21.1.2022 | 14:40
Hvað eru færustu sérfræðingar?
Ekki það að ég sé sérfræðingur en með smá glöggskyggni er mjög auðvelt að sjá þetta á annan hátt en kemur fram í þessu viðtali.
Byrjum á þessu:
"... hafi bara sýnt sig í gegnum þennan faraldur hversu mikilvægt það er að við fylgjum ráðum okkar færustu sérfræðinga á sviði smitsjúkdóma og sóttvarna."
Og árangurinn er: Aldrei fleiri smit
Næst:
"Við höfum náð að hemja útbreiðsluna. Þetta er hins vegar mjög svipuð þróun og er að gerast hjá öðrum þjóðum. Við erum að horfa til þess að þetta fari upp. Aðrar þjóðir hafa verið að beita mjög svipuðum aðgerðum og fært sig nær okkar aðgerðum."
Hemja útbreiðsluna???? - Aldrei fleiri smit
Horfa til þess að þetta fari upp?? - hvað fari upp?
Aðrar þjóðir beita mjög svipuðum aðgerðum - og með þessum fantagóða árangri, ekki satt?
Loks:
"Ef við horfum til Bretlands sem er kannski þremur vikum á undan okkur í bylgjunni þá fór þetta mjög hátt upp og svo allt í einu tók það snúning þannig að við verðum bara að meta þetta út frá gögnum. "
Ef notuð væri faraldsfræði þá væri þetta alveg ljóst en þegar notuð er tölfræði sem miðar út frá endalausum smitum þá færðu vitleysu. Þar liggur helst vitleysan í þessu öllu. Tölfræðilega í faraldri ferðu jafn hratt upp og niður. Út frá því er gengið í fræðunum og sést aftur og aftur í þessum faraldri, hvar sem er í heiminum.
Erfiðast er að meta hvenær toppnumer náð og hve lengi en líklegast erum við núna á toppnum og þá ættum við að ná niður fyrir 500 fyrir mánaðamót og jafnvel 100 rétt eftir mánaðamót. Sjáum til en hvernig væri að byrja á faraldsfræðunum?
Þríeykið áfram með í ráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held þú sért ekki mjög glöggskyggn heldur gæskur :-)
Stefán Þór Guðbjartsson, 21.1.2022 kl. 15:28
Viltu kannski útskýra það fyrir mér af hverju ég er ekki mjög glöggskyggn Stefán?
Rúnar Már Bragason, 21.1.2022 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.