5.3.2015 | 08:41
Sjálfteknar verðkannanir matvöruverlsana
Kostur hefur undanfarið sent út auglýsingar þar sem borið er saman verð hjá þeim á móts við Bónus og Krónuna. Niðurstaða þeirra er að þeir séu ódýrastir en hvetja um leið að gera sína eigin könnun.
Vissulega er þetta ekki hlutlaus könnun og ekki fylgja upplýsingar um framkvæmdina. Þótt við sjáum tíma á strimli þá vitum við ekkert um hvort að fyrr um daginn hafi verið gerð könnun á verði.
Burt séð frá slíkum augljósum vanköntum á verðkönnun þá fellur Kostur samt í pytt blekkingarinnar. Jú með því að hafa ekki sambærilegt magn á þeim vörum sem keyptar eru. Varla þarf að minnast á gæði sem erfitt er að meta.
Samkvæmt auglýsingu og keyptum vörum þá kostar vörur í Bónus og Krónunni yfir 5000 kr. en undir því hjá Kosti. Munurinn milli hæsta og lægsa (Krónan/Kostur) er 361 kr. Við nánari skoðun þegar magn er uppfært til samræmis milli verslana þá kemur allt í einu í ljós að Kostur er kominn yfir 5000 kr og munur milli hæsta og lægsta (Bónus/Kostur) er 180 kr.
Við nánari skoðun verður Krónan þannig ekki dýrust þó það sé sett fram í auglýsingunni. Kostur heldur áfram að vera ódýrast miðað við innkaup en verðið er í raun hærra en gefið er upp.
Það getur vel verið að svona auglýsingar virki en þær eru samt blekking og neytendur eiga betra skilið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.