Hversu margir eru raunverulega inn í málunum?

Vorið 2013 þá tók Össur Skarphéðinsson upp á því án þess að spyrja þing né þjóð að setja svokallaðar "viðræður" í bið. Þá heyrðist ekki múkk í nokkrum manni.

Lítið eða ekkert hafði þokast í þessum málum í 2 ár. Núna 2 árum síðar (4 ár sem nánast ekkert gerst) ákveður Gunnar að láta vita að þessu sé lokið að hálfu ríkisstjórnarinnar. Þá allt í einu rís fjölda fólks á afturlappirnar og lætur illum látum.

Hver er munurinn á gerðum Össurar og Gunnars? Í mínum huga nákvæmlega enginn.

Svo segist fólk vilja kjósa um samning en "viðræðurnar" ganga ekki út á samning. Þær ganga út að innleiða regluverk og hvernig best sé að innleiða reglverkið. Hversu mikið er búið að innleiða og hvort séu samþykk að innleiða rest. Samningurinn er því um að gefa frest til að innleiða regluverk. Það er allur þessi frábæri "samningur" sem á að kjósa um. Regluverk sem verður búið að innleiða þannig að ekkert er um að kjósa.

Í annan stað þá er hægt að setja upp mynd. Verði farið að kröfum frekjudallanna og kosið um framhald "viðræðanna" þá lítur dæmið þannig út. Kosið er eftir tvö ár. Núverandi ríkisstjórn neitar að gera nokkuð. Næsta ríkisstjórn tæki þá við og gerði eitthvað. Fyrsta verk til að koma í gegn væri að breyta stjórnarskrá til að geta klárað viðræðurnar. Breytingar á stjórnarskrá fara ekki í gegn nema kosið sé á milli. Þar sem næstu stjórnvöld vilja halda í völdin þá klárast kjörtímabilið. Niðurstaðan er að það líða minnsta kosti 6 ár áður en hægt er að ganga í ESB. Þetta eru með öllu óraunhæfar kröfur.

Miðað við það ófriðabál sem er innan ESB núna þá er ekki víst að fólk sé jafnhrifið að ESB eftir 6 ár.

Er ekki betur heima setið?


mbl.is Mótmælin í myndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband