Upphafið að endanum

Það er alveg ljóst af fréttum dagsins að upphafið að endi Covid-19 er hafið. Ekki bara fréttir um styttingu einangrunar, vægari einkenni og færri innlagnir en áður. Nú er jafnvel talað um að hætta birta daglegar tölur.

Allt þetta markar upphafið að endalokunum sem betur fer. Enn er þó til fólk sem er á taugum, þríbólusett og líklega vill sprauta börnin sín.

Hins vegar er það frekar fáránlegt að sprauta sig þegar bylgja er í toppi. Það tekur sprautuna vist hálfan mánuð að virk og þá er þessari bylgju að mestu lokið. Enn fáránlegra er að sprauta börnin 5-12 ára sem hrista þetta af sér, ef þau finna eitthvað.

Mæling þýðir ekki endilega að allir í kringum þig smitast. Þetta hefur verið þekkt lengi t.d. frá influensu. Fyrir utan það að tölfræðilegur ómöguleiki er ekki til þe. að allir smitast og hefur ekki verið til allan tímann þótt sumir haldi annað.

Þar sem sóttvarnaryfirvöld eiga án efa erfitt með að sleppa takinu þá líklega verðum við að bíða fram á sumar að njóta lífsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er alls ekki rétt fullyrðing að börn hristi þetta af sér því það eru til dæmi um börn sem hafa dáið úr covid . En hitt að segja að börn hristi þetta af sér þjónar betur hugmyndafræði anti vaxista og þess vegna orðarðu það þannig . 

Helgi (IP-tala skráð) 2.1.2022 kl. 12:33

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þessi einstaka tilvik í heiminum sem hafa valdið dauðsföllum hjá börnum réttlæta á engan hátt að sprauta börnin. Ef þú kannaðir aðeins málin þá sérðu fljótt að börn eru í meiri hættu af sprautunni en covid. Þannig að foreldrar standa frammi fyrir vali - vildu að barnið veikist og 99,99% líkur að nái sér eða fái sprautu þar sem aukaverkanir eru ekki afturkræfar.

Rúnar Már Bragason, 2.1.2022 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband