16.3.2015 | 13:28
ESB er ekki svarið
Það er gott fyrir ESB sinna að lesa að ekki sé einurð um ESB og það sé rétta svarið fyrir Ísland.
Það er eins og margar athugasemdir og greinar um ESB að þar sé allt í góðum málum og besti kosturinn fyrir landið. Hinir sem tala um þingræði virðast lítið inn í ESB ferlinu og hvernig það stendur pólitískt.
Málið er einn skrípaleikur í boði stjórnarandstöðunnar sem virðist lítið hafa fram að færa nema hávaða og læti.
Höfum staðreyndir á hreini:
1. Það gæti tekið 6 ár áður en endanleg niðurstaða úr svokölluðum "viðræðum" liggur fyrir. Hvers vegna? Jú það þarf að breyta stjórnarskrá og það gerist ekki nema kosið sé á milli. Núverandi stjórnvöld gera ekkert í málinu og því býður það í 2 ár komist ESB sinnar að. Þá þarf að vinna breytingar á stjórnarskrá og þar sem gera verður ráð fyrir að vilji ekki sleppa völdum þá er vödlum haldið í 4 ár. Eftir þarnæstu kosningar og sé stjórnarskrá breytt þá fyrst er möguleiki á að skoða svokallaðan samning úr "viðræðum". Nema hvað það er enginn samningur heldur búið að innleiða í lög reglur ESB og allt sem kosningin snýst um eru undanþágur hvenær restin verður innleidd.
2. Gjaldmiðilinn okkar, krónan, verður þannig að lágmarki til 6 ára en áður en evra er tekin upp þá þarf að fara í ERMII í 2 ár. Sem sagt með töfrasprota þá væri möguleiki að taka upp evru eftir 8 ár (og slatta af óskhyggju).
3. Ísland bæri allan kostnað af fiskveiðistjórnunarkerfinu en hefði ekkert um að segja hvernig kvótanum yrði ráðstafað. Flökkustofnar verða þannig ákvenir í Brussel. Síðast þegar makrílkvóti var ákveðinn vildi ESB að við fengjum helmingi minna en við veiddum.
4. Sagt var að búið væri að ganga frá 11 köflum og 16 opnaður (gert eftir minni gæti verið rangar tölur). Samt veit þjóðin ekkert um þessa kafla og hvað var gert. Svokallaðar rýniskýrslur fengu ekki fyrir almenningssjónir til að meta hvort þetta yfir höfuð hentaði þjóðinni.
5. Það eru breytilegir vextir á ESB svæðinu og vertrygginging er ekki bönnuð. Vextir eru yfirleitt þannig að það fer eftir veði. Því hærra veð þeim mun hærri vextir. Þóknunartekjur banka í evrópu eru þekktir en engin úttekt hefur farið fram á þeim hér á landi. Hvers vegna? Er eitthvað að fela um kostnað við lán?
Þetta eru aðeins nokkur atriði af hverju ESB er ekki svarið fyrir þjóðina. ESB sinnar skulda þjóðinni betri skýringar.
Gott fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.