Fyrirséð en leysir það eitthvað til lengdar?

Það er vont að veikjast en getum við eitthvað varnar því endalaust að fólk veikist? Það held ég ekki og því gera hertari takmarkanir lítið gagn til lengdar. Það ætti þá að fylgja með ný nálgun til lengri tíma. Þessi þráhyggja að spítalinn ráði ekki við álagið þegar fólk á samt að veikjast minna vegna bólusetningar. Þetta fer engan veginn heim og saman í raunveruleikanum. Líklegast þarf Þórólfur og fólk á spítalanum að gera sér grein fyrir að orð segja eitthvað og þá þýði ekki að segja annað á morgun.

Orð og aðgerðir fara engan vegin saman. Tiltrúin á að aðgerðir skili einhverju minnka í hvert sinn og sífellt fleiri taka ekki þátt. Þannig er mannleg hegðun og merki þess sýna sig um allan heim.

Landspítalinn sýnir smá lit með að vinna í að breyta úthringi, gera meira rafrænt, og fara í snemmmeðferð hjá þeim sem eru líklegri að veikjast meira. Gott mál en hvað ætla sóttvarnaryfirvöld að gera til lengri tíma víst skammtímaaðgerðir duga ekki til lengdar? Það er ekki hægt að gera það sama aftur og aftur og vonast eftir nýrri lausn.


mbl.is Hertar aðgerðir á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband