Hvað eru færustu sérfræðingar?

Ekki það að ég sé sérfræðingur en með smá glöggskyggni er mjög auðvelt að sjá þetta á annan hátt en kemur fram í þessu viðtali.

Byrjum á þessu:

"... hafi bara sýnt sig í gegn­um þenn­an far­ald­ur hversu mik­il­vægt það er að við fylgj­um ráðum okk­ar fær­ustu sér­fræðinga á sviði smit­sjúk­dóma og sótt­varna."

Og árangurinn er: Aldrei fleiri smit

Næst:

"Við höf­um náð að hemja út­breiðsluna. Þetta er hins veg­ar mjög svipuð þróun og er að ger­ast hjá öðrum þjóðum. Við erum að horfa til þess að þetta fari upp. Aðrar þjóðir hafa verið að beita mjög svipuðum aðgerðum og fært sig nær okk­ar aðgerðum."

Hemja útbreiðsluna???? - Aldrei fleiri smit

Horfa til þess að þetta fari upp?? - hvað fari upp?

Aðrar þjóðir beita mjög svipuðum aðgerðum - og með þessum fantagóða árangri, ekki satt?

Loks:

"Ef við horf­um til Bret­lands – sem er kannski þrem­ur vik­um á und­an okk­ur í bylgj­unni – þá fór þetta mjög hátt upp og svo allt í einu tók það snún­ing þannig að við verðum bara að meta þetta út frá gögn­um. "

Ef notuð væri faraldsfræði þá væri þetta alveg ljóst en þegar notuð er tölfræði sem miðar út frá endalausum smitum þá færðu vitleysu. Þar liggur helst vitleysan í þessu öllu. Tölfræðilega í faraldri ferðu jafn hratt upp og niður. Út frá því er gengið í fræðunum og sést aftur og aftur í þessum faraldri, hvar sem er í heiminum.

Erfiðast er að meta hvenær toppnumer náð og hve lengi en líklegast erum við núna á toppnum og þá ættum við að ná niður fyrir 500 fyrir mánaðamót og jafnvel 100 rétt eftir mánaðamót. Sjáum til en hvernig væri að byrja á faraldsfræðunum?


mbl.is Þríeykið áfram með í ráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Guðbjartsson

Held þú sért ekki mjög glöggskyggn heldur gæskur :-)

Stefán Þór Guðbjartsson, 21.1.2022 kl. 15:28

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

 Viltu kannski útskýra það fyrir mér af hverju ég er ekki mjög glöggskyggn Stefán?

Rúnar Már Bragason, 21.1.2022 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband