ESB sinni hengir sig í aukaatriði

Það er alveg ljóst að Píratar eru ESB flokkur og vill leggja allt til sölunnar að Ísland gangi í ESB. Til að upplýsa Helga þá fékk þingið að vita í fyrra hver stefna ríkisstjórnarinnar væri með þessa þingsályktun. Þingið var upplýst og því ekkert sem bannar að fara þessa leið.

Að halda því fram að þingi hafi ekki vitað neitt er fjarstæða og að hengja sig í aukaatriði. Þingið, með stjórnarandstöðu á grensunni, vildi ekki hlusta í fyrra. Nú ælta þau að leika sama leikinn og halda því fram að það sé í nafni lýðræðis. Bréfið sem stjórnarandstæðan sendi, ásamt Pírötum, er mjög andlýðræðislegt.

Ef þetta fer svona rosalega fyrir brjóstið á þér Helgi þá er lögð fram vantrauststillaga sem sker úr um þessi atriði, það er lýðræðislegt. Þangað til er þetta bara rop út í loftið hjá ESB sinnum.


mbl.is „Atlaga að þingræðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Píratar eru ekki neinn sérstakur ESB flokkur.

Hinsvegar eru þar innanborðs nokkrir jólapakkasinnar, sem vilja kíkja í jólapakkann og fá svo að kjósa um hvort þeir þiggi innihaldið.

Verst að þeir vita ekki að innihaldslýsingin hefur legið fyrir í rúm tvö ár í íslenskri þýðingu. Meira að segja á Internetinu, heimavelli Pírata:

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/PDF/Lissabon-sattmali-2.-utgafa-juni-2012.pdf

Það er dálítið óheppilegt fyrir Pírata, að vita ekki af þessu á internetinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2015 kl. 14:01

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Með athæfi sínu síðustu daga lít ég á Pírata sem ESB flokk. Í mínum huga verður að gera pakkasinnum skiljanlegt að þetta er innlimun en viðræður.

Rúnar Már Bragason, 15.3.2015 kl. 15:36

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hef ég einmitt verið að reyna með því að benda fólki á að samningurinn hefur legið fyrir á vef utanríkisráðuneytisins síðan um mitt ár 2012.

Ef fólk nennir ekki að lesa hann þá eru það engin rök fyrir neinu.

Við lásum Icesave samningana og komumst að réttri niðurstöðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2015 kl. 16:14

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðmundur. Þú setur hér hlekk á Lissabonsáttmálann og segir að hann skýri stöðu samninganna. Hvað meinarðu? Ertu að meina að Jón og Gunna eigi að vinna sig í gegnum þetta torf til að komast að þessari stöðu án þess að hafa hugmynd um hvað af þessu hefur verið rætt, hver samningsmarkmið aðila eru og hverju er búið að loka?

Við höfum ekki einu sinni rýniskýrslurnar.

ertu ekki að láta þetta líta út fyrir að vera minna mál að skilja en það raunverulega er?

Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2015 kl. 20:48

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki nær að vísa á skýrslu Hagfræðistofnunnar, sem unnin var til útektar á stöðunni í fyrra?

http://www.utanrikisraduneyti.is/utgefid-efni/skyrsla-hi-vidaukar/

Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2015 kl. 20:56

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Stefna ríkisstórnarinnar hefur legið fyrir en ekki stefna Alþingis enda er hér skautað fram hjá Alþingi með því að fara ekki í gegnum það með málið. Gleymum því ekki að Alþingi er yfir ríkisstjórninni enda hlutverk ríkisstjórnarinnar að framkvæma ákvarðanir Alþingis en ekki öfugt. Með þessari málsmeðferð er því ríkisstjórnin að taka sér vald sem hún hefur ekki samkvæmt Íslenskri stjórnskipan.

Sigurður M Grétarsson, 15.3.2015 kl. 22:59

7 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þú ert að hengja þig í sömu aukaatriðið Sigurður og Helgi. Það hefur ekkert gerst með þessa umsókn í tvö ár og tvö árin þar á undan var óskaplega fátt sem gerðist. Össur mátti leika valdaeinleik og setja umsóknina í bið án þess að spyrja þing en núna má ekki þingmaður gera það saman. Hvað gerir Össur svona heilagan?

Rúnar Már Bragason, 16.3.2015 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband