31.12.2021 | 14:55
98% er ekki mælt veikt
Það má túlka þessi orð Kára á margan hátt en síðan hvenær hefur ekki komið holskefla smita yfir landið? Ég man eftir ansi mörgum árum þar sem vantaði t.d. helminginn af bekknum eða vinnustað.
Það sem vantar í þetta er hversu margir eru virkilega veikir? Hann talar um 0,7% en miðað við smittölur sl. hálfan mánuð þá er erfitt að sjá að slíkur fjöldi sé að lenda á spítalanum. Í annan stað, hversu lengi eru þeir inni sem lenda þar?
Samkvæmt yfirlýsingu frá síðasta ári, Barrington yfirlýsingin, frá fjölda vísindamanna þá er einmitt núna að gerast það sem talað var um að þyrfti að gerast. Láta þetta gossa yfir þjóðir. Enda sagði Kári í gær á visi.is að veiran væri að fara. Kannski ekki í dag en fljótlega og þar er ég sammála honum. Þetta er síðasta fjallið sem er klifið.
Sem leiðir hugann að aðgerðum. Þegar svona margir eru smitaðir þrátt fyrir hertar aðgerðir í 6 vikur. Forsendur aðgerða eru algerlega brostnar og í raun enginn þörf á þeim lengur, af hverju? Jú fólk fer ekki eftir þeim og 80% smitast í heimahúsi en ekki úti í bæ. Það er því enginn tilgangur með þessum lokunum. Þessi 98% sem ekki eru smituð geta þannig haldið áfram með líf sitt en hin 2% (jafnvel þótt fari í 5%) geta verið heima og röflað yfir rangindum heimsins.
Sumir segja að slíkt væri ekki vísindalegt en þá bið ég um á móti rannsóknir sem sýna að fjarlægðamörk virki, að lokanir skili árangri (og þá líka síendurtekið og til lengri tíma), að grímur skili árangri (meira en miðlungs árangri).
Ljóst er að bóluefnið gerði eitt rétt, dreifing veirunnar var eins og yfirlýsingin (nefnd að ofan) vildi gera. Hið raunverulega hjarðónómi með dreifingu og leyfa veirunni að þróast með að vera meira smitandi og minni veikindi.
Lifið heil og njótið að veiran fer á næsta ári. Hversu lengi sóttvarnaryfirvöld stinga hausnum í sandinn er erfitt að spá um en vonandi fyrir næsta sumar.
Gleðilegt ár!
Pestin er komin út um allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.