vel færa rök fyrir því að neikvæð eignamyndun stafi af of litlu eigin fé í upphafi við kaup eignar. Ef keypt er 2ja herbergja íbúð með 40 ára láni og 90% veð þá er lítil von um eignamyndun á fáum árum. Vantar ekki frekar raunsæjar skýringar á eignamyndun út frá lánafyrirkomulagi?

Rúnar Már Bragason, 4.12.2014 kl. 14:52

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lánin eru með innbyggða neikvæða eignamyndum meirihluta lánstímans.

Það er raunverulegt eðli þessara lána, og er þar af leiðandi raunsæ skýring.

Þekkirðu annars einhvern sem hefur tekist að borga upp 40 ára verðtryggt jafngreiðslulán?

Ef svo er mættirðu biðja hann að hafa samband svo ég get veitt honum viðurkenningu fyrir afrekið.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.12.2014 kl. 15:21

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þegar einungis er horft út frá sem fjárfestingu þá gengur dæmið ekki upp. Kaup á húsnæði fyrir fjölskyldu snýst um meira en að eiga eignarhlut. Það hversu hratt þú eignast í húsnæðinu er ekki endilega aðalmálið enda oft lítið eigið fé lagt inn í eignina. Þannig að viltu lán sem veitir þér þak yfir höfuðið eða ertu eingöngu að fjárfesta. Fjárfestir sem tæki 90% lán til 40 ára í fasteign er ekki að fjárfesta skynsamlega en hins vegar ef fjölskylda er að koma sér þak yfir höfuðið gæti það verið skynsamlegt. Forsendur fyrir eignamyndun eru samt alltaf eigið fé og lág verðbólga, sama hvernig lán er tekið.

Rúnar Már Bragason, 4.12.2014 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband