Færum miðbæinn í Skeifuna

Allar þessar hugmyndir um þéttingu eru til þess fallnar að hinn svokallaði miðbær verður of fjarri, ekki síst vegna takmarkana með fjölda ljósa og færri akreinum. Auk þess er hin svokallað borgarlína illa nýtt ef farið er fram og til baka.

Þess vegna tel ég réttara að færa miðbæinn í Skeifuna. Búa til göngugötu þar og ná þannig hringamyndun ferða frá Hafnarfirði að BSÍ og til baka um Reykjanesbraut. Hægt væri að fara í báðar áttir. Þannig fengist almennilegt hraðvagnakerfi sem virkar, ólíkt núverandi hugmyndum.

Göngugata í Skeifunni er hægt að útbúa þannig að sól gæti mögulega sést allan daga ársins, ef byggt er lágt í suðurátt. Skjól fyrir norðanáttini er vegna Laugardalsins. Erfiðast er að mynda skjól fyrir austanátt en fyrir sunnanátt væri hægt að gróðursetja til að draga úr vindi.

Sé þetta rétt gert þá færðu mun skemmtilegri göngugötu en Laugaveg og það verður alltaf hlýrra vegna betri skjóls í kring. Laugavegi ætti að breyta í íbúðagötu en leggja áherslu á Skólavörðustíg og Bankastræti niður að höfninni. Þaðan væri auðvelt að gera enn meir úr svæðinu á Granda.

Með að færa göngugötu þá er auðvelt að útbúa bílastæði nærri og mun stærra svæði í radíus út frá göngugötu er heldur en við Laugaveg. Þannig nærðu inn hluta Kópavogs, Grafarvogi og Vogunum. Í dag eru þessi svæði meira en 7 km frá Laugavegi en þarna kringum 3 km.

Margt vitlausara er til.


mbl.is Falla ekki frá þéttingu við Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband