Snemmmeðferð er svarið, ekki takmarkanir.

Ef ætlunin er einhverntímann að komast úr þessu brjálaði í kringum Covid-19 þá eru það snemmmeðferðir. Annað mun ekki skila heildarárangri. Bóluefni geti hjálpað við að draga úr veikindum en ekki smitum. Takmarkanir eru orðnar gagnslausar enda verið ofnotaðar. Í hvert sinn sem takmörkun er beitt þá minnkar vægi aðgerðarinnar, að því virðist í mannlegri hegðun.

Ein aðalástæðan fyrir því að takmarkanir minnka vægi er að smit fara aldrei út í hið óendalega. Það smitast aldrei allir og nógu margir eru meðvitaðir um hegðun sína sem varnar smitum. Það sýnir sig vel í Bretlandi, þar sem takmarkanir eru engar, að smit á daga hafa haldist á svipuðu róli í þónokkurn tíma. Það sýndi sig líka í nokkrum ríkja Bandaríkjanna sem ekki höfðu takmarkanir. Treysta fólki til að gera þetta sjálft.

Það er farið að undirbúa enn hertari takmarkanir en það skilar ansi litlu til lengri tíma. Drepur þjóðina niður í stað þess að klífa aðeins fjallið og komast áfram.

Annars má líkja þessum sóttvörnum við trúna á hamfarahlýnun af völdum mannfólksins. Þessi ofurtrú að maðurinn sé yfir náttúruna hafinn er fáranleg og skilur ekkert eftir nema vandræði fyrir mannkynið. Það má líka líkja þessu við bensínverðið á Íslandi. Það hækkar við fyrsta tækifæri en að lækka nei bíddu það gæti hækkað!

Nsta sjokk er við 250 smit á dag. Þá spái ég að hertar reglur komi innan nokkurra klukkustunda. Við getum vonað að draga andann við sumarsólstöður.


mbl.is Vilja neyðarheimild fyrir lyf gegn Covid-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ekkert vid thetta ad baeta..👍

Sigurður Kristján Hjaltested, 17.11.2021 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband