Tala minna, gera meira

Það er svo oft þannig að þeir sem gaspra mest enda á að tala í þversögnum og óljósum setningum. Eitt dæmi í þessu að talað er um að mismunandi fjölda smita en á sama tíma er ekki mismunandi fjöldi innlagna. Af hverju ætti það ekki einnig að rokka?

Blaðamaður er greinilega að drífa okkur í sprautur (eða hræddur við smit) því hann setur hlutfall smitaðra upp þannig: fimm til 10% en ekki 5-10% eða fimm til tíu prósent. Svona uppsetning er einungis til að undirstrika hærra gildið (og þar með ýta undir ótta).

Morgunblaðið og mbl.is eiga reyndar hrós skilið fyrir að hafa dregið úr fréttum af Covid miðað við aðra fjölmiðla landsins. Ég tel það rétta stefnu því við getum endalaust verið að velta okkur upp úr þessu.

Það nægja alveg einstaka fréttir án allra bollalegginga um framtíðina sem engin leið er að spá um, eða æsifréttamennska um metfjölda smita.

Gera meira - koma á snemmmeðferð - tala minna og samþykkja ólíkar skoðanir.


mbl.is Mikilvægi þriðja skammts tíu af tíu mögulegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og hætta að tala fyrir hugmyndum um mannréttindabrot með innleiðingu einhverskonar aðskilnaðarstefnu.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2021 kl. 14:19

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Amen við því, Guðmundur.

Rúnar Már Bragason, 18.11.2021 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband