Er ekki alltaf óvissa?

Skrýtið með svona vangaveltur að það sé ekki gert ráð fyrir að óvissa sé alltaf til staðar. Staðreyndin er sú að við getum ekki spáð neinu fyrir um framtíðina nema að ákveðnu marki. Þannig að óvissa sem gæti aukið verðbólgu gæti alveg eins ekki aukið hana.

Allt byggir þetta á ákveðnum forsendum og til að mynda um daginn var frétt frá greiningadeild banka sem taldi að verðbólga yrði lág út árið eða undir verðbólgumarkmiði seðlabankans.

Nú kemur seðlabankinn fram og segir að líklega geti spáin hjá greiningadeild bankans farið þveröfugt sem spáð var. Erum við leikmenn þá nokkru nær? Held ekki enda alltaf óvissa að spá fyrir um framtíðina.

Með öðrum orðum þá fjallar fréttin um að óvissa á vinnumarkaði setur allar spár út af laginu og það þurfi að endurskoða allt saman.

Málið er einmitt að taka öllum spám með fyrirvara.


mbl.is Óvissan gæti aukið verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Óvissa" er bara orð sem seðlabankamenn nota þegar þeir hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi en þurfa einhvernveginn að reiða fram skýringar á því sem hljóma sennilega svo þeir haldi nú vinnunni sinni a.m.k. fram að næstu vaxtaákvörðun.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.1.2015 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband