Eitt fyrirtæki segir ekki alla söguna

Margir þeir sem vilja hátt veiðileyfagjald falla í þá gryfju að taka út stærstu fyrirtækin. Steingrímur svínfellur í þá gryfju og telur að verið sé að taka frá þjóðinni. Það er svo langur vegur frá því þar sem Grandi sinnir meiru en að afla fisk úr sjó því þeir verka hann og selja.

Út af þessum ímyndaða arði Steingríms þá er ljóst að litlar útgerðir út á landi verða að draga saman seglin. Landsbyggðarfólki er gert enn erfiðara að halda sér uppi með útgerð einfaldlega vegna þess að horft er í hagnað fyrirtækja eins og Granda.

Veiðileyfagjöldin voru lækkuð til að koma á móts við litlar útgerðir. Ef ætlunin er að hafa fá risafyrirtæki í sjávarútvegi við landið þá er betra að segja það beint út en að halda úti svona farsa eins og Steingrímur gerir.


mbl.is „Arðurinn tekinn frá þjóðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur aldrei verið skortur á íslendingum sem grenja úr sér augun yfir óréttlætinu þegar einhverjum gengur vel. Almenningur hér mun seint sætta sig við það að fyrirtæki skili hagnaði. "Businessman" er enskt orð sem þýðist "arðræningi" meðal Íslendinga. Stærsta synd Íslendings í augum samlanda hans er að vera ekki á vonarvöl.

Ufsi (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 15:48

2 Smámynd: Már Elíson

Ufsi, þú ert nú meiri þorskurinn ! - Það er EKKI "business" að arðræna (já, mér er alveg sama hvað þú segir !) þjóð sína því sem hún á sameiginlega. - Þetta veistu þótt þú sért bara ufsi.

Már Elíson, 27.2.2015 kl. 23:06

3 identicon

Þó þjóðin "eigi" eitthvað í sameiningu er ekki sjálfgefið að enginn megi hafa hagnað af nýtingu þess. Og meðan þjóðin leggur ekki í áhættusamar fjárfestingar og rekstur til að nýta þessa "eign" sjálf en lætur aðra um það getur hún ekki vænst þess að allur hagnaður þeirra sem standa sig lendi hjá henni og áfram verði fiskur veiddur við Íslandsstrendur. Það er ekki þjóðin sem gerir verðmæti úr þessari sameign og sjávarútvegur er ekki hugsjónastarf.

Annars var ég að benda á það að það er sama hver starfsemin er, Íslendingar telja alla sem sýna hagnað arðræningja. Íslendingar sætta sig ekki við fyrirtæki sem rekin eru með hagnaði. Öfund, græðgi og frekja eru meðal þjóðareinkenna Íslendinga.

Ufsi (IP-tala skráð) 28.2.2015 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband