5.12.2014 | 07:22
Að hugsa fyrst um sig
Þetta sýnir svo ekki sé um villst að RÚV hugsar fyrst og fremst um sjálft sig og gerir allt til þess. Það er svo langt síðan að RÚV villtist af leið og hætti að vinna eftir lögbundnu hlutverki sínu að elstu menn muna ekki hvenær það gerðist (sem þýðir á mannamáli að hafi gerst fyrir meira en þremur árum).
Að kynna erlenda menningu í gegnum erlent efni er í góðu lagi en að keppast um íþróttaviðburði er löngu hætt að þjóna tilgangi sínum. Sá kostnaður við að keppa um alþjóðlegar íþróttakeppnir þar sem Ísland er ekki þátttakandi er ekki lengur kynningarvert og því óþarfi.
Hlutverk kynningar hefur samt breyst í gegnum tíðina og þannig hefur útvarp ekki sömu þörf að kynna útlenska tónlist og áður því aðgengið er mjög auðvelt annarsstaðar frá. Auk þess hefur heimildamyndum ótrúlega fækkað hjá RÚV en einmitt þær eru gott kynningarefni á menningu.
Einn stór rekstarliður hjá RÚV er hversu marga þarf til að taka upp efni. Frjálsar stöðvar leyfa sér að taka einn myndatökumann og þátttastjórnanda. Hjá RÚV þarf að vera myndatökumaður, hljóðmaður, þáttastjórnandi og eitthvað meira. Það segir sig sjálft að kostnaðurinn við að taka upp efni er miklu meiri.
Ef stofnuninni væri mun að vinna vel úr fjármagni sínu þá breytti hún þessu. Það væri gott fyrsta skref. Síðan færi stofnunin í hlutleysisgír og leyfir gagngera naflaskoðun á starfsseminni.
Framlög oft yfir útvarpsgjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ítrekað er vitnað í svonefnda "kreditlista" með nöfnum allra, sem tóku beint eða óbeint þátt í upptökuninni, sem sönnun fyrir því að bruðlað sé með mannskap á RUV. Þeir, sem hafa gert þetta hafa gleymt því, að í þeim tilfellum, sem þeir nefndu var það Saga film, Stórveldið eða önnur verktakafyrirtæki sem töldu upp sína þátttakendur í gerð viðkomandi þátta, sem boðnir voru út, einmitt til þess að spara fé og þóknast þeim sem vilja veg einkaframtaksins sem mestan.
Þeir hinir sömu fjargviðrast nú yfir því að of margir vinni fyrir þessa verktaka.
Á sínum tíma fengu þessir óvildarmenn RUV því framgengt að dreifikerfið væri selt einkaaðilum. Nú hefur ítrekað komið í ljós misbrestur á rekstri dreifikerfisins og þá þenja þessir sömu menn sig upp í hástert og kenna RUV um allt saman og að þetta sýni að RUV sé ófært um að sinna hlutverki sínu!
Ómar Ragnarsson, 6.12.2014 kl. 00:56
Sem þú lýsir þarna er einmitt misbresturinn í því hvernig peningnum er varið. Þótt hlutur fari í útboð þá eiga að vera til greinagóðar útskýringar hvernig þetta er framkvæmt. Mér finnst þú undirstrika það að ekki sé nógu stefnumótað hvað sé verið að gera og til hvers, þess vegna komi bruðlið.
Áður varst þú dugelgur Ómar að sýna íslenska menningu en því miður virðist RÚV hafa farið eitthvað af leið og það er vont mál.
Rúnar Már Bragason, 8.12.2014 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.