27.2.2015 | 11:07
Er nauðsynlegt að breyta þessu?
Get ekki sagt að ég sakni þess neitt að engar vínflöskur séu í matvörubúðum og hægt sé að kaupa þetta öllum stundum.
Aftur á móti þá má segja að þeir sem vilja vín verða sér út um það hvar sem það fæst og halda að allt fari á versta veg við að setja vín í matvörubúðir er fjarstæða.
Hvort sé einhver þörf á að breyta þessu finnst mér mikilvægari spurning. Ljóst er að ríkið tapar engu á að færa þetta og ef eitthvað er þá fær ríkið meira í sinn hlut þar sem ekki þarf að halda úti verslunarrými.
Niðurstaða mín er mér er alveg sama hvað leið þetta frumvarp fer. Það mun ekki hafa stórkostleg áhrif á líf Íslendinga hvað sem gerist með það.
Áfengisfrumvarp afgreitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Áhugi minn á afleðingum bjór- og víndrykkju fer ekki vaxandi eftir því sem árin líða.
Gamla byttan (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 14:35
Alveg sammála að alfeiðingar ofdrykkju eru skelfilegar en vangavelturnar snúast um hvort það hafi endilega með aðgengi að gera. Ég er ekki alveg viss.
Rúnar Már Bragason, 27.2.2015 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.